Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 4
Sextíu ár að baki
Samtök og félög dýraverndunar-
manna áttu sextíuára afmæli síðast
liðið sumar. Er það að vísu ekki
mjög hár aldur, en þó ástæða til
þess að staldra við og líta yfir far-
inn veg. Raunar var þessu efni
gerð rækileg skil fyrir tíu árum,
þegar þáverandi ritstjóri þessa
blaðs, Guðmundur Gíslason Haga-
lín minntist hálfrar aldar afmælis
samtakanna. Ekki er ástæða til, að
endurtaka sögu dýraverndunar-fé-
laganna, en þeir, sem áhuga hafa
geta flett upp í Dýraverndaranum
3.-4. tbl. 1964 og lesið þar ágæta
fimmtíu ára afmælisgrein. Kemur
fram í þessari grein ágrip af sögu
dýraverndunarfélaganna og má þar
sjá, að nafnaskipti hafa orðið oftar
en einu sinni, þar til 1958, að stofn-
að var Samband dýraverndunarfé-
laga íslands. í sambandið gengu
nokkur félög við stofnun þess, má
þar til nefna Dýraverndunarfélag
Reykjavíkur og Dýraverndunarfé-
lag Hafnarfjarðar. Fleiri félög úti
um landið gengu í Sambandið, má
nefna félög á ísafirði, Akureyri,
Sauðárkrók og víðar.
Samband dýraverndunarfélaga ís-
lands tók við því verkefni af
Dýraverndunarfélagi íslands, að sjá
um útgáfu blaðs samtakanna, en
það hét „Dýraverndarinn" og hafði
komið' út síðan árið 1915. Sex-
tugsafmæli blaðsins er því á næsta
ára. Fyrstu ár sín var Dýraverndar-
inn í Skírnisbroti, sem er nokkuð
minna brot en nú er. Kom blaðið
út ársfjórðungslega og kostaði 50
4
aura árgangurinn. Fyrsti ritstjóri
þess var Jón Þórarinsson fræðslu-
málastjóri.
Hófst blaðið á kvæði eftir Guð-
mund skáld Guðmundsson. Það
heitir Vaid og vernd og er síðasta
vísa þess þannig:
„Vér teljum grimmd að græta
saklaus börn,
en grimmdin sama er dýrin vor að
kvelja.
Svo gerumst öll þeim varnarlausu
vörn!
Eg vona að þjóð vor, ung og
framagjörn,
þann fagra sæmdarveg sér kjósi að
velja."
Þetta blað samtakanna — Dýra-
verndarinn — hefur svo komið út
óslitið síðan, og er nú að ljúka 60.
árg. sínum. —
Þegar við nú lítum til baka yfir
þau tíu ár, sem liðin eru frá því
að afmælisgrein Hagalíns var skrif-
uð, getum við sagt, að ekki sé um
neinar stórfréttir að ræða frá þeim
tíma. Geta má þó þess, að nú,
þegar þetta er skrifað, er hinn lang-
þráði dýraspítali að rísa af grunni
inni í Víðidal við Reykjavík. Einn-
ig má geta þess, að einmitt nú er
verið að endurvekja Dýraverndun-
arfélag Akureyrar og er það von
manna að vel takist um það. Gjöf,
að upphæð 100 þús. kr. barst frá
konu á Akureyri til hins nýja félags
þar; ekki vill hún láta nafns síns
getið, en söm er hennar gerð og
þökk sé henni. Hvað er svo að
frétta af félögum úti á landi, sem
verið hafa í sambandinu? Því mið-
ur verður það að segjast eins og
er, að ýms þessara félaga eru nánast
dauð, eða liggja í dái, því að engir
fulltrúar hafa komið frá þeim á
aðalfundi Sambandsins undanfar-
ið. En við skulum vona að þau öðl-
ist endurnýjunarkraft og rísi á legg
að nýju, eins og Akureyrarfélagið.
Á þessu tímabili hefur nýtt félag
skotið upp kollinum og er nafn
þess Hundavinafélag íslands. Er
félag þetta samtök þeirra, er hafa
áhuga á meðferð og uppeldi hunda
um land allt. Gekk Hundavinafé-
lagið í Samb. dýraverndunarfél. ísl.
1971, eða þ. u. b.
Sambandið hefur haft aðsetur í
kjallara hússins Hjarðarhagi 26,
R.vík og hefur nú komið þar fyrir
sjálfvirkum símsvara, sem svarar
hringingum, þegar enginn er á
skrifstofunni. Vísar símsvarinn þá
á símanúmer formanns sambands-
ins, en formaður er nú, sem kunn-
ugt er, Jórunn Sörensen. Þá má geta
þess, að ráðin hefur verið nýr af-
greiðslumaður Dýraverndarans og
er það Jón ísleifsson, söngkennari.
Er hann oft á skrifstofu sambands-
ins síðari hluta dags. —
Sambandinu hafa borist mörg
bréf og margar kærur yfir slæmri
meðferð dýra. Þegar kært er, eða
kvartað í bréfum eða síma til sam-
bandsins, er venjan sú, að formað-
ur, ásamt ritara eða öðrum stjórnar-
manni fara á vettvang og tekst þá
oft með samtali við þá, sem kvartað
DÝRAVERNDARINN