Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 26

Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 26
) tók hann sem sinn eigin, og hann ólst upp sem slíkur. Á búgarði einum í Texas var tík uppáhaldsdýr barnanna. Svo gaf einhver þeim þrjá litla íkornakettl- inga. Tíkin tók þá óðara sem eigin afkvæmi. Þeir sugu hana, og þeir þrifust vel. Áður en þessi fósturbörn komu til sögunnar hafði tíkin verið í mesta vinfenfi við heimilisköttinn, en eftir þetta rak hún köttinn illsku- lega burt, ef hann kom nálægt íkornunum. Einhver fallegasta sjón, sem bor- ið hefur fyrir augu mín, er samvera hindarkálfs og tveggja kettlinga, sem lágu í grasinu á Bermunda á sólríkum degi. Það var hægt að láta þessa þrenningu drekki mjólk saman. Þegar kálfurinn nagaði gras, áttu kettlingarnir til að leggja fram- fæturna á fótleggi hans cða höfuð. Kálfurinn var aðfluttur og átti enga aðra leikfélaga þarna, og kettling- arnir gerðu sig ánægða með félags- skap kálfsins. Fyrit nokkrum árum ól bóndi einn upp saman hóp af grísum og hvolpum, og lék þetta ungviði sér saman hvað innan um annað. Dag einn veiddi bóndinn ref í gildru, og í tilraunaskyni lokaði hann full- orðnu hundaha inni, sleppti rebba og leyfði hvolpunum að elta hann. Loks snérist refurinn til varnar. Þá gelti einn hvolpurinn af hræðslu. k Þrír af grísunum brugðu þá skjótt við, komu hlaupandi, réðust að refnum og voru að gera út af við hann, þegar fcóndinn skarst í þenn- an gráa leik. Það atferli grísanna að koma að- þrengdum hvolpinum, vini sínum, ril hjálpar er jafnnáttúrlegt og eðli hundsins að standa vörð yfir barni húsbónda síns og verja það. Ef kringumstæður leyfa, getur hverskonar samband skapast milli ólíkra dýrategunda engu síður en milli manneskju og dýrs. Svo sýnist sem þetta fyrirbrigði sé eitt af því sem móðir náttúra ætlast til að eigi sér stað. Orðsending til kaupenda Gíróseðlar hafa nú verið sendir til kaupenda blaðsins, og þeir vin- samlegast beðnir að bregðast vel við og senda greiðslu sem allra fyrst. Verðbólgan eltir Dýravernd- arann eins og aðra og kaupendur eru helst til fáir, eins og er. Verð blaðsins var kr. 350,00 fyrir árið 1973. Árið 1974, eða yfirstandandi ár, kostar blaðið kr. 500,00. - Enn- fremur efu þeir kaupendur, sem skipta um heimilisfang, beðnir að láta afgr. blaðsins vita um það. Afgreiðslumaður blaðsins er nú Jón ísleifssön kennari. Símar: 16597 og 10964 (heima). Bréf og efni til blaðsins má senda í pósthólf SDÍ sem er 993. 26 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.