Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 32

Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 32
Sorglegt athugaleysi Þýtt úr þýsku Þýskur liðsforingi hafði verið um tíma á mála í her Austurríkismanna til að afla sér fjár og frægðir. Nú var hann aftur á heimleið og var kominn til Þýskalands. Hann haíði frétt að móðir hans var veik og var þungt haldin og hraðaði hann því förinni sem mest hann mátti. Maðurinn var einhesta og reiddi því tösku sína fyrir aftan sig, með peningunum í og því fémætu er hann hafði meðferðis. Hundur einn hafði hænst að her- deild þeirri sem maðurinn var for- ingi yfir og hafði fylgt þeim allan tímann meðan á stríðinu stóð. Hundurinn hafði unnið hvers manns hylli en verið þó sérstak- lega fylgisamur foringjanum og þegar herdeildin var rofin, og liðs- mönnum gefið heimfararleyfi, leyfði foringinn honum að fylgjast með sér. Hafði nú hundurinn hlaupið með honum alla leið og var hans eina samfylgd. Dag nokkurn hafði foringinn staldrað við einhversstaðar úti á víðavangi til að hvíla hest sinn og fá sér nestisbita. Hann lagði svo aftur á hest sinn og reið áfram leið sína. En nú brá svo við að hund- urinn sem hafði hlaupið glaður og þolinmóður með honum alla leiðina, gelti af öllum mætti, ldóraði í fætur hans og hoppaði upp eftir hliðinni á manninum. Hann gat ekkert í þessu skilið og reyndi af ölium mætti að róa hund- inn og blíðka hann, en það var allt árangurslaust. Svo reyndi hann að nema staðar nokkrum sinnum og mæla vingjarn- lega við hundinn og tók hann því þá vel eins og vant var, en tók til við sömu lætin undir eins og hann fór aftur af stað. Svona gekk þetta langa hríð. Þá sá maðurinn ekkert annað ráð en að fara að beita hörðu. Stjakaði hann við hundinum nokkrum sinn- um. Hundurinn gerði þá ekki fleiri tilraunir við manninn en hljóp nú i hestinn og hoppaði fyrir framan framfætur hans, beit í þá og gelti, þar í sífellu, svo hesturinn loks hik- aði og veigraði sér við að halda á- fram. Nú varð maðurinn alsendis ráðalaus, hann sá að hann gat ekki komist áfram með nokkru móti en vildi ekki láta hefta för sína vegna móður sinnar. Hann var líka kominn á þá skoð- un að hundurinn væri orðinn að einhverju leiti brjálaður og þetta ef til vill byrjun á hundaæði. Þegar allar tilraunir voru árangurslausar til að stilla hundinn, tók maðurinn loks upp skammbyssu og sendi kúlu í höfuð hundsins. Dýrið rak upp vein og féll til jarðar, en reis upp aftur og gekk kveinandi til baka þá leið er þeir höfðu komið. Maðurinn gat ekki horft á kvalir hundsins og kaus að halda áfram án þess að líta aftur, því enginn vafi var á því að hundurinn myndi vera dauður eftir fáar mínútur. Hann gat þó ekki að sér gert að líta aftur og sjá til að hann léti ekki þennan trygga vin sinn eftir hálfdauðan, sem hann hafði skilið við svo hörmulega. Hundurinn hafði þá dregið sig með veikum burðum á leið til á- fangastaðarins. Við það að líta aft- ur þá saknar maðurinn peninga- tösku sinnar, sem átti að vera fyrir aftan hann og ríður nú sem skjót- 32 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.