Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 25

Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 25
Vinátta dýranna Það mundi ekki undra mig að sjá ljón og lamb leggjast niður sam- an - svo fremi hvort tveggja sé fjarri sínu kyni og að ljónið hafi óhungrað komizt í kunningsskap við lambið. Næstum allar skepnur eru hneigðar til félagsskapar, og þegar hann er ekki að finna meðal eigin kynsystkina, leita sum dýr samvista með dýrum af ólíkmn stofni. Bóndi einn í Texas átti geithafur, sem hann hélt mikið upp á og hafði alizt upp með hundunum á bænum. Sérstök vinátta var með honum og kynblendingsrakka, sem gekk undir nafninu „Gamli svart- ur". Þessir tveir voru óaðskiljanleg- ir. Hafurinn stuggaði iðulega öðr- um hundum frá matnum, þegar „Gamli svartur" var svangur. Þegar hundarnir voru á veiðum, fylgdist hafurinn með. Þegar hafurinn var orðinn fjög- urra eða fimm ára gamall, strauk hann að heiman, og eina leiðin til að hafa upp á honum og fá hann til að koma heim aftur, var að láta „Gamla svart" sækja hann. Stundum leita óskyld dýr félags- skapar hvors annars í öryggisskyni. A sléttum Kansas gerðist það fyrir mörgum árum, að ferðalangur einn rók eftir gömlum, hrumum vísunda- tarfi í villihestastóði. Sjálfsagt var klárunum ekkert um þennan gest gefið, en í þessum hópi var hann öruggur gegn úlfunum, hvað sem allri vináttu leið. Ennfremur er til frásögn um tveggja ára gamlan fola, sem verið hafði í vísundahjörð í um það bil eitt ár. Þegar ég var strákur og átti heima uppi í sveit, var mikið af akurhænum á búinu, og eitt sumar- ið tók ein akurhænan upp á því að sofa á prikum hænsnanna í hænsna- húsinu, en eðli akurhænsna er að hvílast á jörðu niðri. Kvölds og morgna, þegar heyrðist í akurhæn- unum í öllum áttum, var þessi litli feiti fugl kyrr hjá hinum hænunum. Hjá dýrunum eins og mannfólk- inu gætir stundum mikilla and- stæðna hjá sama einstaklingnum. Tík ein, sem átti hvolpa, elti eitt sin úlfynju í greni sitt og hjálp- aði til að ráða niðurlögum hennar. Úlfynjan átti líka afkvæmi, og þegar þau voru dregin út úr gren- inu, ýlfraði tíkin og þefaði um- hyggjusamlega af þeim. Einurn litl- um yrðlingi var gefið líf og hann settur í hvolpahóp tíkurinnar Hún benni, merkilegt þótti okkur að það var eina málverkið í stofunni, sem hún veitti arhygli. Táta var feit og lasin síðustu ár æfi sinnar. En fríð var hún fram til hinztu stundar. Þegar dýravinurinn Mark Watson kom í heimsókn til að sjá Tátu, og hafði skoðað hana varð bonum að orði: „what a beautiful face" það var orð að sönnu hún var mjög fríð, þetta var haustið sem bún dó. Margt gæti ég sagt af Tátu fleira en hefi þetta ekki öllu lengra. Að endingu viljum við hjón- dvraverndarinn in þakka ágætum nágrönnum okk- ar, sem aldrei klöguðu, en sýndu Tátu okkar mikla vinsemd. Ég get ekki stillt mig um að segja frá atviki sem skeði í vetur þegar vinkona okkar frú Álfheið- ur Guðmundsdóttir var í heimsókn hjá okkur og með lienni tíkin Sísí, dvergpincher sem fékk verðlaun á hundasýningunni í Hveragerði. Sísí er mjög vel gefin þótt ekki sé hún stór vexti. Þegar hún var sest í stól skammt frá málverkinu af Tátu, tókum við eftir því að hún starði á myndina og eftir stutta stund sagði hún „voff!" meira var það ekki, en hún gaf myndinni auga annað slagið meðan hún stóð við. Af öðrum málverkum skipti hún sér ekki. Hún hafði aldrei séð Tám. Getur hver sem vill dregið sínar ályktanir af þessu, en varast ættu menn, og jafnvel vísindamenn að vanmeta greind og ályktunargetu hundsins. Kópavogsbraut 16, 1. ág. 1974 Aigeir Guðmundsson. 25

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.