Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 7
a, hve fáskrúðugur nautgripastofn-
mn var, enda er óhugsandi að tek-
ist hafi að flytja margt, slíkur var
farkosturinn.
Um sauðfé gildir hið sama. Hve
margt landnámsmenn hafa getað
flutt með sér verður ekki sagt. Þar
getur ekki hafa verið um hjarðir
að ræða. Þótt eitthvað kunni að
hafa orðið eftir þegar írar hopuðu
er ekki líklegt að sú tala hafi dregið
til muna. Hitt er víst, að sauðfé hef-
ur fjölgað mjög ört á fyrstu og ann-
ari öld byggðarinnar. Þjóðsagan um
Þorstein rauðnef er þar ágætt dæmi,
þótt trauðla verði hún tekin bók-
staflega. Þorsteinn er af öðrum ætt-
iið þjóðarinnar. Hann eignaðist
svo margt fé að furðu gegnir. Og
sagan leggur rökin á borðið: „Því
var sauðurinn svo margur, að hann
Sa á haustum hverir feigir voru".
Að baki sögunnar stendur fjármað-
urinn vökull og veðurglöggur, sem
bjargar bústofni sínum svo, að
þjóðtrúin rekur niðurstöður hans
ril dulrænnar skyggni líkt segir um
Ulfar í Úlfarsfelli: „ ... . hann var
svo fésæll, að fé hans drapst aldrei
af megri eða drepshríðum." Þetta
bregður ljósi yfir vanhöld almenn-
‘ngs. Ef þau voru ekki fyrir hendi,
stóðu dulin öfl að baki.
Trúlega hafa fá hross fluttst
hingað í öndverðu. Þau voru rúm-
ftek en skipsrúmið takmarkað, en
því meiri ástæða til að aðeins vald-
Ir gtipir yrðu teknir með. En benda
ma á að íslenski hesturinn ber
enn menjar tengsla, sem rakin eru
dýraverndarinn
til Suðureyja. Gæti það enn bent í
átt til íra. Þegar í upphafi byggð-
ar hér var margvísleg rækt lögð
við hesta fram yfir önnur húsi-
dýr, enda tilgreina sögur vorar
bændur, sem áttu svo góða hesta,
að „engir brugðust að reið né dugi".
Slíkir ættstofnar hafa sennilega
þekkst allar aldir sögu vorrar, enda
fór þá saman íþrótt og unaður
hestamannsins og nauðsyn þjóðar-
innar í glímu við fjarlægðir og
torfærur. Metnaður sögualdarmanna
snérist mest um víghesta. En sé
dýpra skyggnst, er augljóst að hlut-
gengur víghestur er gæddur sömu
kostum og gæðingur allra alda:
hreysti, fimi, snarræði, heitu skapi
og hugrekki, sem aldrei brást.
Geitur hafa efalítið komið með
landnámsmönnum hingað og hald-
ist hér, allt til þessa dags. Gerð
þeirra nú er talin benda ótvírætt á
norrænan uppruna. Líklegt er, að
þær hafi aldrei orðið mjög margar,
sennilega aðeins nýttar á stöku bæ.
Þeirra er getið nokkuð að jöfnu í
sögum vorum og máldögum mið-
alda og um land allt. Ornefni er á
þær minna, munu þekkt í flestum
héruðum, trúlegt að sum þeirra séu
ævaforn.
Svín virðast hafa í öndverðu liaft
mun meiri þýðingu sem bústofn.
En hversu mörg hafa fluttst hing-
að, verður nú ekki sagt, fremur en
um önnur húsdýr. Sá stofn er hing-
að kom, mun hafa verið að ætterni
villisvína, sem þá þekktist um
norðanverða Evrópu, smávaxin gras-
æta og harðger, enda voru þau rek-
in til afrétta. Sýnir það nægjusemi
þeirra. Þekkt eru heitin töðugöltur
og túngöltur, en aligöltur mun
óþekkt. Síðustu sögur um svínaeign,
sem ég þekki eru í kaupbréfi frá
1539. Þar var um að ræða sölu á
5 svínum.
Efalítið hafa hundar komið með
landnámsmönnum hingað, enda
hafa þeir fylgt mönnum frá alda
öðli. Þeirra er getið í elstu sögum
vorum og er líklegt, að þeir hafi
snemma orðið furðumargir, því það
þykir ráð á hallærisvetri á 10. öld
að „drepa hundana svo fáir eða
engir skuli eftir lifa og hafa þá
fæðu til lífsnæringar mönnum, sem
áður er vant að gefa hundunum".
Þeir hundar, sem hingað fluttust
hafa sennilega verið af stofni, sem
en þekkist í Norður-Noregi og
Lapplandi. En íslensk einangrun
hefur ekki sett eins sinn svip eins
á þann stofn og annarra húsdýra
vorra. Hundar af öðrum kynjum
hafa á flestum öldum borist hingað
og blóðblöndun við þá sett sundur-
leitan svip á íslenska hunda.
Kettir hafa borist hingað
snemma, þótt þeirra sé sjaldan get-
ið. Trúlega hafa þeir aldrei orðið
margir því kattbelgir voru í ótrú-
lega háu verði. í Alþingissamþykkt
um fjárlag frá 12. öld eru tvö katt-
arskinn metin jöfn sex tófuskinn-
um. Síðar í sömu skrá eru þau talin
metfé.
Alifuglar hafa aldrei sett sinn
svip á bústofn íslendinga. Þó hafa
7