Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 21

Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 21
stúlknanna að forða sér út, en greip sjalfur annað yngsta barnið en kon- an hitt og komust þau út í svalirnar. Það var stórt rúm, þar sem lengst dagsins er dvalið í sumarhitanum og að eins tjaldað yfir með lérept- um. En lengra varð nú ekki flúið, því að í sama bili er Bondóla kasa kominn í dyrnar í sinni allra ljót- ustu mynd og hrukku þau inn nærri brjáluð af ótta. En nú tók Bondóla kasa til máls í svo ertnislegum mærðarlegum tóm, að hann varð nærri enn þá hryllilegri en áður og segir: „Ógnar gangur er á ykkur, bless- uð verið þið. Þið ættuð heldur að bjóða honum landsdrottni ykkar inn að bíða eftir vatnssopa; hann sem hefur látið ykkur búa leigu- laust hérna í tvö ár og ætlar sér nú ekki aðra landskuld en að horfa á ykkur sér til gamans stundarkorn, rétt til að sjá, hvernig ykkur verður við ofurlitla nýbreytni, sem hann U'tlar að gera hérna á eign sinni, sem hann hefur gert við leiguliða sína hérna áður. Svona, verið þið nú stillt, garmarnir". Andinn fór þó ofboð hægt að öllu, hagræddi sér á ábreiðuna í fordyrinu, kveikti sér í pípu, og þegar því var lokið segir hann: „Svona nú, nú byrjar gamanið", og um leið var sem húsin tæki við- bragð og sigu svo hægt og hægt niður í jörðina. Það voru óskapleg augnablik þegar gluggarnir voru að síga og smábyrgjast. Vinnupifturinn, stúlkurnar og elsta barnið lágu í rúmum sínum, kkast því sem þau væru sinnuaus eða vissu ekki hvað fram færi. Vfílóhæa hafði numið staðar við öyrnar með næst yngsta barnið í fanginu. en Nardodd grúfði sig í ruminu yfir það allra yngsta. Alt í einu var eins og hún fengi dýuaver n darinn nýtt afl í sig, þegar gluggarnir fóru að hverfa; hún stökk upp með barnið og stökk fram hjá manní sínum fram í fordyrið, féll þar á bæði hné sín fyrir andanum og grátbændi hann með átakanlegum orðurn að þyrma börnunum, því þau væru saklaus, og fremja ekki þetta guðleysis grimmdarverk. „Láttu þér ögn hægara, gæskan", sagði Bandóla kasa, „það gengur svo sem ekki margt að ykkur ennþá, en það getur kannske farið svo senn hvað líður, að þú áttir þig á því, að þú hefðir átt að taka hlý- legar á móti mér í gær, þegar ég kom að aðvara ykkur í þriðja sinn. Það eru ekki allir landsdrottnar, sem byggja út svo kurteislega að aðvara þrisvar, og barnakindurnar, blessuð vertu, þau koma ekki mér við, þau eiga þetta alt þér að þakka, svo það fer ykkar á milli". Þetta sagði andinn með níð- angalegu brosi, svo að hryllilegt var, og lá þarna og var að reykja sem allra ánægjulegast og leit á milli inn til hinna eins og til að skemmta sér við angist þeirra. En rétt þegar þakgluggarnir voru að hverfa, stóð hann upp, rétti haus- inn upp úr fordyrinu, svipti timb- urþekjunni af húsinu þeim megin og sagði um leið: „Þið verðið þó að fá að sjá strompinn, börn, eins og ég hef lofað ykkur". Varð þá aftur bjart í húsinu og virtust þá vera þrjár mannhæðir upp á barm- inn. Svo langt hafði sígið á þessu augnabragði sem liðið var, því allt varð þetta fljótara, en frá verður sagt. í því bili sem birti í húsinu kom lítið barnshöfuð undan ábreið- unni í barnarúminu. Það var Dódí litla á sjötta ári. Hafði hún orðið hrædd við að heyra sárbænir og grátekka móður sinnar, fremur en að hún skildi hver hætta fór að, og var engu síður forvitni í uppliti hennar en ótti. En upp að kinn hennar kom um leið kattarhaus undan rekkjóðinni og skreið kisa öll upp undan rétt í því bili, sem andinn leit inn til þeirra og var að minna þau á svarta strompinn. Hann kom þegar auga á kisu, og trúir því enginn, hve allt andlit hans gat breyst á augnabragði. Hann varð ailt í einu svo auðmýkt- arlegur á svipinn eins og beygt barn, og segir eins og hann væri að, tala við sjálfan sig: „Eg bið yð- ur auðmjúklega fyrirgefningar, alls- megandi og alvitri Gúlú ég skal ekki snerta eitt hár á honum. Þetta varð mér alls óvitandi". í sama bili teygði Bondóla kasa sig upp og tognaði svo úr honum, að hann náði báðum höndum upp á strompbarminn og virtist þrýsta á hann og létta sér á um leið, og brá svo við, að húsin voru liðin í svip upp að jafnsléttu. Fór hann nú að ginna kisu út með ýmsu móti, lokka hana með fiskrifu og því öðru, sem henni þótti best, og síðast brá hann sér í líki götutittlings og flaug út og inn í fordyrið, og stökk þá kisa fram að þröskuldinum, en lengra var engin leið að þoka henni, því þegar sem hann flaug út labbaði kisa aftur inn í fletið til lagskonu sinnar og var þar að sleikja sig og geispa á víxl og sat sem fastast. Þá stökk Mílóhæa enn upp, og ætlaði að nota tækifærið til að sleppa út, en Bondóla kasa var þeg- ar kominn og hratt honum svo ómjúkt aftur á bak, að þeirri út- ferð var lokið. Var þá af andan- um mærðarbrosið, og hann orðinn svo ógurlegur, að heiftin og vonsk- an sindruðu út úr honum. „Þið haldið að þetta bjargi, refirnir ykk- 21

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.