Stúdentablaðið - 01.03.2008, Side 3
001. Atli Bollason,ritstjóri Stúdentablaðsins.
BLOGG ER BARA BLOGG
Fjölmiðlar hafa tekið mjög miklum breytingum
á undanfömum árum. Rekstur dagblaða tók að
pyngjast þegar upplýsingar á Netinu urðu betri og
aðgengilegri. í kjölfarið spratt upp fjöldi fríblaða
sem sumir telja að séu komin langt á leið með að
útrýma hefðbundnum áskriftarblöðum. Enn má þó
sjá nokkurn gceðamun á umbúnaði og umfangi slíkra
blaða í samanburði við fríblöðin þótt nú sé tekið að
draga nokkuð saman.
Einhverjar leiðir hafa fjölmiðlar því þurft að fara til að
nýta Netið í sína þágu og sú sem hefur kannski verið
hvað mest áberandi og haft hvað mest áhrif er að taka
bloggsíður í þjónustu sína með einum eða öðrum haetti.
Bloggið spratt upp í kringum aldamótin og er eins og
flestir vita eins konar dagbók á Netinu. Sá munur er
þó vitanlega á dagbók og bloggi að bloggið er opinbert;
hver sem er getur lesið það. Skrifin verða fyrir vikið
eins konar blanda af persónulegum texta og texta
með almenna skírskotun. Bloggarar sem skrifuðu frá
Afganistan og Irak þegar innrás Bandaríkjamanna
hófst (og raunar enn) þóttu t.a.m. birta umheiminum
nokkuð aðra sýn heldur en þá sem kom fram í þekktari
og hefðbundnari fjölmiðlum. Bloggið myndaði því
eins konar gagnrýnið samtal við aðra fjölmiðla og
þótti geta dregið úr ægivaldi hins prentaða orðs, sem
er vitaskuld dýrt og ekki á allra færi. Með blogginu
fékk hver sem vildi rödd.
***
Akveðnum bloggurum tókst að skara fram úr og
hljóta umtalsverðan lestur og fyrir vikið nokkuð
vægi. Fjölmiðlarnir sem fyrir voru gerðu sér grein
fyrir þessu og einhverjir ákváðu að umfaðma bloggið,
til dæmis vinsælasti vefurinn hér á landi; mbl.is. Nú
er það svo að hver sem er getur bloggað við hvaða frétt
sem er og ummæli viðkomandi birtast hér um bil í
sama rými og fréttin sjálf. Mörkin þarna á milli eru
óskýrari en áður var.
***
Nú hafa hins vegar runnið á marga tvær grímur. Er
þetta virkilega góð hugmynd? Þessar vangaveltur
hafa alveg óvart verið eins og rauður þráður gegnum
síðustu þrjú tölublöð Stúdentablaðsins, og það þarf
kannski ekki að koma á óvart - flest ungt fólk les
blogg og flest höfum við skoðun á þeim. Nú er það
staðreynd að spjallborð og blogg geta verið, eins og
Egill Helgason orðaði það, „rotþrær" netheima, þ.e.
viðbjóðslegir pyttir þar sem alls kyns ærumeiðingar
líðast. Slík skrif dæma sig yfirleitt sjálf en ég verð
að játa að stundum blöskrar mér magnið og harkan
í slíkum skrifum. Mestöll umræða á Netinu er fyrir
eina sök eða aðra mjög fljót að falla niður á gríðarlega
lágt plan og það væri fróðlegt að sjá fyrir sér hvernig
raunveruleg samskipti væru ef þau væru eins og á
blogginu (eins og vefsíðan CollegeHumor.com hefur
raunar gert, leitið að „Internet Commenter Business
Meeting").
Þetta er kannski hrokafull skoðun, en mér finnast
níutíuprósentþess sem er skrifað ámoggablogginu vera
drasl. Þar eru illa rökstuddar skoðanir (eða alls ekki
rökstuddar) og vondar endursagnir á fréttum. Þetta er
eins og kaffistofuspjall á vinnustað þar sem næstum
allir eru fordómafullir, athyglissjúkir, mér liggur við
að segja heimskir. Þetta er í raun verra því þarna er
engin krafa gerð um að hlusta á viðmælandann. Allir
fá að halda einræðu án eiginlegra viðbragða. Þú segir
hvað sem þú vilt og enginn andmælir þér.
Ég hef verið með blogg frá 2002 þó að bloggtíðnin hafi
sveiflast mjög og stundum liðið mánuðir milli færslna.
Ég veit að gæði þess sem þar hefur verið ritað eru
æði misjöfn og sumt er mjög auðvelt að skjóta niður
- annað ekki. Ég er ekki einu sinni alltaf sammála
því sem ég hef skrifað á bloggið mitt, jafnvel þó að
nafnið mitt komi fyrir í titlinum sjálfum. Bloggarar
eru „í karakter" þegar þeir blogga, það er einhvers
lags söguhöfundur að blogginu, einhver „þriðji aðili"
sem stendur milli þess sem á bloggið í raun og veru og
textans sem þar er. Og af þessum sökum gildir nokkuð
annað um blogg heldur en um blaðagreinar eða fréttir.
Blogg er alltaf pistill; þar er fært í stílinn, það er á
mörkum þess að vera skáldskapur og eitthvað annað,
og það gerir ekki tilkall til þess að spegla veruleikann
„eins og hann er." Blogg er skoðun, því miður oftast illa
eða órökstudd, en stundum vel ígrunduð og gáfuleg.
Það á ekki að taka því sem neinu öðru.
***
Það verður því að segjast að það er mjög sorglegt að
héraðsdómur Reykjavíkur hafi sakfellt bloggarann
Gauk Úlfarsson fyrir þau ummæli sín að Ómar
R. Valdimarsson væri „aðal rasisti bloggheima" í
kjölfar þess sem Gauki virtist ósæmileg árás á einn
frambjóðendaVinstri-Grænnaíalþingiskosningunum,
Paul Nikolov. Gaukur sagði Ómar „svæsnari" en aðra
rasista og bað fólk um að andmæla svo „útlendinga
hatur hans [stæði] ekki óhaggað." Gaukur þarf
samkvæmt úrskurði héraðsdóms að greiða Ómari
300.000 krónur í miskabætur og 500.000 vegna
málskostnaðar.
***
Allir sem hafa lagt leið sína um bloggheima eða
í Barnaland vita að þessi ummæli eru með því
saklausara sem gengur og gerist. Eins og bloggarinn
og femínistinn róttæki Sóley Tómasdóttir benti á,
þá gæti hún eflaust sest í helgan stein úr þessu í ljósi
allra þeirra ósmekklegu athugasemda sem hún hefur
fengið í eigið athugasemdakerfi og á öðrum bloggum.
Og hún er síður en svo ein á báti. Blogg lútir ekki
sömu lögmálum og fréttamiðlar og það á ekki að
gera það. Það er augljóst að ummæli Gauks verða til
í ákveðnu samhengi og að þau eru gildisdómur; þau
eru hans persónulega skoðun (eða öllu heldur skoðun
blogghöfundarins) og ólíkt því sem oft er á bloggum
þá er hún meira að segja rökstudd. Blogg varð til í þeim
tilgangi að sýna að það eru aðrar leiðir færar en þær
sem við þekkjum úr hefðbundnum fjölmiðlum og ef lög
um hefðbundna fjölmiðla eru yfirfærð á bloggformið
verður úr skrítinn bræðingur sem er ekki i takt við eðli
bloggsins né væntingar fólks til þess. Höfum hugfast
að það voru ekki bloggararnir sem báðu um að færslur
þeirra yrðu endurprentaðar i blöðum - án þeirra
samþykkis - eða að þær yrðu settar á forsíðu vefsvæða
dagblaðanna með tenglum. Væri ekki alveg eins hægt
að ganga á ritstjóra eða eiganda vefsvæðisins blog.is
eða mbl.is?
Ég vona innilega að hæstiréttur snúi þessum dómi við.
Leyfum okkur ekki að misnota skaðabótarétt eins og
fjöldamörg dæmi eru um frá Bandaríkjunum. Ég veit
að það er ekki æskilegt að hvað sem er fái að vaða uppi
á bloggum, en þegar annar hver maður skammast yfir
múslimum sem þola ekki að sjá Múhammeð á mynd i
krafti tjáningarfrelsisins þýðir ekki að vilja setja því
skorður heima fyrir með sama hætti og héraðsdómur
hefur nú gert. Bloggið getur stundum dregið eitthvað
fram í dagsljósið sem öðrum miðlum yfirsást, eða það
sem mikilvægara er, það getur sagt það sem prent- eða
ljósvakamiðlarnir þorðu ekki í pólitískt réttsýnum
tepruskap sínum að segja. Blogg er bara blogg og ég
held við ættum að halda því þannig.
Atli Bollason, ritstjóri Stúdentablaósins. m