Stúdentablaðið - 01.03.2008, Page 15
..PALESTÍNUMENN ERU
EKKI ALLIR DÖKKIR
Á HÖRUND. MED
KÓRANINN í HENDINNI
AÐ TALA UM JI’HAD OG
HVERNIG BEST SÉ AÐ
EYÐELEGGJA HEIMINN“
tengingu við mannréttindi og alþjóðalög. Þið getið
gert eitthvað og hjálpað okkur."
StúdentablaðiS: Teljið þið að meginstraumsfjölmiðlar séu
að hafa áhrifá deiluna með því að gera sjónarhorni karla
hcerra undir höfði en sjónarhorni kvenna?
Maha: „Þeir hafa gjörsamlega eyðilagt umræðuna,
sérstaklega þegar litið er til Palestínu. íbúar Palestínu
líða fyrir það að oft á tíðum greina fjölmiðlar ekki frá
réttum upplýsingum um það sem er að gerast þar.
Fjölmiðlar hafa lagt áherslu á ákveðin málefni en fjalla
ekkert um heildarmyndina og samhengi hlutanna.
Það er engin greining á ástandinu. Deilan á milli
ísrael og Palestínu er dregin saman í sjálfsmorðsárásir
annars vegar og ísraelska herinn hins vegar. Að ungir
ísraelsmenn þurfi að sinna herskyldu til þess að verja
sig. Eins og það sé engin saga og ekkert samhengi.
Þetta er alltof mikil einföldun á málinu. Ég held að
þetta hafi hjálpað til við að skapa ástandið sem við
búum við í dag. Það er lítið um pólitískar aðgerðir
sem hafa áhrif og skipta raunverulega máli vegna
þess að almenningur þrýstir ekki á ríkisstjórnirnar.
Og ríkisstjórnir vita þetta og hafa alltaf vitað. Það er
almenningur sem þarf að þrýsta á ríkisstjórnirnar til
þess að eitthvað gerist."
Anat: „Fjölmiðlar sýna oftast bara eina hlið málsins.
Þeir fylgja oftast ríkisstjórnum og sjónarhorni
leiðtoganna. Þeir sýna ekki öðruvísi skoðanir
vegna þess að fjölmiðlum hættir til að vera mjög
grunnhyggnir. Ég starfa sjálf við fjölmiðla, ég veit
þetta. Þeir vilja fyrirsagnir, þeir vilja ekki sjá flóknari
aðstæður en það því þeir halda að það sé of flókið fyrir
almenning, of mikið til að taka inn í einu. Þeir halda
að það sé of mikið að sýna hina hliðina, en við erum
hin hliðin og við erum hér og tölum okkar máli og við
getum breytt hlutunum. Breytingarnar eru litlar en
samt stöðugar.
Ég er viss um að hér hefur aldrei heyrst að nýjustu
skoðanakannanir heima fyrir sýna að í báðum
samfélögum er mjög hátt hlutfall íbúa sem vill
friðsamlega lausn á grundvelli tveggja ríkja lausninni.
Þið hafið örugglega aldrei heyrt að yfirgnæfandi
meirihluti vill þetta, við erum að tala um 70-80%
öðrum megin og enn meira hinum megin."
STOFNANIRNAR HAFA BRUGÐIST
Stúdentablaðið: Hvert er ykkar álit á alþjóðlegum
stofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar og NATO, þar
sem valdamestu ríkin ráða öllu og í skjóli þessara stofnana
geta Bandaríkin stutt hernám ísraela þrátt fyrir að fjöldi
þjóða sé á móti því?
Anat: „Þessar stofnanir og Vesturlönd hafa á
margan hátt brugðist okkur. NATO er að vísu
hernaðarbandalag svo það er öðruvísi. Hvað varðar
Sameinuðu þjóðirnar þá höfum við sterkar skoðanir á
hvaða skyldum þær hafa að gegna gagnvart okkur. En
þær geta ekki staðið undir skyldum sínum sökum þess
..ÞAÐ ER ALMENNINGUR
SEM ÞARF AÐ ÞRÝSTA
Á RÍKISSTJÓRNIRNAR
TEL ÞESS AÐ EITTHVAÐ
GERIST/*
að Bandaríkin halda öllu í heljargreipum og því verður
að breyta. Hugmyndin um Sameinuðu þjóðirnar er
ennþá góð og gild. En það er mjög mikilvægt að aðrar
þjóðir innan stof nunarinnar geti vegið á móti áhrifum
Bandaríkjanna. Það er skylda Sameinuðu þjóðanna
og þeirra ríkja sem eiga aðild að öryggisráðinu.
Enn fremur finnst mér að það þurfi að eiga sér stað
miklar breytingar varðandi neitunarvald voldugustu
ríkjanna. Lögin um neitunarvaldið hafa eyðileggjandi
áhrif á friðarviðræður á milli ísrael og Palestínu og
hafa auk þess orðið til þess að Sameinuðu þjóðirnar
eru rúnar trausti og hafa glatað trúverðugleika
sínum. Hvað eru Bandaríkjamenn svo að gera? Stöðug
beiting neitunarvalds af þeirra hálfu þegar kemur
að friðarviðræðum eru til þess að vernda Israel og
gefa þeim lausan tauminn til að brjóta fleiri og fleiri
alþjóðleg lög. Ég held að til lengri tíma litið sé þetta
ísraelsmönnum ekki í hag, ekki einu sinni ísraelskum
gyðingum. Þetta er skammsýn pólitísk stefna og
er að miklu leyti gerð til þess að friða valdamikla
lobbíista í Bandaríkjunum. Pólistískar ákvarðanir í
Bandaríkjunum hafa alltof mikil áhrif á Sameinuðu
þjóðirnar og það er eitthvað sem fólk innan Sameinuðu
þjóðanna verður að vinna í og reyna að breyta." ■
004. Ung palestínsk stúlka sem trúir á friðinn. Mynd: Arna Ösp Magnúsdóttir.
003. Svipmyndir affundinum.