Stúdentablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 8
BÖRNIN RÁDA
FERÐEMNI
001. - 003. Leikskólinn Mánaborg.
ígamla daga, þegar samfélagsstrúktúrirm varannar
en nú, voru lítil börn ekki höfð á leikskóla. Þeim var
bara gefin dúsa og kannski eitt gamálmenni sem
umsjónarmann og síðan látin sjá um sig sjálf að
mestu, enda nóg annað að gera á bcejum en að sitja
yfir ungviðinu og segja því til verka. En tímarnir
breytast og mennirnir með og í dag fara ncer öll
íslensk börn á leikskóla frá unga aldri, enda dúsur
dottnar upp fyrir og gamalmennin alltaf meira og
minna á Kanaríeyjum. Leikskólarnir eru orðnir
uppeldisstofnanir samfélagsins og því griðarlega
mikilvœgt að vel sé staðið að þeim. Félagsstofnun
stúdenta rekur þrjá leikskóla þarsem börn stúdenta
dvelja á meðan foreldramir sitja sveittir yfir
bókunum. Þessir leikskólar vinna eftir ákveðinni
aðferðafrœði sem á frummálinu nefnist „High/
Scope." Föstudaginn 29. febrúar stóð FS fyrir opnu
málþingi í Háskóla íslands um High/Scope stefnuna
og Stúdentablaðið kynnti sér málið.
Meðal ræðumanna á málþinginu sem FS stóð fyrir var
Shelley Nemeth, bandarískur sérfræðingur í High/
Scope stefnunni. Nemeth hefur gegnt fullu starfi
hjá High/Scope Educational Research Foundation,
samtökunum sem standa að High/Scope, í yfir tíu
ár og býr því yfir víðtækri þekkingu á málunum. í
fyrirlestri Nemeth kom ýmislegt áhugavert fram.
Samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum árið 1970 en
stefnan sjálf hefur verið í þróun í yfir fjóra áratugi og
byggist á kenningum uppeldisfræðingsins Jean Piaget
um þroskastig barna. Leikskólar FS eru enn sem
komið er einu leikskólar landsins sem hafa ákveðið
að fylgja High/Scope stefnunni en leikskólar víða um
heim hafa gert hana að sinni, allt frá Hollandi til Perú
og Singapúr. Aðal inntak High/Scope stefnunnar er
ákveðin nálgun á uppeldi barna sem grundvallast á
virku námi (e. active learning). Virkt nám gæti virtst
frekar loðið hugtak, en með því er vísað til þeirrar
áherslu sem High/Scope stefnan leggur á frumkvæði
barnsins í leikskólastarfinu og beina snertingu
við viðfangsefni sín í gegnum leik (e. hands-on
experiences). Þannig hafa börnin til dæmis aðgang að
alvöru heimilistækjum (ótengdum, að sjálfsögðu) inni
á leikskólunum. Börnin eru hvött til að kanna hlutina
upp á eigin spýtur; spyrja, snerta, þreifa sig áfram,
gera mistök, taka ákvarðanir og leysa sín vandamál
án afskipta leikskólakennaranna - sem þó eru alltaf
til staðar til að leiðbeina. Þannig ala börnin með sér
sjálfstæða hugsun, frumkvæði og sköpunarkraft og
styrkja sjálfsmynd sína og víðsýni.
ÁKVARÐANIR TEKNAR SNEMMA
Virkt nám er meginstoð High/Scope stefnunnar en
stoðirnar eru fimm allt í allt. Önnur stoðin byggist á
samskiptum barns og fullorðins. Leikskólakennarar
leitast við að eiga samskipti við barnið á
jafnréttisgrundvelli og hvetja það til að þróa getu
sína og áhugamál. í þriðja lagi er stuðst við ákveðna
dagskipan sem rammar inn hvern einasta dag á
leikskólanum. Kjarni þessarar dagskipanar er sá að um
morguninn ákveður barnið sjálft, með hjálp kennara,
hvað það ætlar að gera yfir daginn og metur svo
hvernig til tókst í lok dags. Þannig fær barnið reynslu
af sjálfstæðri ákvarðanatöku mjög snemma á ævinni.
Af máli Shelley Nemeth mátti skilja að þetta atriði
væri eitt það mikilvægasta í allri stefnunni. Fjórða
stoðin er sjálft námsumhverfið. Leikskólanum er skipt
upp í skýrt afmörkuð svæði, svo sem heimilissvæði
eða málningarsvæði, svo börnin eiga auðvelt með að
nálgast það efni sem þau vilja en síðan þurfa þau að
skila því sem þau nota aftur á réttan stað - þannig á
málningarpensillinn ekki að enda í eldhúsinu heldur
hjá hinum penslunum og málningunni. Að lokum er
ákveðið matskerfi, þróað af stofnuninni sem stendur
að baki High/Scope, hluti af stefnunni. Það auðveldar
leikskólakennurum að meta þroska og framvindu
barnanna og í framhaldi aðstoða þau við að velja sér
verkefni við hæfi. Með því að styðjast við þessar fimm
stoðir kemur High/Scope stefnan umhverfi, daglegu
lxfi og samskiptum barna og fullorðinna á leikskólum
í ákveðið horf sem gefur börnunum færi á taka
sjálfstæðar ákvarðanir um eigið líf og þannig þroskast
sem einstaklingar og félagsverur. Rannsóknir, bæði á
vegum High/Scope Educational Research Foundation
og óháðra aðila, hafa sýnt að börnum sem hafa verið
á leikskólum þar sem stuðst er við High/Scope kerfið
vegnar afar vel í áframhaldandi skólagöngu og í lífinu
almennt.
BÖRNIN ERU SNILLINGARNIR
Shelley Nemeth var ekki aðeins hér á landi til að
flytja fyrirlestur heldur einnig til að halda námskeið
um High/Scope stefnuna fyrir starfsmenn Leikskóla
FS, sem hún auk þess heimsótti, og aðstoða við
endurskipulagningu innviðja leikskólanna í
samræmi við hugmyndafræði High/Scope. í samtali
undirritaðrar við Sigríði Stephensen, leikskólastjóra
á Mánagarði, eins þriggja leikskóla FS, kom fram að
ferlið sem leiddi til þess að High/Scope stefnan var
tekin upp á leikskólunum hafi hafist fyrir um einu
og hálfu ári. „Við vorum að horfa í kringum okkur
og leita að hugmyndum til að bæta skólana þegar við
duttum inn á þetta og sáum strax hve vel þetta hæfði
háskólaumhverfinu og aðstæðum hér. Nú er þetta að
fara í gang, sérstaklega eftir námskeiðið hjá Shelley
um helgina.” Og hver er þá aðal breytingin á starfinu
að áliti Sigríðar? „Við höfum ekki mikla reynslu af
þessu enn, en það sem við höfum séð nú þegar er
alveg frábært. Það er aðallega annar hugsunarháttur
okkar sem vinnum hérna sem er mesta breytingin.
Nú göngum við um og hugsum „af hverju gerði ég
þetta ekki svona áður?” Það eru börnin sem eiga að
ráða ferðinni, þau eru snillingarnir, og við fullorðna
fólkið eigum ekki að setja þeim skorður heldur spyrja
þau hvað þau vilji gera. Þáttur barnanna sjálfra í
leikskólastarfinu verður miklu meiri. ”
Tveir af leikskólum FS, Leikgarður og Sólgarður, eru
svokallaðir ungbarnaleikskólar, þ.e. þeir taka á móti
börnum frá 6 mánaða aldri. Svo ung börn fá ekki
pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar og því vandi
á ferð, því foreldrar eiga oft erfitt með að brúa bilið
eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þjónustan sem FS býður
stúdentum er því afar dýrmæt enda ekki hlaupið
að því að sækja háskólanám með lítið barn sem fær
ekki leikskólapláss. Undanfarin ár hafa kröfur til
leikskólagöngunnar farið sívaxandi í samfélaginu
og viðhorf til leikskólanna breyst, en fólk álítur þá
ekki lengur bara gæsluvelli eða barnapössun heldur
mikilvægan þátt í þroskaferli barnsins. Einnig er
rætt um samfellu í námi allt frá leikskólastiginu til
háskólagöngunnar og þvi ljóst að stefna leikskólanna
þarf að vera skýr. Með því að nálgast leikskólastarfið
út frá hugmyndafræði High/Scope hefur FS stigið
mikilvægt skref í átt að bættu menntakerfi og
leikskólum sem skila gegnheilum, sjálfstæðum og
ábyrgum einstaklingum.
Meginkostur hugmyndafræði High/Scope virðist vera
hve áreynslulaus og eðlileg hún er. „Þetta byggist
svo mikið á heilbrigðri skynsemi. Við erum eiginlega
komin hringinn, eins og ein okkar hérna sagði, nú
erum það við sem hlustum á börnin og treystum
þeim sjálfum til að taka ákvarðanir”, segir Sigríður
Stephensen á Mánagarði. Það má því kannski segja,
að þrátt fyrir allar þær breytingar sem orðið hafa
á samfélaginu og aragrúa stefna og kenninga um
hvernig standa skuli að barnauppeldi, séum við aftur
dottin niður á gömlu aðferðina. Börnin vita sjálf hvað
þeim er fyrir bestu - enda bara svo nýkomin frá Guði,
eins og Þórbergur Þórðarson sagði. ■