Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.03.2008, Side 6

Stúdentablaðið - 01.03.2008, Side 6
001. Framfarir? HUGVEKJA UM FRAMFARIR Almennt er viðurkennt að rafknúin Macintosh hrauðrist, sem steikir hrauðsneið með hraða pardusdýrsins og er jafnframt sími, tónlistarspilari og netvafrari (þ.e. iBrauðrist), sé dœmi um stórstígar, sögulegar framfarir. Og kjöltutölva, sem lifir stundarfjórðungi lengur en fyrri útgáfur, er hylting. Af einhverjum ástceðum dáum við hvers kyns tól sem auðvelda okkur náttúruleg störf (s.s. klósett), eða apparöt sem létta hugsun af heilum okkar (s.s. abacus). Kannski engin furða; en hvencer er komið nóg? Fólki rís hold við tilhugsunina um aðeins minni tölvu, og klappar lófum ákaflega fyrir sameiningu ólíkra hluta (s.s. fyrir iSíma, sem jafnframt er iSjónvarp, eða fyrir peysu, sem jafnframt er sokkar). Samhliðaþessu tekníkurdálceti fylgir óhófleg peningadýrkun, og frasinn „við lifum { þekkingarsamfélagi!". Hinir fcerustu islenskra hugsuða hafa lagteyrun aðgangverki lífsklukkunnar, og skynjað hvað felst i hinni einu, sönnu þekkingu. Þess vegna hafa þeir endurskilgreint þetta hugtak: Þekking er öll sú vitneskja sem nota má til að grceða peninga (s.s.visdómsmál námsfaga áborðvið hagnýta markaðsfrceðiþekkingarfrœðimiðlunarfrceði kveða á um). Úr þessum frjóa jarðvegi spretta svo orð á borð við mannauður, Ijótasta konsept heims - en það táknar hið verðmceta í mannfólki, en ekki hitt, sem einskis er virði. Peningar eru drifkrafturinn, og dáldið fyndið að hugtakið mannpeningar skyldi verða til skömmu eftir að allt fór að snúast um peninga á íslandi; en þá þótti nú ekki seinna vænna að undirstrika að til væru einnig auðugir eiginleikar í mannfólki. Nýlega var það svo hugmynd ríkra manna á íslandi að lögleiða ensku sem annað móðurmál: Þetta myndi hjálpa viðskiptajöfrum landsins að kaupa fleiri bjórverksmiðjur í Rússlandi. Þetta þótti vænlegt bragð og til þess fallið að gera hugarheim íslendinga aðgengilegri og efla enskukunnáttu þjóðarinnar; og kannski ekki úr vegi að gera aðra hluti einnig að móðurmáli íslendinga, s.s. stærðfræði, réttritun og efnafræði, enda koma íslendingar illa út úr erlendum námskönnununum. Þetta hlýtur að teljast þjóðþrifaráð, brillíant skyndilausn, langstökk í framþróun samfélagsins - en reyndar mætti einnig huga að því hvort hinir yndislegu auðmenn íslands geti ekki bara borið sinn hausverk einir, og jafnvel sótt tungumálaskóla í Ástralíu ef þeim gengur erfiðlega með að beisla málfræðireglur Engla og Saxa. Hvað eru íslenskir auðlaxar annars margir; tveir? Sennilegast er að flestir nenni ekki stöðugt að pæla í þörfum atvinnulífsins, og vilji bara fá að sleikja út um með tungu sinni í friði og spekt. En vindum okkur aftur að tæknidýrkuninni og hugleiðingum um framfarir. Er fólgið sigurskref í hvers kyns uppfinningu sem axlar fyrir okkur stritið? Situr hinn framþróaði fyrir framan hátæknilegt leysigeislasjónvarp á kvöldin og tengist um þarmhvílu hægindastólsins hristibúnaði sem nötrar í takt við atburðarás framhaldsþáttaseríu sem húrrar um myndspilarann? Hversu mjög þurfum við að aðgreina okkur frá náttúrunni og dyntum hennar til þess að teljast framþróuð? Stundum er eins og öll viðleitni til að víkka gjána á milli mannkyns og náttúru sé sigurskref í þróun tegundarinnar. Getur verið að maður sem situr með hina einföldu en dásamlegu uppfinningu bók úti í lystigarði á almenningsbekk með fugl á öxlinni hafi tyllt sér á hátind þróunarinnar, eða er það hinn maðurinn, sem hvílir nakinn úti á engi innan um blóm og býflugur og mænir upp í himininn? (Ef ykkur finnst þetta væmið, lesið þá Játningar Ágústínusar.) Þessar vangaveltur eru ekki tilkomnar af sjálfu sér: f bíó er núna sýnd sannsöguleg kvikmynd sem nefnist Út í óbyggðirnar (e. Into the Wild). Hún segir af Alexander Erkiflakkara, bráðungum manni sem segir skilið við örugga hástéttartilveru, og heldur á vit náttúrunnar vopnaður fáu öðru en eftirlætisrómönum sínum. Að mati vinar okkar er starfsframi uppfinning tuttugustu aldarinnar og peningar óþarfi, enda gera þeir fólk varkárt og tortryggið. Náttúran er krökk af fullnægjandi upplifunum og nýrri reynslu. Það eru margar viturlegar bollaleggingar í þessari mynd; og þó svo að lokaniðurstaða Alexanders um hamingjuna fái kannski ekki fyllilega samræmst fyrstu hugmyndum hans, var þessi leiðangur hans nauðsynlegur liður þess að fólkið í kringum hann fengi séð tilveruna í nýrri (og sannari) birtu. Það er nefnilega ekki lykilatriði að Vinnu-Stebbi (e. Steve Jobs) hafi þróað í kjallaranum sínum nýja iPöddu, sem geymir 6000 lög, en ekki 5000. Færið mér heldur á fati karlmann sem flutt getur 6000 lög á munnhörpuna sína, eða kvenmann sem þulið getur Gunnarshólma! Því nú liggur ljóst fyrir hvað þið öll eruð að hugsa: Hvort er komið lengra í þróuninni, Sókrates eða táningsstelpa á rúlluskautum með iPöddu í eyrunum? ■

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.