Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 18

Stúdentablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 18
AMKRTCA. FUCK VF.AH! „New York - Cartceled”. Þjónustuskermurinn á Keflavíkurflugvelli tilkynnti sex ferðaglöðum laganemum þessi dapurlegu tíðindi og umsvifalaust var hafist handa við að hóta starfsmönnum lcelandair lögsóknum og því rœkilega komið til skila að hér vœru laganemar á ferð og lögin vceru nú ekkert lamb að leika sér við. Fyrir áramót sátu ferðalangar ótal spennandi fyrirlestra er fjölluðu að mestu leyti um hvað eigi til bragðs að taka - taki bjarndýr upp á því að bíta handlegginn afl3 ára stúlku eða hvernig eigi að bregðast við þeim einkennilegu aðstœðum að þjónn fœri viðskiptavini eitur í stað natróns. Þeir voru því ekki lengi að hefja hið stórmerkilega rit Skaðabótarétt til lofts og bregða sér í hlutverk erfiða laganemans, en ykkar einlcegur stingur hér með upp á að hlutverk þetta verði héðan afauðkennt sem lagaeðlan. Starfsmenn Icelandair sáu þó við laganemunum (þetta skipti og veifuðu sigri hrósandi plaggi þarsem skilmerkilega kom fram að lcelandair vceri undanskilið ábyrgð á veðurfari íslands. Daginn eftir, laugardaginn 26. janúar, voru hinir sex blóðheitu laganemar ferjaðir til borgarinnar sem aldrei sefur (og það er satt - hún sofnar aldrei, það var athugað sérstaklega) og daginn eftir var haldið í dvergflugvél til Columbus, Ohio. Stórborgin Columbus er höfuðborg Ohio-fylkis og er nefnd eftir einhverjum fornum landkönnuði sem ferðalangar könnuðust að vísu ekkert við. Frá Columbus var haldið til háskólabæjarins Ada og slegið upp bækistöðvum í heimahúsum geðþekkra bandarískra laganema. Það var merkileg og yndisleg tilfinning að aka eftir þjóðveginum meðfram kornökrum, timburhúsum og heyvinnuvélum beinustu leið inn í hjarta Ameríku. Tilfinningaþrungin bjarmalandsför íslenskra laganema að heimili þeirra huguðu og landi hinna frjálsu gekk eins og í hugljúfri sögu. En hvar var draumurinn? Ó ó eilífðin... í Ada spruttu upp umræður af ýmsum toga við hina nýju bandarísku vini og félaga. Ekki leið á löngu þar til menn hófu að skella saman Bud light-flöskum, snúa derhúfunum aftur, halda hver um axlir annars ogþegar Barack Obamabirtist á sjónvarpsskerminum heyrðist kallað hvellri röddu: „He’s not black enough!" Þaðan var fylkt liði á bæjarknæpuna The Reagle Beagle og tengslin milli þessara gömlu vinaþjóða styrkt ennfrekar og bætt. Bandaríkjamennirnir reyndust hinir mestu öðlingar og húmoristar og fljótlega tók að hitna í kolunum. Einn íslenskur laganemi tók góðfúslega og óumbeðinn við þvi hlutverki að kynna íslenska drykkjusiði fyrir The American Heart-land. Hann lifði sig fallega inn í hlutverkið - söng, hrópaði og kútveltist um gólf og veggi - og ferðafélagar hans útskýrðu fyrir heimamönnum að þeir þyrftu ekki að óttast, þetta væri einungis leikþátturinn íslensk tjaldútilega. Það tókst þó með naumindum að stöðva hann þegar hann ætlaði sér úr buxunum um níuleytið. Enn glumdi í Bud light-flöskunum og sunginn var lagstúfurinn þekkti: “America, fuck yeah!” Morguninn eftir var haldið í mjög áhugaverðan tíma með bandarísku laganemunum hjá hinum hressa og áhugaverða kennara professor Hill. Sá Islendingur er mesta tilburði hafði haft uppi í landkynningu sinni kvöldið áður þurfti að taka sér gubb-pásu frá tímanum (slíka pásu höfðu heimamenn ekki komist í kynni við áður en þeim var tjáð að slíkt væri alsiða í lagafyrirlestrum á íslandi). Um kvöldið var helsta afþreyingarmiðstöð bæjarins heimsótt en það er keiluhöll í útjaðri bæjarins. Þar voru allir úr skólanum samankomnir til að fleygja plastboltum í tré, risastór bjórkanna kostaði þrjá dali og Free Bird með Lynard Skynard var leikið hástöfum í kerfinu. Fátt jafnast á við að taka gúlsopa af Bud-Light, þeyta kúlunni eftir fagurbónaðri brautinni, fylgjast með henni dansa smekklega frá vinstri til hægri og skella loks á timbur- fígúrunum í fjarska - líta þá upp, snúa sér á hæl og mæla hátt og snjallt: “Fuck this shit!” Þetta var dásamlega amerísk upplifun og frá keiluhöllinni var þrammað á kareókí-kvöld á bar einum í nágrenninu þar sem amerískir ung-kúrekar svolgruðu í sig Bud og tóku velþekkta kántríslagara á borð við Save a horse, ride a cowboy en íslendingarnir héldu sig við örugga lýðsælu á borð við Girls just want to have fun. Þriðji dagurinn í Ada, Ohio var tekinn snemma og haldið út á The Shooting Range. Ekki leið á löngu þar til skothvellir heyrðust bergmála í fjallasölunum og ekki var laust við að nokkur óhugur gripi um sig meðal hinna saklausu lagaengla úr norðri. Á enginu voru fyrir herþjálfaðir menn klæddir einkennisbúningum veiðimannsins; þeir báru derhúfur og skörtuðu köflóttum jökkum og höfðu meðferðis þetta líka álitlega safn skotvopna og skotfæra. Þeir hófu loks skothríð á timburhéra sem komið hafði verið fyrir nokkuð í burtu, þeyttu appelsínum til lofts og klufu þær fyrir miðju með hnitmiðuðum skotum. Furðu lostinn fékk laganeminn Ketill í hendurnar Glock .45 skammbyssu og ekki leið á löngu þar til hann hóf að dúndra á trjástofn í nágrenninu. Hermennirnir lögðu mikla áherslu á að halda báðum höndum um byssuskeftið og minntu einn saklausan laganema réttilega á að taka þumalfingurinn frá byssuhlaupinu er hann hugðist sýna timburhéranum i tvo heimana. Ketill tók á hinn bóginn allur að hressast með morðtólið í höndunum og fretaði nokkuð harkalega á skotmörkin í fjarska. Skyndilega sleppti hann annarri höndinni af skeftinu, snéri morðtólinu lárrétt, glotti við tönn og skaut ákaft gangsta style á vesalings timburhérann sem vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið. Hermennirnir tóku að ókyrrast nokkuð við þessa tilburði Ketils, sem var ákaflega morðingjalega klæddur í tilefni dagsins, og tjáðu íslendingunum að það fyrsta sem áréttað væri við alla nemendur í meðhöndlun skotvopna væri að brúka þau aldrei með þessum hætti. KALASHNIKOV Þetta var fallegur dagur úti í náttúrunni og návistin við morðvopnin vandist furðulega vel. Það var létt yfir mannskapnum - menn gáfu five ótt og títt, sögðu shit og snéru derhúfunum og dúndruðu þess á milli út í eilífðina af hinum ýmsu skamm- og haglabyssum. Einn leiðsögumanna vék frá hópnum stundarkorn og snéri aftur með kunnuglegt fyrirbrigði á öxlinni. Þetta var AK47-riffill en þetta merkilega vopn er talið hafa sent yfir hálfan milljarð manna yfir á næsta tíðnisvið. Morðtól þetta er slegið slíkum galdri að orð fá því vart lýst - dálítið eins og að fá að halda á basúku sem er jafnframt í laginu eins og ungabarn. Tals verðum tima var eytt í að skjóta af þessu sögufræga tryllitóli og ótal myndir teknar af íslenska hópnum í fylgd með rifflinum. Skúli nokkur Sigurðsson þótti sóma sér hvað best með vopnið enda hefur hann sannfærandi útlit írsks hryðjuverkamanns og hefur setið fyrir á bókarkápu sem slíkur. Þá fór nokkur tími í að kynnast réttarkerfi Ohio- fylkis, skeggrætt við hina ýmsu dómara og þinghúsið í Columbus heimsótt en í kaffiteríunni þar á bæ eru menn litlir eftirbátar félaga sinna á þjóðvegabúllunni Steak’n’Shake á sviði hamborgarasteikingar. Eflaust mun síðar meir birtast hér í blaðinu fræðileg úttekt á réttarkerfi Ohio og Bandaríkjanna í heild en það er töluvert frábrugðið því sem við eigum að venjast hér á frostskaganum okkar í norðri. Föruneytið kvaddi þessa vestrænu vini sína með virktum og hét þeim konunglegri meðferð er þeir sækja ísland heim næsta haust. Aftur var snúið til borgar borganna, New York, og útrás fengin fyrir neysluæði og sælunni sem fylgir því að vafra um stræti stórborgarinnar sem aldrei sefur. “America, fuck yeah!” f.h. Ohio-hóps lagadeildar Háskóla íslands. ■ 001. Sótflippaðir laganemar undiryfirborði jarðar. i < 1 IÉ|j| 1 1 J

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.