Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 29

Stúdentablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 29
ÍSLANP FARSÆIJDA FRÓNT * BAÐSTOFAN, LEIKSTJÓRI STEFÁN JÓNSSON. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ. 003. Baðstofan. Leikrið Baðstofan er sýnt í Kassanum í Þjóðleikúsinu um þessar mundir. Leikritið gerist „árið sautján hundruð og súrkál og þar skyggnast áhorfendur inn í myrkan en magnaðan heim því í baðstofunni er ekki allt sem sýnist“ eins og segir í tilkynningu um verkið. Þetta er þriðja leikrit Hugleiks Dagssonar sem er þekktur fyrir teiknimyndasögur sínar sem eru stútfullar af kolsvartum húmor. Fyrsta leikrit hans, Forðist okkur, var byggt á sögum sem hann hafði áður gefið út, og söngleikinn Leg kannast líka margir við, en hann var sýndur fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu í fyrra. Ég sá báðar þessar sýningar og fannst þœr mjög skemmtilegar og frumlegar og bjóst því við miklu þegar ég fór á Baðstofuna. Leikritið ber mjög sterkan keim af (ótrúlegu) hugmyndaflugi Hugleiks þar sem súrrealískir hlutir og svartur húmor ræður ferðinni. Mér fannst þó sýningin sjálf aldrei komast á flug í takt við hugmyndaflugið sem býr augljóslega í textanum. Persónurnar voru mjög skemmtilegar og leikritið vel skrifað en það vantaði þá hárbeittu ádeilu sem var að finna í fyrri verkum Hugleiks. Öll höfum við jú okkar hugmyndir um hvernig lífið á íslandi var í gamla daga og það hefði verið hægt að moða miklu meira úr þeim hugmyndum. Þess í stað virkaði verkið á mig eins og það væri einfaldlega verið að nota sömu brandarana aftur og aftur; mér fannst þeir skondnir fyrst en ekki nógu svo að hægt væri að endurtaka þá trekk í trekk. Hér gæti vissulega spilað inn í að meirihluti sýningargesta var í eldri kantinum og því myndaðist ekki nógu góð stemmning í salnum þar sem húmor Hugleiks hittir kannski frekar í mark hjá yngri kynslóðinni. En þrátt fyrir að væntingar mínar um ærlegt hláturskast á sýningunni stæðust ekki, þá var sýningin nokkuð góð engu að síður - enda geta sýningar hæglega verið skemmtilegar þó að hláturinn vanti. Leikurinn var t.a.m. mjög góður og þá verð ég sérstaklega að hrósa Stefáni Halli Stefánssyni sem leikur kynjaveru sem ber upp á fjörur í sveitinni. Það var yndislegt að fylgjast með hvernig hann hreyfði sig á sviðinu og það virðist sem hann hafi lagt ómælda vinnu á sig við að skapa þennan skemmtilega karakter. Aðrir leikarar náðu einnig að færa staðalímyndir gömlu tímanna á sviðið með lifandi hætti. Sviðsmyndin var einföld en tók sig vel út í Kassanum. Þá ber að minnast á að tónlistin í verkinu (sem er öll frumsamin og í höndum hljómsveitarinnar Flís, sem einnig sá um tónlistina i Legi) náði einstaklega vel að ramma inn þá drungalegu stemmningu sem ríkir í verkinu. Þá fannst mér sérstaklega flott hvernig tónlistarfólkinu tókst að mynda alls kyns náttúruhljóð með hljóðfærum sínum. í heildina litið er verkið gott en ef þér búist við jafnmikilli húmorsprengju eins og til dæmis í Forðist okkur myndi ég byrja á því að breyta hugarfari mínu áður en haldið er á sýninguna. Takist það þá er vel hægt að njóta hennar til ítrustu og furða sig á lifnaðarháttum Islendinga hér fyrr á öldum. ■ Lessur lessurlessur iessur Lessur lessur lessur lessur Lcssurlessurlessurlessur Lessur lessur lessurlessur Lessur lessur lessurlessur Lessur lessur lessur lessur Lessur lessur lessur lessur Lessur lessur lessur lessur Lessur lessur lessur lessur Lessur lcssur lessur lessur Lessur lessur lessur lessur Lessur lessur lessur lessur Lessur lessur lessur lessur 004. Plakat femínistafélagsins. Skreytingar í boði ónefnds verkfrœðinema. FEMINISTAFFT AQ MT STIMPLAR SIGINN Stúdentablaðinu barst ótrúleg fréttatilkynning frá Femínistafélagi Háskóla íslands, en fjallað var um stofnun þess í 4. tbl. Stúdentablaðsins í fyrra. Félagið fékk útgáfustyrk frá Stúdentasjóði og frá Félagsstofnun stúdenta til að láta hanna og prenta plaköt með skilaboðum til nemenda sem var ætlað að vekja athygli á félaginu, fræða stúdenta um femínisma, og kveikja forvitni. Plakötin voru hengd upp 21. febrúar síðastliðinn. í tilkynningu segir: „Síðan plakötin hafa verið hengd upp hafa stúdentar brugðist við á ýmsan hátt: í Lögbergi, byggingu laganema, og Gimli, nýbyggingu Háskólans, voru plakötin (12 stykki) tekin niður af stúdentum tveimur dögum eftir að þau voru hengd upp. f Árnagarði, byggingu hugvísindadeildar, og VR II, byggingu verkfræðinema er búið að krota ýmislegt óviðeigandi á plakötin. Stjórn Femínistafélags Háskóla íslands finnst sorglegt að stúdentar við Háskóla íslands (fullorðið fólk) hagi sér svona, en þessi hegðun sýnir það og sannar að gríðarleg þörf er á félaginu." Sagan segir að svipað hafi átt sér stað í Eirbergi - húsi hjúkrunarfræðideildar, þar sem 97% nemenda eru konur! Sem sjá má á meðfylgjandi myndum hafa stúdentar lagt nokkuð á sig við að útbúa skilaboð sem hafa víst átt að vera niðrandi og til þess að draga þrótt úr félaginu (sérstaklega finnst ritstjóra skilaboðin „lessa lessa lessa..." hlægileg). Félagið hefur rétt fyrir sér - þessir andstæðingar félagsins (eða hvað á að kalla þá) hafa fært því gríðarleg skotvopn, þeir hafa beinlínis staðfest réttmæti tilveru þess. Ef háskólanemar, af öllum, taka sér tíma í að setjast inn í tölvustofu, skrá sig inn, opna Word og skrifa orðið „lessa" inn trekk í trekk, kima svo yfir þvi hversu sniðugir þeir eru meðan beðið er við prentarann, og finna sigurvímuna færast yfir þegar blaðið er fest með teiknibólu á plakatið... þá er það ótvíræð sönnun þess hversu mikilvægt það er að starfrækja femínistafélag í Háskólanum. Sama má segja um bókun sem ritstjórn tímaritsins Gríms geitskós (fréttapési í lagadeild) barst frá sjálfri jafnréttisnefnd Háskóla íslands, og ekki síður í ljósi viðbragða ritsjórans sem sér ekki eftir neinu. (Það virðist líka þurfa að auka fræðslu um kaldhæðni vestan Suðurgötu: Teikningin af stúlkunni að taka köku úr ofni er svonefnd „ádeila" sem á ekki að taka „bókstaflega" - með öðrum orðum gegnir hún sama hlutverki og plakötin sjálf, hún á að vekja athygli á og setja spurningamerki við þau kerfi sem eru innbyggð í samfélagið.) Nokkrar umræður hafa skapast um málið á vef Femínistafélags HÍ, femstudent.blogspot.com. ■

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.