Stúdentablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 24
MENNTAÞJOÐ?
MENNT ER MÁTTUR - HVER ER OKKAR ÞÁTTUR?
í Ijósi fréttarsem fjallaði um menntastiginnan OECD
(sem erfjölþjóðastofnun um hagþróun ogsamvinnu)
kemur á óvart að það sem tslendingar töldu víst,
reyndist ekki á rökum reist. tsland sem hefur svo
títt skipað fyrsta sceti hlutfullskannana á ýmsum
sviðum; svo sem GDP/c; vergrar landsframleiðsla
per haus, lœsi, atvinnuleysi o.s.frv. Menntun okkar
virðist þó bágborin miðað við aðrar þjóðir sem
teknar eru fyrir í könnuninni og við skipum okkur
í lcegstu sœti hvað varðar að Ijúka námi að loknum
grunnskóla!
Eins og mér er illa við menntahroka (því ég veit
að heimskt fók finnst alls staðar, meira að segja
í doktorsnámi (ég alls ekki undanskilinn þessari
fullyrðingu)) og hvað hann er bág leið til að mismuna
fólki og skipa því niður á stéttir, þá virðist hrokinn
einnig hafa fundið að iðnmenntun, samkvæmt viðtali
við prófessor Stefán Ólafsson. Þ.e.a.s. íslendingar
sækja minna í verk-/iðnmennt en aðrar þjóðir og
virðist sem sú mennt skipi sér á neðstu tröppur
virðingarstigans. íslendingar vinna auk þess mikið
með námi, fáar undantekningar þar, og má leiða að
því viss rök að okkur reynist hægara um vik að flosna
upp úr námi, vegna alltof náinna tengsla nemenda/
stúdenta við atvinnulífið. Fyrr á öldum einkenndist
lífsmáti Frónverja af staðfestu, voninni um að allt
myndi reddast (jú, mikið víst...) en sömuleiðis gerðum
við hvað við gátum til þess að allt myndi vissulega og
sannarlega bjargast. Nú eigum við eitthvað eftir af
þessari arfleifð, mér sýnist þó vanta fyrsta og seinasta
hluta, en vissulega höldum við ennþá að allt reddist.
Til að skerpa á þessu; ég trúi því staðfastlega að
„æðsta" menntastig í landinu eigi að vera full vinna
og beini hér með þeim orðum til lánasjóðs: Gerið
námsmönnum kleift að stunda námið af fullri alvöru!
Svo maður tali nú ekki um þegar rektor rembist við
að koma okkur í hóp bestu háskóla heimsins. Hvernig
má hækka standarda prófa, rannsókna, aðstöðu og
kennsluefnis svo fátt eitt sé nefnt ef okkur er þröngt
sniðinn stakkur af fjárlögum og nemendur hafa varla
tíma til náms vegna vinnu? Er lífsgæðakapphlaupið að
hlaupa með okkur í gönur?
Eiga þessi ár ekki að vera besti tíminn? Eigum við ekki
að þroskast og kynnast og njótast? Nei, lánasjóður
gerir það illkleift að stunda nám án vinnu (nema
maður sé naskur í dósatínslu og samtvinni þar með
líkamsrækt og starf) og margir sjá sig knúna til afreka
sem í daglegu máli er nefnt sextán stunda vinnudagur.
í kúrsum er boðið upp á endurtekt en það verður að
þóknast atvinnurekandanum, svo hvað haldið þið
að fái að sitja á hakanum? Jú, námið! Er það kannski
raunverulegur vilji nemenda Háskóla íslands að
kaupa sér frekar íbúð, giftast og skilja, eignast barn og
standa í forræðisdeilu, selja íbúðina og „fullorðnast"
allt meðan á námi stendur, með vinnu að auki svo
þeir skuldi ekki upp fyrir haus þegar þeir fá loks
skírteinið í hendurnar og labba út í alvöru lífsins, e.þ.s.
vinnumarkaðinn. Nei, ég meina, ég spyr! Ég vil heldur
skemmta mér og njóta seinustu „æskuára" minna í
hóflegu kæruleysi og uppgötva stefnur og strauma,
tónlist og dansspor, áfengistegundir með hliðsjón af
þynnku og sitthvað fleira!
Hvað er tilráðs svo við endum ekki öllsem taugatrekktir
stressboltar sem bera áhyggjur heimsins og rúmlega
það á herðum sér? Eigum við að knýja fram fleiri
stúdentaíbúðir? Já. Eigum við að beita okkur fyrir
viðráðanlegri kjörum á almennum lánamarkaði? Já.
Eigum við að byrja á því að koma okkur með strætó í
skólann á morgnana (þó að sumir eigi þess kannski ekki
kost vegna barnaskutls)? Já, vegna þess að með því að
létta á samgöngukerfinu myndast svigrúm fyrir aðrar
aðgerðir sem við gætum notið góðs af. Berjast fyrir
bensínverði í samræmi við heimsmarkaðsverð og ekki
leyfa olíufélögum að fjármagna hlutabréfakaup með
neytendum? Já, en það er annað mál. Ástundun náms
tel ég þó frumskilyrði fyrir öllu hinu en kannski er ég
bara að tala út úr kú! Ég tel þetta vera hagsmunamál
fyrir flesta stúdenta, hvoru megin „fylkinga" sem þeir
standa, utan þá eina sem eiga umtalsverð hlutabréf í
umræddum fyrirtækjum og sjá fram á minni arð með
framgöngu þessari. En aftur að efninu, sem var: ísland
í samanburði við önnur ríki OECD.
Hlutfall brautskráðra nemenda á háskólastigi miðað
við þá sem hefja nám er lágt. En það sem mestan
ugg vekur er að menntastig, það er bæði iðnmennt
og bókmennt, hefur hækkað meira í nærri hvaða
OECD-ríki sem er en hér þar sem menntastigið
stendur nánast í stað og við skipum okkur á bekk
með síst menntuðu þjóðunum; í 27. sæti listans! 57%
íslendinga á aldrinum 25-64 ára höfðu lokið námi
neðan háskólastigs í skýrslunni; Education at a glance,
en meðaltal þjóða var 70%. Nám á háskólastigi sýnir
einnig að við erum langt fyrir neðan við venju. Nefna
má að Kanada hreppir fyrsta sætið, en ekki ísland,
líkt og í útgjöldum til landbúnaðar. Hvaða ástæður má
telja til?
Ég spyr: Hvað með innflytjendur sem hafa menntað
sig? Gætu þeir verið að lækka meðaltalið einvörðungu
vegna þess að við gefum þeim ekki tilskilin leyfi.
Maður hefur heyrt af verkfræðingum og læknum frá
Eystrarsaltslöndum sem fá bara vinnu í sláturhúsi.
Félagsfræðimenntuðum Pólverjum sem ekkert starf
fá, Kandamanni með doktorsgráðu í stærðfræði í
byggingarvinnu og þarna má kannski segja að ein
af rótum innflytjendavandans sé fundin, auk þess
að tungumálanám innflytjenda er ekki gjaldfrjálst
nema að litlum hluta og við virðumst ekki hafa mótað
okkur stefnu í innflytjendapólitík. Kerfið virðist
mismuna aðfluttum á grundvelli þess að þeir hafi ekki
menntað sig hér, hvort sem menntamálaráðuneyti
eða fagfélögin setja fótin í dyrnar. Gilda sömu reglur
um útflutta íslendinga? Ég ætla að vona ekki.
Lokapunkturinn er þó sá að íslensku þjóðinni til heilla
þarf menntafólk að finna í sér staðfestu, og ljúka
því sem hafið er, heiti það iðnnám eða bókmennt!
Hættan er annars sú að efnahagslega munum við
dragast aftur úr og á tímum hnattræns hagkerfis og
viðskiptahindrana á ómenntuð smáþjóð ekki sjö sælla
dægra að vænta.
Að lokum, og vegna nýafstaðinnar fiðrildaviku,
skulum við enda þetta á jákvæðum nótum: Stelpur eru
meirihluti útskrifaðra stúdenta við Háskóla íslands.
Ég fagna því verulega. Þetta mun vera eitt helsta prik
næstu ára í því að festa konur í sessi sem jafnrétthátt
kyn á hvaða vettvangi sem vera skal. Til gamans má
geta auglýsingar sem birtist í prentmiðlunum stærri
fy rir stuttu. Efni hennar var, að ég hygg; 100 konur sem
höfðu menntað sig og starfað innan fyrirtækja smárra
sem stórra. Boðskapurinn var einungis þessi: Stjórnir
stærstu fyrirtækja landsins eru með skammarlega
lágt hlutfall kvenna og lýstu þessar 100 sig reiðubúnar
til þess að takast á við stjórnarstörf. Þetta var gert
því aðalfundir flestra fyrirtækja eru á næsta leyti
og ef kosning í stjórnir breytir ekki kynjahlutfallinu
að loknum fundum þykir mér það miður, eins það að
núverandi afsökun; fámennur hópur hæfra kvenna, er
ekki gild. Ég tel ekki að hlutfallið hoppi upp í 50/50
en það mætti alla vega sjá það nálgast 20% í stærri
fyrirtækjum! ■
MOTSVAR VEGNA AÐDROTTANA
í AÐDRAGANDA KOSNINGA
Ég er meistaranemi í þróunarfrœðum við
félagsvísindadeild Háskóla Islands, á heimasíðu
Háskóla íslands er eftirfarandi ritað um námið:
MA-nám ( þróunarfrœðum (60e) er cetlað að veita
nemendum frœðilega, hagnýta og aðferðafrceðilega
þekkingu til að takast á við viðfangsefni á sviði
þróunarmála, jafnframt því að undirbúa þá undir
rannsóknarvinnu. Samhliða náminu hef ég verið í
ýmsum félagsstörfum innan Háskóla íslands má þar
helst nefna; formaður Samfélagsins, félags diplóma-,
meistara- og doktorsnema félagsvísindadeildar HÍ
2006-2007, fulltrúi Vöku í stjórn stúdentaráðs HÍ,
fulltrúi í jafnréttísnefnd stúdentaráðs, fulltrúi í
alþjóða- ogjafnréttisneffid Vöku, fulltrúi ígœðanefnd
háskólaráðs og ritstjórn Stúdentáblaðsins 2006-
2007. Einnig hefég unnið með meistaranáminu hjá
Rauða Kross íslands, aðstoðað fjölfatlaðan nemanda
með heimnám og lesið yfir frceðigreinar hjá Kristínu
Loftsdóttur dósents við mannfrœðiskor HÍ.
í aðdraganda seinustu kosninga til stúdentaráðs
Háskóla Islands setti Röskva, samtök
félagshyggjufólks, inn tilkynningu í Morgunblaðið
þar sem þau gagnrýndu mig persónulega fyrir úttekt
sem alþjóða- og jafnréttisnefnd Vöku stóð fyrir um
aðgengi fatlaðra í fimm helstu byggingum Háskóla
íslands. Þar segir meðal annars; Það er því í hæsta
máta undarlegt að Fjóla Einarsdóttir, fulltrúi Vöku,
skuli ráðast i úttekt á aðgengi fatlaðra upp á eigin
spýtur, vitandi það að Háskólinn sjálfur muni kosta
slíka úttekt aðeins mánuði seinna. Jafnframt vakna
spurningar um hæfni hennar til að gera slíka úttekt
á vísindalegan og gagnlegan hátt. Yfirlýsinguna frá
Röskvu má sjá í heild sinni á bls. 9 í Morgunblaðinu
4. febrúar 2007. Ég var að vonum mjög slegin
við að fá svona persónulega árás á mig þar sem
ég vann að þessari úttekt með sex manna nefnd,
fannst undarlegt afhverju ég var tekin út og gagnrýnd
harðlega opinberlega. Þetta var einnig undarleg
yfirlýsing í ljósi þess að ekki var búið að birta skýrslu
nefndarinnar um úttektina og hafði Röskva þar af
leiðandi ekki vitneskju um umfang hennar. Það sem
sló mig þó mest var að með því að efast um hæfni
manneskju til þess að gera úttekt um aðgengi fatlaðra
(sem var gerð í samstarfi við fatlaða einstaklinga) á
vísindalegan og gagnlegan hátt sem er að ljúka námi
sem á undirbúa fólk undir rannsóknarvinnu er ákveðin
vantrausts yfirlýsing á rannsóknartengt meistaranám
við Háskóla íslands. Helstu ástæður þess að ég skrifa
þessa grein er að ég vil hreinsa mannorð mitt af
þessum efasemdum Röskvu um hæfni mína sem
rannsakanda. Mér finnst það mikilvægt sökum þess
að ég er að skila af mér 25 eininga rannsóknarverkefni
25. apríl næstkomandi sem fjallar um götubörnin í
Windhoek höfuðborg Namibíu. Ég hef unnið hörðum
höndum að þessu verkefni, á vísindalegan og að ég tel
gagnlegan hátt, samkvæmt viðurkenndum reglum
eigindlegra rannsóknaraðferða undir handleiðslu
dr. Jónínu Einarsdóttur dósents við Mannfræðiskor
Háskóla íslands. Ég efast um að kennarar mínir vilji að
nemendur þeirra sem vinna að árs rannsóknarverkefni
séu y firlýstir opinberlega vanhæfir um að gera tveggja
tíma úttekt á vísindalegan eða gagnlegan hátt, sem
gerð var í samstarfi við eitt stykki nefnd í þokkabót. Ég
vona að með þessari grein hafi ég útskýrt mál mitt og
vonandi hreinsað mannorð mitt af þessum ásökunum
Röskvu - sem eins og fram hefur komið ég leit á sem
persónulega árás og opinberlega niðurlægingu. ■
Höfundur er meistaranemi í þróunarfrœðum við
félagsvísindadeild Háskóla íslands.
001. Fjóla Einarsdóttir.