Stúdentablaðið - 01.03.2008, Side 13
formann byggingarnefndar HÍ, um álit nefndarinnar
á sigurtillögunni. Hann segir að almennt lítist þeim
vel á þótt vissulega séu annmarkar. „Við fögnum
aukinni uppbyggingu við Suðurgötu, og raunar
auknu byggingarmagni almennt," segir hann.
Helstu athugasemdirnar snúa að byggingarsvæði
heilbrigðisvísindasviðs, en til stendur að byggja þak
yfir það í grennd við Landspítalann nyrst á svæðinu.
Svæðið hefur nú þegar verið hannað fy rir tugi milljóna
króna og teygir sig lengra til vesturs en höfundar
vinningstillögunnar gera ráð fyrir. „Háskólinn mun
ekki samþykkja neinar tillögur sem fela í sér aukinn
kostnaðeðaseinkunáundirbúningiframkvæmdanna,“
segir Ingjaldur. Hann segir einnig að deiliskipulag
liggi þegar fyrir vegna vísindagarðasvæðisins og því
verði ekki hróflað mikið við því og of seint sé að gera
ráð fyrir stúdentagörðum vestast á svæðinu eins og
tillagan sýnir.
Þetta tekur Sverrir Bollason, fulltrúi stúdenta í
byggingarnefnd FS, hins vegar ekki undir: „Vissulega
er í gildi deiliskipulag en það eru allir sammála
um að breyta þvi, bæði stjórn vísindagarða og
Reykjavíkurborg." Á samráðsdögum SHÍ haustið 2005
kom fram vilji hjá stúdentum til að hafa þar blandaða
byggð kennslu- og rannsóknarrýma og stúdentaíbúða.
„Stjórn vísindagarða hefur ákveðna sýn á svæðið sem
mun aldrei nást nema með því að framlengja lífið á
svæðinu hvern dag með íbúðum. Stjórnin vill auka
byggingarrýmið og Reykjavíkurborg er opin fyrir því
að þétta svæðið í allt að 100.000 fermetra gegn því
skilyrði að hluti bygginganna verði stúdentaíbúðir."
Sverrir segir alla heildarsýn á byggingaframkvæmdir
á svæðinu skorta, og að Háskólinn megi huga betur að
uppbyggingu og staðsetningu Stúdentagarða, „þó þau
eigi kannski ekki að gera það, þá ættu þá samt að huga
að því.“
HELDUR STÓR OPIN SVÆÐI
Frá sjónarhóli stúdenta er tillagan hið besta mál.
Háskólasvæðið er þétt mjög innan frá sem er mjög
jákvætt; það færir stúdenta nær hverjum öðrum og
er líklegt til að auka enn frekar á það líf á svæðinu
sem er strax orðið ljóst að Háskólatorg ýtir undir.
Stúdentaíbúðir á vísindagörðum eru heillandi
og einnig mætti sjá fyrir sér blandaða byggð
háskólabygginga og súdentaíbúða á fluggarðasvæðinu.
Þá er útivistarsvæði við Nauthólsvík er mjög í takt við
hugmyndir stúdenta frá því 2005. Verði tengingar
við heilbrigiðisvísindasvið í norðri og Háskólann
í Reykjavík til austurs góðar má gera ráð fyrir því
að stúdentalífið blómstri. Væri ekki ráð að finna
Listaháskóla íslands einnig stað á þessu svæði?
Bílastæðum fækkar gríðarlega eða færast neðanjarðar,
sem kostar um þrjár milljónir á stæði, en með þéttari
byggð og betri almenningssamgöngum ætti það ekki
að koma að sök.
í víðara samhengi er undirritaður sömuleiðis ánægður
með sigurtillöguna þótt hún sé ekki gallalaus. Hún
kemur til móts við langanir borgarbúa og býður upp
á mjög fjölbreytt lífsmynstur - hvort sem það er í
einbýlishúsi í nýjum Skerjafirði (þar sem var að vísu
byggð fram að stríði), raðhúsi við fót Öskjuhlíðarinnar,
bryggjuhverfi við Kópavog eða í íbúð í fimm til
sex hæða blönduðu hverfi í rúðustrikaðri miðju
Vatnsmýrarinnar sem er óneitanlega mikilvægasti
þáttur tillögunnar. Þar er mikilvægt að viðhalda
blöndun og standast þrýsting fjárfesta og verktaka,
t.d. með því að setja kvaðir á notkun húsnæðisins. Þá
er lykilatriði að Nýja Hringbraut sé sett í stokk svo
hún slíti ekki miðbæinn frá Vatnsmýrinni.
Hins vegar eru alltof stór „ónýtt“ svæði í tillögunni, þ.e.
svæði sem fara undir stækkun á Hljómskálagarðinum,
friðland fugla við Norræna húsið og nýja tjörn. í fyrsta
lagi er víst að nýr Hljómskálagarður getur ekki verið
jafnstór og gert er ráð fyrir þar sem nýr Landsspítali
og byggingar heilbrigðisvísindasviðs eru nú þegar
skipulagðar á nyrsta hluta svæðisins. í öðru lagi rjúfa
opnu svæðin tengslin við miðborgina þó nokkuð. Það
er langt að labba frá íslenskri erfðagreiningu niður í
bæ, ég tala nú ekki um þegar maður er á berangri í 25
metrum á sekúndu - þetta vita þúsundir háskólanema
sem ganga Alexandersstíg daglega. Þetta er alvarleg
aðfinnsla, því það er mikilvægt að byggðin í Vatnsmýri
styrki miðbæinn og virki eins og framlenging áhonum.
Næg eru útivistarsvæðin hvort sem er í tillögunni:
Nokkuð stór garður í miðju rúðunetinu þar sem gamli
flugturninn er látinn standa er góð hugmy nd, ogþaðan
er hvorki langt í Öskjuhlíðina né útivistarsvæðið
við Nauthólsvík. Friðland fugla er svo norðan við
Norræna húsið. Það er friðland og verður því áfram á
sínum stað - ég legg til að tjörnin þar verði stækkuð og
tengd Tjörninni í anda skipulagstillögu Alvars Aalto
frá 1975. Og það mætti líka segja að skeifan framan
við Aðalbyggingu myndi eins konar útivistarsvæði
sem væri hæglega hægt að nota oftar og betur, og
það gæti vel gerst þegar byggingum og stúdentum, og
vonandi stúdentaíbúðum, hefur fjölgað á svæðinu. í
þriðja lagi eru stórir garðar af þessu tagi ekki nýttir
sérlega vel hérlendis. Þótt íslendingar muni kannski
læra að meta svoleiðis svæði betur með þéttari byggð
verður að taka veðurfarið sem hér ríkir tíu mánuði á
ári með i reikninginn.
HVAÐ MEÐ FLUGVÖLLINN?
En kannski er stærsti kosturinn við tillöguna sá að
hún virkar raunhæf. Það er komið til móts við flest
sjónarmið og hugmyndin er í grunninn mjög einföld.
Það er einnig ánægjuefni að borgin mun strax halda
áfram að vinna með öllum höfundum verðlaunaðra
tillagna. Hugmyndin er því ekki fullunnin heldur
á hún eftir að þróast áfram í takt við hugmyndir
borgarbúa og hagsmunaaðila. Undirbúning er þó strax
hægt að hefja á jaðarsvæðum utan flugvallarins - t.d.
á háskólasvæðinu.
En einn ljóður er þó á. Enn hefur ekki verið
tekin endanleg ákvörðun um brottflutning
Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýri og
málefnasamningur þess meirihluta sem starfar þegar
þetta er ritað segir að ákvörðun þess efnis verði ekki
tekináþessukjörtímabili.HannaBirnaKristjánsdóttir
sagði þó við opnun Vatnsmýrarsýningarinnar í
Hafnarhúsinu að það sé einungis timaspursmál um
hvenær hann hverfi. Þannig komi borgaryfirvöld til
móts við þarfir miðborgarinnar, ferðaþjónustunnar
og ekki síst Háskólans um vöxt á komandi árum
og áratugum. í viðtali við Dag B. Eggertsson í
Stúdentablaði desembermánaðar tók hann í sama
streng og sagðist þess fullviss að flugvöllurinn viki,
og í febrúar vildi hann skoða betur möguleika þess
að taka upp lestarsamgöngur við Keflavík sem færu
þá gegnum nýja samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni.
Verði hugmyndir um léttlestarkerfi úr Vatnsmýri
og niður í bæ enn fremur að veruleika ætti að ganga
vandræðalaust fyrir sig að fara milli landshluta á
örskotsstundu.
Það er ljóst að skipulag Vatnsmýrarinnar er eitthvert
mikilvægasta þjóðfélagsmál íslendinga fy rr og síðar og
getur ráðið úrslitum þegar kemur að samkeppnishæfi
Reykjavíkur sem áningarstaðar ferðamanna, en
ekki síður sem vísinda-, þekkingar-, menningar-
og háskólaborgar - allt atvinnugreinar sem við
bindum miklar vonir við á komandi áratugum. Vegur
hálfhugsuð byggðastefna virkilega þ/ngra?
Reykjavik hefur alla burði til að verða alvöru evrópsk
stórborg. Ég held við ættum að leyfa henni það. ■