Stúdentablaðið - 01.03.2008, Page 4
VARÐHUNDUR STÚDENTA
Kosningar til Stúdentaráðs fóru fram í síðasta
mánuði og lyktaði þannig að Röskva, samtök
félagshyggjufólks við Háskóla íslands, náði
meirihluta í ráðinu. Það munaði aðeins sex
atkvœðum á Röskvu og Vöku ogþví Ijóst að skoðanir
stúdenta eru skiptar þegar kemur að því hver eigi að
leiða hagsmunabaráttu stúdenta nœsta árið. Björg
Magnúsdóttir, sem sat í fjórða sœti lista Röskvu til
Stúdentaráðs í fyrra, hefur nú verið kjörin formaður
ráðsins. Stúdentáblaðið settist niður með Björgu
og rœddi við hana um sjálfa sig, komandi vetur og
hagsmunabaráttuna.
Björg er 22 ára Hafnfirðingur sem hefur lagt stund á
stjórnmálafræði undanfarið eitt og hálft ár samhliða
þvi að starfa sem blaðamaður á Blaðinu (og síðar 24
stundum). Hún æf ði lengi fótbolta og vill láta það fylgja
með að hún hafi aldrei á fótboltaferlinum fengið rautt
spjald. „Eg hef líka gríðarlegan áhuga á rituðu máli og
er í miklum vangaveltum og pælingum um lífið, eins og
ég reikna með að flestir séu í á þessum árum. Það eru
margir möguleikar og mig langar að gera svo margt.
Ég hef t.d. byrjað í tvígang á að skrifa skáldsögu, bæði
skiptin einhverntímann vel eftir miðnætti 1 hálfgerðu
tilfinningamóki. Síðustu drög, einhverjar 40-50 síður,
hurfu tímabundið þegar diskurinn í tölvunni minni
hrundi, en mér tókst að endurheimta þau. Ég ákvað
að lesa þau ekki strax yfir heldur bíða með það og ná
smá fjarlægð. Þegar ég las þau svo aftur uppgötvaði ég
reyndar að þetta var algjör skelfing."
En hvernig leggst þetta nýja starfíþig?
„Mjög vel. Þetta er langstærsta verkefni sem ég hef
ráðist í. Mér líður eins og mér hafi verið rétt autt blað
og ég fái að skrifa sögu eftir eigin höfði. Það er mikið af
hæfileikafólki að starfa með mér svo ég hlakka mikið
til. Það eru vissulega spennandi tímar framundan."
HÚSNÆÐISMÁL OG FJÁRHAGSSTAÐAN
MIKILVÆGUST
Já, vissulega. Að mörgu leyti er þetta með umbrotamestu
vetrum í sögu Háskólans - Háskólatorgið var tekið í
notkun fyrir þremur mánuðum síðan, sameining við
Kennaraháskóla íslands erá ncesta leyti, og stjórnskipulag
skólans er sömuleiðis að ganga í gegnum mjög róttœkar
breytingar þegar hinarýmsu deildir sameinast í sjálfstæð
vísindasvið.
„Einmitt. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við
nýtum Háskólatorgið og ég sé ótal möguleika í frekari
notkun þess, t.d. með því að fá deildir til að hittast
í Hámu fyrir og/eða eftir vísindaferðir. Þar eru líka
margir möguleikar til að færa Stúdentaráð nær
stúdentum - þó að það sé hrikaleg klisja þá finnst mér
mjög mikilvægt að gera SHÍ sýnilegra, bæði inn á við
og út, og ég held að ein leið að því sé að standa bæði
fyrir vitrænni hagsmunabaráttu og skemmtilegu
félagsstarfi.
Enn fremur gefst okkur við sameininguna og
sviðsskiptinguna tækifæri til þess að endurskoða
ýmislegt í starfi Stúdentaráðs sem mætti betur fara.
Við getum til dæmis hlerað hvað hefur gefist vel i
Stúdentaráði Kennaraháskólans og séð hvort við
getum með einhverjum hætti yfirfært það á okkar
starf.“
Ein hugmynd sem ég hef heyrt vceri að „taka frá“ sœti í
Stúdentaráði fyrir hvert hinna nýju fimm sviða, t.d.
fjögur sœti á hverju sviði. Þá vœri hœgt að hafa kosningar
innan hvers sviðs fyrir sig. Þetta hefur ekki verið mögulegt
hingað til vegna þess hversu margar deildirnar hafa verið
og hversu ójafnar þœr eru að stœrð. Þetta yrði vœntanlega
til þess að tryggja betur hagsmuni nemenda á hverju sviði
fyrir sig og fœra ráðið nœr stúdentum eins og hefur verið
mikið talað um.
„ Já, þetta er vissulega hugmynd. Ein af mörgum. Þetta
þarf bara að fara í prósess og en þegar þessir tveir
þættir, sameining og sviðsskipting byltast svona eins
og núna er kjörið tækifæri að líta í eigin barm.“
Hvaða mál eru mikilvœgustu málin á komandi vetri?
„Ég held að það séu tvímælalaust húsnæðismál
stúdenta, þ.e. að stúdentar hafi þak yfir höfuðið, og
lánasjóðsmálin; að stúdentar hafi pening í buddunni,
auk ofannefndra verkefna varðandi sameiningu
og sviðaskiptingu . Hvað húsnæðismál varðar er
mjög mikilvægt að við löndum lóðum undir 600
stúdentaíbúðir, en tíð meirihlutaskipti í borginni
hafa tafið það mál gríðarlega, jafnvel þótt allir flokkar
hafi nú þegar komið að vinnslu málsins og verið
jákvæðir. Hvað fjárhagsstöðuna snertir er mikilvægt
að þrýsta áfram á Lánasjóð íslenskra námsmanna
og fá ásættanlega niðurstöðu úr samningaviðræðum
við hann. Við höfum náð miklum árangri síðustu
ár, en það er enn heilmargt óunnið. Annars verður
málefnaskrá Röskvu mín hægri hönd, lykilplaggið í
baráttunni.”
Hverniggetur Stúdentaráð gert sig sýnilegra?
„Ég myndi t.d. vilja setja málefnaskrána okkar fram
með myndrænum hætti á fjölförnum stað - t.d. hér á
torginu - og svo krossum við bara við svo stúdentar
geti fylgst með hvernig baráttan gengur. Þannig eykst
vonandi áhugi stúdenta á starfinu, ég meina, það er
einhver ástæða fyrir dræmri kjörsókn. Svo er óskandi
að flutningurinn í Háskólatorg hafi líka eitthvað að
segja. Ég vil þá endilega hvetja stúdenta til að kíkja við
á skrifstofu Stúdentaráðs, sem er staðsett fyrir ofan
Bóksöluna. til að taka púlsinn á baráttunni, koma
með hugmyndir og segja frá reynslu sinni."
SEX ATKVÆÐA MEIRIHLUTI
Það skildu einungis sex atkvœði Röskvu og Vöku að sem
þýðir að sigurvegarinn hlaut 50,09% gildra atkvœða.
Engu að síður hlýtur Röskva meirihluta í Stúdentaráði
sjálfu, stjórninni ogöllum nefndum ráðsins, þ.e. 55% sœta
í ráðinu, 57% sœta í stjórninni og 60% alla nefndarsœta.
Háskólalistinn gagnrýndi þetta fyrirkomulag á sínum
tíma og það má gera ráð fyrir að Vaka geri það líka í ár.
Finnst þér þetta lýðrœðislegt?
„Kosningakerfið virkarþannig að ef það eru bara tveir
framboðslistar gerir það sigurvegaranum kleift að
stýra baráttunni algjörlega, og ég er alveg sannfærð
um að það er stúdentum fyrir bestu að Röskva leiði
þessa baráttu. Með þessum hætti vinnur ráðið eftir
heildarstefnu og gott samband milli nefnda er tryggt
auk þess sem upplýsingaflæði er eins og best verður
á kosið."
í lögum Stúdentaráðs er kveðið á um að staða
framkvœmdastjóraséauglýstogaðumsœkjendurséuráðnir
á „faglegum grunni og [litiðj sérstaklega til starfsreynslu
og þekkingar á viðkomandi sviði." Undanfarin ár hefur
framkvæmdastjóri hins vegar augljóslega verið ráðinn
á pólitískum forsendum, og nú er einn umsœkjenda af
framboðslista Röskvu síðan 2007. Vœri ekki ráðlegra að
ráða á faglegum forsendum og til lengri tíma en eins árs
í senn til þess að binda starf ráðsins saman, þó ekki væri
nema fjárhagslega? Svona er þetta hjá stúdentaráði KHÍ
og sömuleiðis hjá Bandalagi íslenskra námsmanna.
„Til þess að byrja á byrjuninni þá er ráðið faglega í
stöðuna, enda er hverjum og einum frjálst að sækja
um. En svo ég svari spurningunni þá hefur verið
uppi hugmynd þess efnis að ráða framkvæmdastjóra
ráðsins til lengri tíma en eins árs og hefur hún
augljósa kosti. Eins og ég sagði áðan verður margt
endurskoðað þegar KHÍ sameinast HÍ og án efa verður
starfstími framkvæmdastjóra Stúdentaráðs einn af
þeim þáttum.“
Helsta umræðan um Stúdentaráð síðustu ár hefursnúið að
því hversu langt ráðið eigi að ganga í að álykta um pólitísk
mál, eða mál sem snerta ekki stúdenta með beinum hœtti.
Hvar á að draga þessi mörk að þínu mati?
„Við erum náttúrulega stúdentar, og öll mál sem
snerta okkur með einhverjum hætti eru okkar
baráttumál. Ef það eru til dæmis 5.000 stúdentar
sprengdir upp í Bagdad þá finnst mér ekkert óeðlilegt
að við sýnum samúð - þetta eru erlendir kollegar
okkar - og ég get ekki séð að svona eigi að vera
eitthvað tabú, þetta kemur okkur öllum við sem
heimsborgurum. Auðvitað er teygjanlegt og loðið
hvað snertir stúdenta umfram einhverja aðra en það
gætu t.d. verið fæðingarorlofsmál, sem snerta ekki
alla, en vissulega mjög marga stúdenta engu að síður.
Það er mikilvægast að vera á varðbergi og líta í öll
horn... f raun lít ég á mig og Röskvu sem nokkurskonar
varðhund stúdenta, og varðhundur dregur mörkin
þegar vegið er að húsbóndanum - sem eru auðvitað
kjósendur okkar."
Skemmtilega orðað. Að lokum, hvað ber framtíðin í
skauti sér?
„Það er svo margt sem er hægt að gera, lífið er svo
spennandi að það er br jálæði að ætla að velja úr. En ég sé
þó fyrir mér hvernig bókaherbergið í framtíðarhúsinu
mínu á að vera - og þetta herbergi er eiginlega eini
fasti punkturinn í framtíð minni.“«
001.-003. Björg Magnúsdóttir er varðhundur stúdenta og formaður Stúdentaráðs.