Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 14
ífebrúarkomutvœrmiklaráhrifakonurúralþjóðlegu friðarráðikvenna-InternationalWomen'sComission for a Just and Sustainable Palestinian-Israeli Peace (IWC) - til landsins. Maha Abu-Dayyeh Shamas hefur barist fyrir auknum réttindum kvenna í PalestínuumlangtskeiðogAnatSaragustierísraelsk sjónvarpsfréttakona. Þcer voru boðnar hingað af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, sem er heiðursfélagi í samtökunum. Maha og Anat hafa viða um heim haldið fyrirlestra um ástandið í IsraelogPalestínu, meðáherslu á aðkomu ogframlag kvenna. Auk þess hafa samtökin beitt sér fyrirþví að bjarga konum frá svokölluðum heiðursmorðum og veitt konum lögfrceðiaðstoð í erfiðum málum. Það getur þó reynst þrautin þyngri því á sveeðum þar sem bœði ríkja borgaraleg og trúarleg löggeta mál á borð við skilnaði ogforrœðisdeilur orðið ncer óleysanleg. Undirrituð sótti fund með þeim Maha og Anat á Háskólatorgi og strax 1 upphafi gall við ferskan tón í tali þeirra sem heyrist yfirleitt ekki hjá stjórnmálamönnum. Þær segja það til dæmis skipta miklu máli að fara ekki alltaf hefðbundna leið feðraveldisins að hlutunum; það megi ekki bara vera þjóðarleiðtogar sem sjái um samningaviðræður heldur verði samráð að vera víðtækara og lýstu því ánægju sinni með að fá aðgang að háskólasamfélaginu á Islandi. Þegar þær ræða um friðarferlið þá benda þær á að í raun sé hæpið að tala um friðarferli þar sem á svæðinu sé hvorki neinn friður né neitt ferli í gangi. Þær kalla á friðsamlega lausn á deilunni með hjálp alþjóðasamfélagsins og í því samhengi minnast þær á að vaxandi styrkur hægrisinnaðra afla víðsvegar í heiminum fylli þær skelfingu varðandi framhald deilunnar þar sem alþjóðasamfélagið hefur mikið að segja með að leysa vandann. ..ÞÓ AD ÞIÐ SÉUÐ LÍTIL ÞÁ GETA SJÁLFSTÆÐ LÖND EINS OG ÍSLANP HAFT MIKTT. ÁHRIF. ÞIÐ GETIÐ GERT EITTHVAÐ OG HJÁLPAÐ OKKUR “ HERINN ÞAK YFIR SAMFÉLAGIÐ Hernámið í Palestínu hefur mikil áhrif á konur í báðum samfélögum. Hervæðingin er orðin föst í sessi og búið er að fjárfesta mikið í henni, enda fær ísrael yfirgengilegt fjármagn út á deiluna. Herinn er því eins og þak yfir allt í samfélaginu. í svoleiðis umhverfi er afar erfitt að ná fram jafnrétti vegna þess hve mikið er um heimilisofbeldi og vopn. Allir ganga í herinn við 18 ára aldur og það hefur mikil áhrif á daglegt líf. Maha og Ana sögðu frá því hvernig þær fengu hálfgert áfall við að koma í eðlileg samfélög þar sem hervæðing ræður ekki ríkjum. Maha segir alla umræðuna um Mið-Austurlönd í þessu samhengi vera mjög villandi. Hún varar við því að falla í þá gildru að tala um Israel og Palestínu í sömu andrá og Irak eða Iran. Þetta eru ólík lönd með ólíka menningu og tungumál. „Við erum bara að tala um ísrael og Palestínu," segja þær. „Það er margt í menningu þjóðanna tveggja sem er líkt, meirihlutinn af samfélaginu eru trúlaus og frjálslyndur, við deilum menningu að ákveðnu leiti, við höfum sömu semitísku rætur, við erum öll systkyni. Það þýðir ekki að setja merkimiða á okkur. Palestínumenn eru t.d. ekki allir dökkir á hörund, með Kóraninn í hendinni að tala um ji’had og hvernig best sé að eyðileggja heiminn. Það skiptir miklu máli fyrir framvindu málsins að konur fái að taka virkari þátt í samningaviðræðum. Konur sjá oft hlutina í öðru samhengi en karlmenn og rödd þeirra verður að heyrast, því hún er of mikilvæg til þess að týnast í þessu erfiða og alvarlega máli.“ FJÖLMIÐLAR SÝNA BARA EINA HLIÐ MÁLSINS Stúdentablaðið: Hver erykkar skoðun áfriðarráðstefnunni íAnnapolis. Hefur hún haft einhver áhrif? Anat: „Við vissum það fyrir ráðstefnuna að hún var dæmd til að mistakast. Bush var eingöngu að skapa aðstæður til að láta ljósmynda sig - þetta vildi hann sýna heiminum. Það er hættulegur leikur að lofa einhverju sem þú getur ekki staðið við og það á berlega við í þessu tilviki. Það er staðrey nd að síðan í Annapolis hafa verið stöðugir fundir á milli leiðtoganna tveggja en það á ekkert eftir að koma út úr þeim og enn hefur ekkert áþreifanlegt gerst. Þess vegna er afar mikilvægt að gripið sé til einhverra aðgerða strax. Það er verið að reyna að friða fólk með því að láta sem að eitthvað sé að gerast í kjölfarið á Annapolis en það er ekkert að gerast. Þeir settu sér ekki einu sinni tímaramma fyrir ferlið sem átti að fara í gang. Þetta er mjög hættulegt og í hvert sinn sem skref er tekið í þessa átt hefur ástandið versnað. Það hefur verið þannig síðan Oslóarsamningurinn var gerður. Við getum tekið sem dæmi hvað er að gerast i Bandaríkjunum núna; það eru að koma kosningar en ekkert á eftir að breytast með nýjum forseta. Ekki á fyrsta kjörtímabili, sagan hefur sýnt okkur það. En það er líka þess vegna sem við erum hér á íslandi. Þó að þið séuð lítil, þá geta sjálfstæð lönd eins og ísland og hin Norðurlöndin, haft mikil áhrif, sérstaklega þar sem þið hafið sterka ,J>IÐ GETID GERT EITTHVADC< ®

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.