Stúdentablaðið - 01.03.2008, Page 19
TALFÆRNINAMSKEIÐ
f ÞÝSKALANDI
DRAUMUR ORÐINN AÐ VERULEIKA
002. Greinarhöfundur og fleiri kátir á Markplatz í Tubingen.
■ wtt/
„Þegar ég var nemandi i þýsku hérna í háskólanum
fannst mérskrýtið að námið vceri allt hérna á íslandi.
Afhverju fékk maður aldrei að fara til Þýskálands?
Svo fékk ég starf við Háskólann og það var alltaf
draumur minn að fara með námskeið til Þýskalands
Svona lýsir Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku,
aðdraganda þess að talfœrninámskeið í Þýskalandi
var sett á laggirnar. „En ég vildi ekki hafa það langa
helgi þar sem allir fara í búðir og skemmta sér og fara
svo heim. Heldur átti það að vera í háskólaborg, þar
sem allir þurfa að váknaá morgnanna, fara í skólann,
vinna verkefni og taka þátt í stúdentalífinu." Það
reyndist ganga eftir: Þáttakendur gistu hjá þýskum
fjölskyldum, mcettu í tíma í hjarta háskólasvceðisins,
borðuðu í risastóru stúdentamötuneyti og mœttu á
kvöldin á pönktónleika til að mótmcela skólagjöldum
í stúdentaheimilinu.
Oddný náði að afla sér sambanda í háskólabænum
Tiibingen, í sambandslandinu Baden-Wurttemberg
í suðvestur Þýskalandi, þar sem Eberhardt Karls
Universitát rekur Internationale Sprachprogramme,
sem hefur það hlutverk að kenna erlendum nemum
þýsku og tekur á móti hópum frá öllum heimshornum
í námskeið í þýsku tungumáli og „Landeskunde".
Fyrsta ferðin var farin 2001 en þann 27. janúar
síðastliðinn lagði 18 manna hópur frá HÍ af stað í
áttunda skipti til að vera í Tubingen í tvær vikur. En
það var nýlunda i ár að nememdur úr öllum deildum
tóku þátt. Spurð um ástæður þess svarar Oddný: „í
fyrsta lagi hafði hópurinn minnkað svolítið, en það
hafði alltaf verið draumur að leyfa fólki úr öðrum
greinum en þýsku að koma vegna þess að það er leið
til að kynnast Þýskalandi á jákvæðan hátt. Um leið
og maður kemur á staðinn þá sér maður hvernig það
tengist líka manns eigin námi hvort sem maður er í
hagfræði, viðskiptafræði, verkfræði, mannfræði eða
landafræði."
BJÓRKVÖLD MEÐ ÞÝSKUM
ÍSLENSKUNEMUM
í hópnum var fólk úr þýsku, viðskiptafræði,
mannfræði, listfræði, erfðaráðgjöf, þýðingafræði,
jarðeðlisfræði, bókmenntafræði og tölvunarfræði,
sem þekktist frekar lítið í upphafi en var orðið góðir
félagar í lokin. Fyrir utan námskeiðið sjálft sem fólst
að mestu leyti í hópverkefnum og fyrirlestrum um
efni eins og hvernig íslendingar geti sagt þýskt „R“ og
„international kommunikation", þá var farið í nokkrar
ferðir um svæðið. Fyrst til Metzingen, heimabæjar
Hugo Boss tískufyrirtækisins, en í þessum 5 þúsund
manna bæ eru tugir risastórra tískuvöruhúsa sem
selja merkjavörur á góðu verði. Einnig var farið til
Stuttgart og Mercedez Benz safnið skoðað, en svo
vill til að herra Benz og herra Daimler fundu upp
bifreiðina hvor í sínu horni Baden-Wurttemberg
árið 1886. Þar fékk hópurinn líka að sjá móderníska
uppfærslu á Wagneróperunni Hollendingurinn
fljúgandi, þar sem konur með ísskápa, dvergar í
hundakofum og karlar í gúmmibátum komu mikið við
sögu. Auk þess var farið til Strassbourgar í Frakklandi,
líklega til að sýna hvað sú borg er þýsk, en að minnsta
kosti eru arkitektúrinn og matargerðin nákvæmlega
eins báðum megin landamæranna. Eitt var þó ólíkt:
Leigubílstjóraverkfall sem stíflaði umferðina á leið til
Þýskalands.
Það lærdómsríkasta var hugsanlega „Stammtisch" eða
bjórkvöld með öllum íslenskunemunum í Túbingen,
en það kom í ljós að u.þ.b. 20 af 20 þúsund nemum
háskólans eru að læra íslensku. Flestir þeirra taka
hana sem hluta af námi sinu í norrænum fræðum,
fyrir utan eina ungverska stelpu, sem er að læra
þýsku við HÍ en fór sem Erasmus skiptinemi út til
að læra íslensku. Hugmyndin var sú að skiptast
á að tala íslensku og þýsku yfir bjórkrúsunum.
Þjóðverjarnir afsökuðu mikið hvað íslenskan þeirra
væri léleg og beygingarnar erfiðar. Undirritaður er
alls ekki sammála og skildi allt þrátt fyrir gallaðar
beygingar. Tjáði þeim að íslenskan væri fín og áttaði
sig um leið á því að best væri að gleyma málfræðinni
úr þýskutímunum í MH og tala bara málið. Og það
virkaði vel.
Þýskan á hrós skilið fyrir að skipuleggja þetta nám-
skeið, og það væri til fyrirmyndar ef allar tungumála-
deildir sendu nemendur út. En þrátt fyrir töluverðan
áhuga, eru það enn sem komið er einungis þýskan og
danskan sem gera tungumálanámið svona lifandi. ■