Stúdentablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 21
001. María Jónsdóttir.
Margir nemendur Háskólans kannast án efa við Maríu
Jónasdóttur eða ungfrú Hámu sem er veggfóðruð
inni í matsölunni, nartandi í lítið epli fyrir framan
svanga stúdenta. Hún er fulltrúi kvenkynsins hvað
varðar álitsgjöf og vakti athygli okkar fyrir glæsileika
og áður óséða hnyttni í klæðaburði. Mæsa, eins og
hún er kölluð, hafði búist við meiri staðalímyndum
í Háskólanum og finnst henni erfitt að greina fólk í
deildir út frá klæðaburði.
Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson sigraði hjarta
okkar með leiftrandi kómík og ólgandi lífsþrá. Hann
er týpan sem er til í allt, alltaf og hægt að plata í allt,
alltaf. Með þeim góðu kostum vann hann sér örugglega
tryggt sæti sem fulltrúi karlkynsins í rýnihóp okkar.
Staðalimyndir Háskóla íslands eru honum hugleiknar
en hann reiknar með að með tilkomu Háskólatorgs
muni sérstaða deilda hvað varðar stíl og klæðaburð
stúdenta mást út. Gunnar Hólmsteinn telur þó að
skólatöskur nemenda afhjúpí þeirra innri mann og
segist kokhraustur geta staðsett nemendur í deildir
útfrá þeim.
3. Hárið segir mér að þetta sé erlendur skiptinemi,
íslendingur væri ekki með svona sítt hár. Hann gæti
verið í jarðfræði eða vistfræði. Það er smá hippi í
honum og svona passionate hugsjónamaður. Þessi er
flying solo sko en trúir á ástina. Hann spilar á gítarinn
og er algjör rokkari. Hann á annað hvort hliðartösku
sem hann gróf upp á háalofti eða Fjallraven-bakpoka.
Hann drekkur bjór og fer á Dillon.
3. Á þumli hans má sjá að hann er tónlistarmaður,
spilar svona grunge-músík og hann lærir íslensku til
þess að geta samið betri texta. Hann lét hárið vaxa til
þess að athuga hvort það hefði áhrif á tónlistarsköpun
sína en hefur ekki snyrt það almennilega síðan hann
ákvað að safna því. Hann var í MH og fer á Dillon
eða Kaffibarinn. Síðan reykír hann hass og lifir fyrir
Hróarskeldu. Hann er ekki dæmigerður háskólanemi.
4. Snyrtimennskan er afar áberandi og klipping og
úlpa segja raungreinar. Hann er svona „jogging hittir
snyrtilega hárgreiðslu" - gæi sem er sannkallaður
vísindaferðakóngur. Hann á bakpoka sem er hægt
að koma fartölvu í og fór fjölmargar ferðir í búðina
áður en hann keypti hann. Hann dansar og fer á blind
stefnumót.
4. Loðkragaúlpan segir mér að þessi sé í tölvu- eða
hugbúnaðarverkfræði. Mér finnst reyndar hetturnar
tvær ekki ganga upp saman, en hann áttar sig ekki
á því. Hann er late-bloomer og fann sig félagslega í
Háskólanum, Hann er 21 árs, gagnkynhneigður en
finnst samt gaman að fara á Q-bar. Skólataskan hans
er rauður Jansport bakpoki og hann „lanar“ pottþétt.
5. Þessi er ekki í hugvísindadeild heldur í
viðskiptafræði eða lagadeild. Hún er meðvituð um
skaðsemi ljósabekkja en er hrifin af brúnkukremi.
Ég veit ekki hvort að þetta sé eitthvað statement með
bleika lit peysunnar en ég fæ ekkert mega femínista-
vibe frá henni. Hún gæti farið á Sólon og fengið sér
Breezer eða eitthvað með ávaxtabragði. Þessi á
fartölvubakpoka og dúllutösku úr leðri. Ég gæti trúað
að hana langi í Poodle-hund einn daginn.
5. Við erum að horfa á 3. árs lögfræðinema í stofunni
heima hjá pabba sínum sem er hæstaréttarlögmaður.
Hún naglalakkar sig í frístundum og er áskrifandi að
ítalska Vogue. Ég held hún hafi verið í sambandi í 5
ár og kærastinn er fótboltastrákur í Fylki sem þjálfar
yngri flokkana. Hún kýs Sjálfstæðisflokkinn og
djammar á Vegamótum. Punktur.
3. Baldur Sigurðsson. 20 ára. Stærðfræði. Hann segist
ekki vera staðalímyndaður stærðfræðinemi af þeirri
ástæðu að hann trúir ekki á staðalímyndir. Hann segir
að allir séu sérstakir og að staðalímyndir séu ekki til.
4. Jón Ragnar Jónsson. 24 ára. Læknisfræði. Hann
segist vera villtari læknisfræðinemi en gengur og
gerist. Framtíðarsýn hans er ekki einbýlishús með
hvítri tíglagirðingu heldur æsileg goðafræði og
mótórhjólatúrar.
5. Jóna Dögg Þórðardóttir. 26 ára. Stjórnmálafræði.
Hún segist ekki vera hinn dæmigerði, hápólitíski
stjórnmálafræðinemandi sem hefur kraftmiklar
skoðanir á einu og öllu. Enda séu fræðin góður grunnur
fyrir fjölmargt í lífinu.
venjulega læknar hann venjulegt fólk með ofboðslega
venjulega sjúkdóma. Það - er Jón Ragnar.
Ég hef sjaldan séð jafn skrítinn fugl. Jóna Dögg er fugl.
Hún tók á móti mér í íbúð sinni á Hverfisgötu. Ég vildi
að ég ætti svona æðislega íbúð. Hún er rúmgóð, opin,
björt og í henni er stórt eldhús og enn stærri stofa. í
sama rýminu. Þegar ég fór úr skónum og gekk inn í
íbúðina byrjar Jóna að stússast eitthvað £ eldhúsinu
og brjóta saman þvott - eða eitthvað í þá veru. Ég tek
fram myndavélina og bið hana að setjast í sófann.
Eitthvað klúðra ég því að hlaða filmu í vélina mína
og þarf því að taka hana úr aftur í algjöru myrkri. Ég
neyddist til að fara með filmuna inn í svefnherbergi og
loka að mér. Frekar vandræðalegt.
Pétur Markan er guðfræðinemi. Þetta veit ég vegna
þess að þegar móðir mín var í Cand. Theo námi var
hún stundum í tímum með Pétri. Hún bar honum
vel söguna og vonaðist til að ég þekkti hann. Það
gerði ég reyndar ekki á þessum tíma en nú þekki
ég hann ágætlega. Pétur var virkur þátttakandi £
myndatökunni. Ég bað hann að stilla sér upp i runna
við Tjörnina. Hann gerði það og sagði svo: „Væri ekki
góður teaser að hafa Frikirkjuna í bakgrunni?" Það
fannst mér og þvi sést glitta i kirkjuna hinum megin
við Tjörnina.
Ég velti oft fyrir mér fólki. Þegar ég var yngri og notaði
almenningssamgöngur í meiri mæli en ég geri nú,
notaði ég oft ferðatímann í að rýna í samferðamenn
mina í þessa stuttu stund meðan vagninn rann áfram.
Ég gat skáldað upp heilu sögurnar um þetta fólk. Það
er eðlilegt. Þegar maður kynnist fólki í fyrsta sinn
eigum við það til að fylla inn í eyðurnar, geta okkur til
um hagi þess og lífsstíl og jafnvel fella dóm á hvort við
viljum kynnast þeim eður ei. Hvort sá dómur reynist
réttur er annað mál.