Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.03.2008, Side 12

Stúdentablaðið - 01.03.2008, Side 12
HXJNDRADOCTVFTR REYKJAVÍK 001- 012. Svipmyndir frá Vatnsmýrinni. fx l I r I XA/V X 9 X iii1áA/\ yVjT) '•/'{ í 1 iuM' I ' jf I X / r\j rjy y í wrrÍpi -1 IWI ?. ■P8JT ... '• ’ * fS&Zl V ^ ; ' ; 1 ^ » : r • ■; »j y & - ir Dómnefnd um tillögur sem bárust í samkeppni Reykjavíkurborgar um skipulag Vatnsmýrarinnar hefur lokið störfum. Niðurstöðurnar voru kynntar á sýningu í Hafnarhúsinu og í eigulegri bók sem var gefin út i tengslum við sýninguna og nefnist Vatnsmýri/102 Reykjavík. Tillögurnar verða enn fremur til sýnis á Háskólatorgi til 30. mars. Það er ljóst að hugmyndasamkeppnin og niðurstöður hennar marka tímamót í allri umræðu um Vatnsmýrarsvæðið.íþessarigreinverðursigurtillagan skoðuð frá ýmsum sjónarhornum, meðal annars með tilliti til þýðingar hennar fyrir Háskóla íslands og þá sem þar nema og starfa, en einnig fyrir borgarbúa, og raunar landsmenn alla. VÍÐTÆKT SAMRÁÐ Undirbúningur keppninnar hefur staðið lengi yfir, og á í raun rætur að rekja til atkvæðagreiðslu sem fór fram £ marsmánuði 2001 þar sem Reykvíkingum var gefinn kostur á að kjósa um hvort Reykjavíkurflugvöllur ætti að vera áfram í Vatnsmýri eftir árið 2016 eða hvort hann skyldi víkja. Naumur meirihluti taldi réttast að hann væri brottfluttur, og í kjölfarið ákváðu borgaryfirvöld að efna til hugmyndasamkeppni um heildarskipulag svæðisins. Stýrihópur keppninnar hélt fundi með stjórnendum þeirra stofnana og fyrirtækja sem eru næst svæðinu, þ.e. Landspítalanum, Flugleiðum, Háskóla íslands, íslenskri erfðagreiningu, Valsmönnum og Háskólanum í Reykjavík sem hafði nýverið fengið úthlutað landi í suðaustanverðri Vatnsmýrinni. Sjónarmið almennings voru síðan könnuð á sérstökum samráðsdögum sem fram fóru í Listasafni Reykjavíkur haustið 2005. Síðar sama haust stóð SHÍ fyrir samráði við sina umbjóðendur. Hugmyndakössum var komið fyrir víða um háskólasvæðið og helstu tillögur þeirra voru síðan ræddar á sérstakri málstofu í október 2005. Niðurstöðurnar voru siðan dregnar saman og skilað til borgaryfirvalda í nóvember. Stýrihópur keppninnar setti í framhaldinu saman keppnislýsingu þar sem tillit var tekið til ofangreindra hagsmunaaðila, og eftir nokkurt þóf var keppninni hleypt af stokkunum í lok marsmánaðar 2007. Nú liggja niðurstöðurnar fyrir. Ein tillaga, unninafteymi arkitekta frá Edinborg í Skotlandi var úrskurðuð best og tvær aðrar voru einnig taldar í fremstu röð og deildu með sér öðru til þriðja sætinu. Alls bárust 136 tillögur í keppnina. o BÍLAR KALLA Á ÞÉTTINGU Það sem er áhugaverðast við samráðsferlið í heild er hversu mikill einhugur virðist vera meðal hlutaðeigandi aðila um að byggja þétta borgarbyggð á svæðinu í stað þess úthverfaskipulags sem hefur einkennt alla uppbyggingu á Höfuðborgarsvæðinu síðustu hálfa öld eða svo. Rúmlega 80% þátttakenda í samráðsdögunum kusu t.a.m. blandaða og þétta byggð og margir nefndu að í Vatnsmýri gæfust tækifæri til að gera Reykjavík að „borg“ - „fjölbreyttri, fallegri og evrópskri" borg sem styrki miðbæinn. Um 50% þátttakenda vildu þéttleika á við þann sem er í miðbænum og Þingholtunum. Eflaust spilar stóraukinn bílavandi í borginni á undanförnum einum og hálfum áratug stóran þátt í þessum svörum. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar sagði í samtali við útvarpsþáttinn Krossgötur að bílaeign Reykvíkinga hafi aukist gríðarlega á undanförnum árum og að hún sé nú með því hæsta sem gerist í heiminum. Vandamál bílaeignarinnar hafi verið að koma í ljós og því hafi myndast meiri eining meðal borgarbúa og innan borgarstjórnar um að bæta aðrar samgönguleiðir. Málið sé ekki mjög pólitískt lengur. Þetta er ánægjuefni, enda er öllum ljóst að það er hvorki aðlaðandi kostur né hagkvæmur að ausa sífellt meira fé í bílastæði og mislæg gatnamót. Það er ótrúlegt að heyra að hlutfall umferðarmannvirkja fari í allt að 70% lands í Grafarvogi, en sem betur fer vilja fáir gera sömu mistök í Vatnsmýri. í sama útvarpsþætti vakti ítalski arkitektinn Massimo Santaniccio einnig athygli á þeim einföldu sannindum að umferðarmannvirki stefna fegurð borgarinnar í hættu, og hann nefndi í því samhengi að Þingholtin væru að hans mati fegursti borgarhlutinn - þar væri þrátt fyrir fjölbreytta húsabyggð eins konar eining, þar er líf eftir klukkan fimm, og almenningsrými þar sem fólk á samskipti. Bílar henta illa í slík rými, og þeir mega ekki ráðast inn í þau eins og er alltof algengt að sjá á gangstéttum og torgum á svæðinu. EINSTAKT TÆKIFÆRI Annar evrópskur arkitekt, Þjóðverjinn Hildebrand Machleidt, sat í dómnefndinni. Hann er einn lykilmanna bak við þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Berlín síðustu ár. Hann líkir ástandinu i Reykjavík við ástandið sem skapaðist í Berlín eftir fall múrsins. Þar voru gríðarstór óbyggð svæði í miðri borginni mitt á milli austur- og vesturhlutans sem léku lykilrullu í uppbyggingu borgarinnar. Hollenski arkitektinn Rem Koolhaas nefnir það sömuleiðis „munað" að eiga svo stórt ónotað svæði í miðri borginni og segir að vegna smæðar Reykjavíkur séu skipulagsmál í nýju hverfi viðráðanlegri en í stærri borgum og því þurfi ekki að vera svo langt milli hugmyndar og framkvæmdar. Að mati Machleidt er flugvallarsvæðið frábært tækifæri til að snúa útþenslu Reykjavíkurborgar við og þétta borgina innan frá. Á svæðinu sé hægt að byggja blandað hverfi í takt við óskir borgarbúa. Svo vel takist til - eins og verið hefur í Berlín - er mikilvægt að byggðin sé sannarlega blönduð, en það getur víst reynst erfitt frammi fyrir ágangi markaðarins og þvi mikilvægt að skipulagið sé strangt, einfalt og skýrt en engu að siður sveigjanlegt. Háhýsi eru t.a.m. sjaldgæf i ýmsum hlutum Berlínar en þeim er hins vegar fundinn hentugur staður ef með þarf. Slík hús verða sjálfkrafa að kennileitum borganna og því er mikilvægt að þau hýsi mikilvæga eða táknræna starfsemi, t.d. skrifstofur alþjóðlegrar stofnunnar. Hann segir að Berlín sé beinlínis skipulag þar sem hlutföll og kvarðar eru virtir og mikill vilji er til að endurvekja gamla borgarmynd. Gömul hús styrki sjálfsmynd borgarinnar og fólki þyki vænna um gömul hús, og slíkar tilfinningar skuli ekki vanmeta. Þetta sé mikilvægt fyrir Vatnsmýrarsvæðið og því eigi að leggja kapp á að hún verði eðlilegt framhald gamla borgarhlutans. HÁSKÓLINN FÆR NÓG PLÁSS I keppnisgögnunum sem þátttakendur fengu eru þrjú svæði tilgreind fyrir Háskóla fslands, þ.e. núverandi háskólasvæði; svonefnt vísindagarðasvæði sem afmarkast af Oddagötu í vestri, Eggertsgötu, Njarðargötu og Öskju í norðri; og svonefndu fluggarðasvæði sem er handan Njarðargötu til móts við hús íslenskrar erfðagreiningar. í sigurtillögunni er háskólasvæðinu gefinn nokkur gaumur og gert ráð fyrir að byggingum við Sæmundargötu og Suðurgötu fjölgi mjög og að byggt sé nærri Suðurgötu allt frá hringtorginu og að Hjarðarhaga. Þá er götunni sjálfri breytt í eins konar breiðgötu með trjám í miðju. Tölvugerð mynd af nýrri Suðurgötu er að mati blaðamanns mjög heillandi en ég ákvað að spyrja Ingjald Hannibalsson,

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.