Stúdentablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 28
EKKIER ALLT
GUEL SEM GLÓIR
ÖKUTÍMAR - LAY LOW
Það hlaut að smella. Ég fílaði Lay Low alltafágœtlega
en það vantaði eitthvað. Þegar ég heyrði „Saman
vissi ég hvað það var. tslenskur texti. Eitthvað
áþreifanlegt úr mínum merkingarheimi, eitthvað
lókal, eitthvað sem opnar eyrun. íslenskur blús. Og
þannig fara Ökutímar af stað.
í fyrstu lögunum er Lovísa Elísabet ein með
kassagítarinn. Tónarnir eru svo hreinir og
áreynslulausir að maður trúir því eiginlega ekki að hún
syngi svona vel. Þó að lögin fái að sögn að láni textabrot
og hugmyndir úr samnefndu leikriti seni lögin voru
samin fyrir þá kemur það ekki að sök, þau standa alveg
fyrir sínu. Þó verður að játast að lagið „Gleðileg jól“
- sem er vissulega jólalag - gerir heildarbrag fyrstu
laganna nokkuð sérkennilegan, það er eitthvað skrítið
við að hlusta á jólalög svona meðan maður er enn að
hlaupa af sér súkkulaðibitakökurnar.
í því lagi syngja leikarar úr sýningunni ásamt Lovísu
og svo er einnig í laginu „Forboðin ást.“ Þeirra innskot
dansa á mörkum þess hallærislega en er með góðum
vilja hægt að leiða hjá sér.
I fullkomnum heimi hefði plötunni lokið með því
lagi. Fimm ný lög frá Lay Low - það hefði mátt gefa
þetta út á Netinu og í takmörkuðu upplagi á vínyl (og
kannski skera „Gleðileg jól“ frá til að ná sem bestri
nýtingu) eða eitthvað. Þess í stað fá hlustendur átta
lög til viðbótar þar sem Lay Low flytur lög eftir Dolly
Parton. Útsetningarnar eru mjög hefðbundnar - allt
að því óspennandi, hér er i öllu falli engin dirfska á
ferðinni - og bæta engu við lögin eins og þau eru
þegar i flutningi köntrýbombunnar. Mér skilst að lög
Dollýjar hafi gegnt veigamiklu hlut verki í uppsetningu
Leikfélags Akureyrar og það getur vel verið. En fyrir
þá sem virtu óskir Lay Low um að hata sig ekki fyrir
einu og hálfu ári síðan og eru í leit að meiru í þeim dúr,
eða meiru í ætt við „Saman" þá er ólíklegt að síðari 22
mínútur plötunnar rati undir geislann. Fyrir fólk í leit
að Parton tribjútum er þetta kannski gullkista. En
ekki er allt gull sem glóir. ■
001. Ökutímar.
FRAMHALDSLÍFINU FAGNAE)
BORKO - CELEBRATING LIFE
bratyn^ lifo
;
Borko. Krúttlegasta krúttið. Bangsinn í hópnum.
Hann hefur verið viðloðandi þessa krúttsenu frá
upphafi að því er virðist, lék á hitt og þetta í Rúnk,
gaf út lag og lag í þessum krúttlega raftónlistarstíl
sem múm ruddu brautina fyrir en það er ekki fyrr en
nú, eftir að hrokagikkir út í bœ hafa lýstyfir dauða
krúttsins, sem hann gefur út breiðskífu.
Spurningar taka að vakna. Hvernig getur eitthvað
verið dautt sem fagnar lífinu með þeim hætti sem
gert er á Celebrating Life? Er það ekki kaldhæðnislegt
að síðasti krúttíkaninn gefi út plötu sem heitir þessu
nafni fáum mánuðum eftir að stefnan er jörðuð í
Lesbók. Eða er þetta kannski meðvitað? Svar í formi
plötu? Sumir tónlistarmenn vilja víst ekki skrifa um
eigin tónlist (né láta skrifa um hana - hvernig geta orð
lagt mat á tónlist, segja þeir, eða, að skrifa um tónlist
er eins og að dansa um arkitektúr (ekki að undirritaður
sjái í sjálfu sér alvarlega meinbugi á því)). Auk þess
er miklu áhrifaríkara að svara gagnrýnendum með
plötum. Allavega svalara.
Gott og vel. Lífinu er fagnað; kannski vegna þess að
dauðinn vofir yfir, kannski vegna þess að það er rétt
að hefjast. Hér eru í öllu falli fjórar ástæður til að
fagna ærlega. Þar af eru þrjár þeirra númer eitt, tvö
ogþrjú.
Upphafslagið „Continental Love“ hefst á lykkju
þar sem rödd Borkos syngur stutt „ah-ah-ah—
ah—ah“ á taktfasta vísu. Smám saman bætast
hljóðfærin við eitt af öðru; hljóðgervlar, kassagítar,
klukkuspil af einhverju tagi, tölvugerðar trommur,
málmblásturshljóðfæri, rafmagnsgítar, rokktrommur
og að lokum enn fleiri blásarar. Þetta gerist hægt og
bítandi, á epíska vísu, allar laglínur eru gríðarlega
einfaldar en ákafinn eykst, styrkurinn magnast,
lífsþrótturinn tekur öll völdin, líbídó Borkos fer á
fulla ferð áfram og svo eru fimm mínútur liðnar.
Og þá er gleðin úti. Treginn leikur stærra hlutverk í
næsta lagi, hinu Mugisonlega „Spoonstabber" þar
sem Borko fullyrðir „if you go tonight / I will shut my
eyes“ meðan trompetar væla makindalega með, taka
undir blúsinn; allir gráta saman. Hefðbundnara en
opnunarlagið í alla staði en stórgott engu að síður.
Þriðjaverkið,„Shoobaba“ersvoelstalagskífunnar.Það
kom fyrst út á Fjölskyldualbúmi Tilraunaeldhússins
sumarið 2006 en er að sögn um sex ára gamalt lag.
Þetta er poppað indírokk með textalausum söng, nóg
af gítar og skrítnum rafhljóðum til að halda manni
við efnið. Lagið er aðeins frábrugðið því sem var í
Fjölskyldualbúminu, mér heyrist að málmblástur sé
nýr og auk þess eru trommur mun eðlilegri, en þær
voru áður mjög bjagaðar.
Sjöttalagið„SummerLogic“ersvoafbragð.Pumpuorgel
leggur hljóm sem er hlaðið ofan á kassagítar,
002. Borko - Celebrating Life.
einstaklega smekklegu slagverki og hljóðgervlum svo
lagið fer að minna á eitthvað af hinni tíu ára gömlu
TNT með Tortoise, og svo hjálpar málmblásturinn til
við stemmninguna áður en hann kemst í sviðsljósið
og flytur gullfallega melódíu. Munnhörpusóló
stelur svo senunni undir lok lagsins - hvergi nema í
sumarnóttinni myndi slíkt ganga - blásturinn verður
allur konunglegri, kannski er verið að fagna lífinu sem
tekur við eftir að gengið er gegnum gullna hliðið.
Önnur lög eru síðri. Hér er ekkert vont, en þau eru
einfaldlega ekki jafnsterk og þau sem hér hafa verið
tilgreind, skortir kannski áþreifanlegri einkenni,
sterkari laglínur eða annars konar króka. Þá hegg ég
eftir ljótum skiptingum orða niður á nótur í textum
eins og í „Dingdong kingdom" þar sem Borko syngur
„ smel-ling / my king-dom.“ Raunar hefur þetta oft
háð tónlistarmönnum í þessari kreðsu, kannski þykir
þetta flott þar.
Svo, framhaldslíf krúttanna er ágætt og frábært á
köflum. Að vísu er efnið gamalt, allt að sex ára sem
fram hefur komið, en Celebrating Life er með sterkari
plötum Morr útgáfunnar að síðustu (enda mest
hrútleiðinlegt sem kemur þar út og er ekki íslenskt).
Borko virðist hafa ærna ástæðu til að fagna og við
getum öll fagnað með. ■