Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 3
SÖNGMÁLABLAÐ
Gcfið út af Sambandi islenskra karlakóra og á þess ábyrgð.
RITSTJÓRI: PÁLL ÍSÓLFSSON ORGANLEIKARI, MÍMIS-
VEG 2, REYKJAVlK, SÍMI 4G45, PÓSTIIÓLF 171.-------
AFGREIÐSLUMAÐUR OG FÉHIRÐIR: S. HEIÐAR,
BAUGSVEG 13, REYKJAVÍK, SÍMI 4913, PÓSTHÓLF 171. -
2. hefti - 2. árg. Árg. kr. 4.00 greiðist fyrirfram. Júni-ágúst 1936
EITT A F MÖRGU.
EFTIR JÓNAS TÓMASSON.
Önnur grein í lögum Sambands ísl. karlakóra hljóðar
svo:
„Tilgangur sambandsins er að efla karlakórssöng í land-
inu“. Og tilgangi þessum vill félagið ná með því einu,
að efna til almennra söngmóta, er ástæður leyfa. Sbr. 3.
grein.
Stefnuskráin, — loforð stofnenda um, hvað gert skyldi
— gat ekki verið einfaldari en að ofan er lýst. Ef stjórn
S. I. K. sér um, að söngmót séu haldin við og við, má bú-
ast við, að fleiri og fleiri félög bætist í hópinn og á þann
hátt verði söngurinn öflugri — og virðist þá tilgangi
lagabókstafsins náð. En þótt söngmótin séu og verði
alltaf aðalþátturinn í starfi sambandsins, mega þau ekki
vera eini þátturinn. Sóngmótin eru sá þátturinn, sem
líkja mætti við akkerisfesti skipsins, þátturinn, sem sist
má slitna. En fleiri þætti, slög og strengi, stærri og
smærri })arf um borð. Svo er einnig um Samband isl.
karlakóra, ef siglingin á að ganga þannig, að til sóma
verði.
En „svo má teygja lög sem lopa, úr lögunum spinna