Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 21

Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 21
Battistini 51 barítóninn nokkuð á dýpt bassans og á hæð tenórsins. (Bassi þýðir grunnur = dýpsta rödd, en tenor er upp- haflega myndað af sögninni tenere, sem þýðir að halda, þ. e. að lialda laginu). Raddhreimur Battistini var aðdáunarverður og með heitum og samræmdum hljómblæ lék rödd hans erfiðis- laust uni allt lónsviðið, jafnt hátt sem lágt. En sá ein- faldleiki í túlkun þeirra viðfangsefna, sem hann flutti, var þó án efa sá segull, sem drýgstan þátt álti í því, að seiða lil sin liugi manna og gjöra Battislini að éin- hverjum allra vinsælasta söngvara sinnar samtíðar. Eilt af því, sem varð Battistini lil mikilla ástsælda og upphækkunar á listfengi lians, var hans dæmalausa úthald við að syngja opinberlega. Hann flutti erfiðustu óperuhlutverk og iiéll sjálfstæða liljómleika ó áttræðis- aldri. Hann slarfaði sem sé að opinherum tónflutningi milli 50 og 60 ár. Ilefir nokkur annar á sama sviði sýnt meira þrek eða þolgæði? Mér er a. m. k. ekki kunnugt um, að neinn komist þar til jal'ns við hann. Og hvernig hljómaði svo þessi síðasti söngur Battistini? Röddin hélt ferskum og ljóslifandi æskulireimi lil hins siðasta. Battistini var fullt sjötugur seinast, þegar ég hlýddi á söng hans. Það var í stærsta hljómlistarsal Berlinar. Það kviild söng hann lög, sem eru erfið mörgum bari- tónum á hlómaskeiði æfinnar. Ekki varð annars vart en að rödd hins aldraða snillings væri óþreytt að lokn- um söng þeirra viðfangsefna, er liann liafði valið sér. En þar með var heldur ekki hljómleikum þessum lok- ið. Fögnuði áheyrenda og hyllihrópum þeirra ætlaði seint að linna og Baltistini skyldi einlægar óskir til- heyrenda sinna og var eftirlátur við þá og ríklundað- ur. Þeim var svarað með fjölda mörgum aukalögum. Allir hörfa þar frá, er lýsa skal með orðum jafn stór- felldum hughrifum og þeim, sem átlu sér stað á þess- um hljómleikum Baltistini, og er slíkt hein afleiðing

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.