Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 25

Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 25
Fréttir 55 öllu leyti hinn vandaðasti. — Raddefni kórsins hefir ávalt verið gott, en dálítið bar á ljvinguðum tenórröddum í Jjetta sinn. Einsöngva sungu þeir Óskar Norðmann, Einar Sigurðsson og síra Garðar Þorsteinsson, en Anna Péturss píanóleikari aðstoðaði. * Páll ísólfsson hélt orgeltón- leika i Fríkirkjunni 28. apríl við góða aðsókn. Verkefni á þessum tónleikum voru eftir Bach, Reger og César Fanck. Voru liðin 20 ár síðan Páll hélt fyrstu tónleika sina í Revkja- vík. * Blandaður lcór, undir stjórn Sigfúsar Einarssonar, hélt tón- leika í Dómkirkjunni 5. maí. Verkefnin voru mjög fjölbreytt og var sön^ur kórsins hinn vandaðasti. Æskilegt væri að þessi kór starfaði áfram i sama anda, jj. e. flytti okkur gull- aldartónlist Palestrinas og Bachs og annara snillinga, sem samið hafa ódauðleg verk fyr- i blandaðan kór. Páll ísólfsson lék á þessum tónleikum verk eftir Fresco- baldi og César Franck. * Kátir félac/ar heitir nýr karla- kór, s'cm Hallur Þorleifsson stjórnar. Hélt þessi kór fyrstu opinberu söngskemmtun sína í maí, og fór vcl af stað. Var meðferðin öll hin þokkalegasta og vel til liennar vandað. Ein- söngvari var Bjarni Ólafsson. * llarlakór verkamanna söng undir stjórn Hallgrims Jakobs- sonar í Gamla Bíó. Söngstjór- inn er duglegur og alvörugef- inn maður, en söngkraftar kórsins eru enn of litlir til að liægt sé að gera háar kröfur til söngsins. * Prag-kvartettinn. Sá merkis- viðburður gerðist hér, að heims- frægur strokkvartett, „Prag- kvartettinn“ heimsótti okkur og hélt marga tónleika, i Gamla Bíó, Dómkirkjunni, „Iðnó“ og Stúdentagarðinum. -— Þessir meistarar fluttu fyrst og fremst tékkneska tónlist eftir Smetana, Dvorák, Schulhoff o. fl., en auk jjess léku þeir verk eftir Beet- hoven (Rasumowsky-kvartett- inn) og Schubert (Dauðinn og stúlkan), Haydn o. fl. Meðferð- in var öll meistaraleg og áhrif- in af konni slikra manna munu vara lengi í hugum hinna fjöl- mörgu, sem á þá hlustuðu. — Slíkar heimsóknir hafa mikla listræna þýðingu fyrir músik- lif vort, og væri óskandi, að héldust famvegis svo að smekk- ur hlustenda fyrir þvi bezta þroskaðist og færðist upp ávið. * Elsa Sigfúss er gædd ágæt- um músikhæfileikum og hefir sérkennilega fagra alt-rödd. Tónleikarhennair (25. júní) voru yndislegir í alla staði og báru vott um góðan þroska og mikla

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.