Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Qupperneq 5

Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Qupperneq 5
Eitt af mörgu 35 Nú heyrist mér spurt: Er þetla kleyft kostnaðarins vegna? Eg hygg, að svo sé. Svona útgáfa, ca. 600 eint., ætli ekki að kosta yfir 500 krónur og er þá gert ráð fyrir lítilli þóknun fyrir að undirbúa handrit. Nettó-verðið gæti þá verið 1 kr. heftið. Mætti búast við að hálft upplagið færi til kóranna fyrir það verð. Vonandi gætu svo kórarnir séð um sölu á ein- hverju í sambandi við samsöngva sína. Nokkur eint. ættu hóksalar að geta selt, og þá fyrir 2 kr. eintakið. Þá er máske spurt: Er þörf á svona hefti? Já, mikil þörf. Ástandið er þannig, að margir af kór- um sambandsins eru í sífelldum vandræðum með verk- efni. Bókakostur — með íslenzkum lögum eða lögum með íslenzkum textunr — er sáralílill. Sumir söngstjórarnir eru byrjendur og liafa ekki næga þekkingu til að velja sér hentugar útlendar bækur. Á liverju liausli er eg í miklum vanda staddur, þegar eg er að velja verkefni til vetrarins. Nýt eg þó aðstoðar form. félagsins og fleiri góðra félaga, og á allgóðan hókakost. Það myndi létta af mér margri áhyggjustund, að eg ekki segi andvökunótt, að fá svona liefti í byrjun hvers starfsárs. Ilygg eg, að söngstjórar kóranna í sveitum og þorpum yfirleitt séu í sama vanda staddir. Þá má og minna á, að fáir einir af kórunum hafa ástæðu til að fjölrita þau lög, sem tekin eru til æfinga. Söngmennirnir hafa því ekki nótur fyrir sér til að styðjast við. Þetta er mikið mein, því það við- heldur fáfræði söngmannanna i söngfræði. Hefði hver fé- lagi að jafnaði fyrir sér nótur þess lags, sem hann er að læra, mundi það hvelja hann til að læra helstu atriði söngfræðinnar. Væri slílct mikill ávinningur. Góður radd- maður og áliugasamur er alltaf nýtur söngmaður. En hversn miklu betri er ekki sá, sem auk þess er söngfræð- ingur. Búast má við að ýmsir kórar innan sambandsins fari söngför á einn eða annan stað. Og þá helst þangað, sem

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.