Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 7

Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 7
Eitl af mörgu 37 fögnuði, enda hafa söngmennirnir beinlínis níðst á sum- um þessara nýútsprungnu vorblóma. Nú stendur yfir út- synningsliret —- útvarpstruflanir. Þau fáu sönglög, sem út koma, eru óseljanleg. Eg geri ráð fyrir, að S. í. K. telji sér skylt að lilúa að þessum vorgróðri íslenzkrar sönglagagerðar. En það skyldu félagar samhandsins, og þá fyrst og fremst stjórn þess, muna, að eins og ritsnild og skáldagáfa sagnaritara og leikritahöfunda hefir lifs'- viðurværi sitt í því, að sögur séu prentaðar og lesnar og leikrit leikin, eins lifir og þroskast sönglagagerðin þvi að- eins, að lögin séu sungin. í þessu efni nægir ekki, að Akureyringar fái uppskrifuð lög hjá Björgvin Guðmunds- syni eða Reykjavíkurkórarnir lög hjá Páli ísólfssyni eða öðrum höfuðstaðartónskáldum, og syngi fyrir sína til- lieyrendur. Séu slík lög góð, þurfa allir kórarnir að eiga kost á að æfa þau, svo öll þjóðin njóti þeirra. Hér þarf samvinnu allra kóranna um að syngja þjóðina upp úr deyl'ð og drunga, syngja í liana kraft og gleði, íklædda fögru skarti sönglistarinnar. En þjóðin má þá elcki gleyma þvi, að henni ber að styrkja Samband ísl. karlakóra eftir beztu getu. Tón- skáldin með því að semja lög og vanda til þeirra, almenn- ingur með þvi að lilusta — og alþingi með styrkveiting- um. Góðir félagar! Við komum 1934 saman á annað söng- mót S. í. K. Við fengum þar ágætar viðlökur og all- góða dóma. Við léttum akkerum og lensuðum licim. Nú liggur fyrir að seglbúa að nýju. Siglur skal hækka og seglum fjölga, stög strengja og stagi treysta. Eg hygg að úlgáfa söngheftis í líkingu við það, sem eg hefi Jient á hér að framan, gæli orðið sá þátturinn i starfi S. I. Iv. sem lílcja mætti við stórstag seglskútunnar. Á honum mæðir einna mest, ef siglt er beitivind. Slitni hann, er stórsiglunni liætt og þar með öllum seglbúnaði. Má þvi búast við, að skútuna hreki um útliöf úrræðaleysis og vesaldóms.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.