Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 9

Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 9
Þáttur úr brautryðjendastarfi 3!) Arið 1840 kemur liingað fyrsta orgelið, í dómkirkjuna i Reykjavík. 1862 er fyrsta söngfélagið stofnað og 1870 kemur hér út hin fyrsta eiginlega söngfræði. Það er sem sagt ekki fvr en á síðara liluta 19. aldarinnar að íslendingar kynnast tónlist í þeirri merkingu, sem hægt er aö nota það orð. II. Fyrir réttum sextiu árum, árið 1876, er liér stofnaður liinn fyrsti félagsskapur í því augnamiði að leika saman á mörg hljóðfæri. Þann 26. mars það ár stofnar Ilelgi sál. Helgason Lúðrafélag Reykjavíkur, og starfar það fé- lag að mestu óslilið um 40 ára skeið. Næsti félagsskapur á þessu sviði er „I4arpa“, sem stofnuð var 16. mai árið 1910 og spilaði i fyrsta skifti opinherlega við vígslu sund- skálans í Skerjafirði árið eftir. — Þá er fyrsta sumar- dag árið 1912, stofnað lúðrafélag innan K. F. U. M. og kallað „Sumargjöfin“. Það félag starfaði nokkur ár sem einn liður i allsherjarstarfi K. F. U. M. Enn er eitt lúðra- félag stofnað 29. maí árið 1915 og var það nefnt „Gigja“. — Að stofnun allra þessara lúðrafélaga slóðu ungir á- hugamenn með enga kunnáttu og sáralitla þekkingu í tónlist, en aðalhvatamaðurinn að stofnun þeirra var Hall- grímur Þorsteinsson organisti, sem einnig var leiðbein- andi þeirra allra, og stjórnandi fyrstu árin. Hefir hann alla tið verið liinn mesti áhugamaður um tónlist og starf- að af ósérplægni og áliuga hæði í þágu þessara félaga og ýmsra söngkóra, sem liann hefir komið á fót. III. Árið 1922 voru tvö af þessum félögum starfandi — Harpa og Gigja. Nokkrir menn úr háðum félögunum höfðu rætt um það sin á milli að sameina bæði félögin í eitt, með ]jað fyrir augum að betri og meiri árangur næðist með samstarfi og einingu. Unnu þeir á ýmsan hátt að þessu í kyrþei og ræddu það við félaga sína.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.