Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 23

Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 23
Baítistini 53 Hann hafði mikið yndi af góðum reiðliestum, og var venja hans að riða út tvær kl.st. daglega, þegar hann var heima. Þessa íþrótt stundaði liann einnig, þar sem hann hafði skamma viðdvöl sem gestur i liljómleika- erindum. Svo var það t. d. í Berlín 1927, þá yfir 70 ára gamall. Hann trúði á mátt þessarar íþróttar lil ]>ess að við- halda röddinni og öllum líkamskröftum. Bæði, austur- rískum, ítölskum og þýzkum tlagl)löðum varð mjög tíðrælt um hina „eilífu æslcu“ Battistini. Blaðamenn leituðu oft hjá honum eftir ráðningu á leyndardómi hans „eilifu æsku“. Hann taldi ])á yng- ingalind — sem reiðhestar sínir veittu sér — ásamt reglubundnu líferni vera það eina, sem hann gæti hent þeim á þessu til skýringar. Battistini hafnaði öllum tilboðum frá Ameríku. Þar söng hann aldrei, enda þótt gífurlegar fjáruppliæð- ir væri i hoði. Honum var ekki féfátt samt og hann var tengdur óvenjulega sterkum tryggðarhöndum glæsilegasta tónlistarheimi Evrópu. Viðkvæði lians var þetla: „Allir hér hera mig á höndum sér, hvers vegna skyldi ég leita til framandi lieimsálfu?“ Grammófónninn hjargaði frá algjörðri glötun nokkru af því sem bjargað verður af sönglist Battistini. Það hefir aðcins borið við, að ísl. útvarpið hefir lofað okk- ur að heyra söng Battistini af plötum, en þar liefir verið smátt skammtað. Ekki er að harma það, þótt hámarkssnillingar séu ekki gjörðir allt of hversdags- legir í útvarpinu. En á hátíðum og tyllidögum væri æskilegt að liafa sem fjölbreytilegast dagskráefni af þessu tæi, og þá verður Baltislini látinn skemmta þar og mennta hlustendur útvarpsins dálitið oftar, held- ur en til þessa hefir gjört verið.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.