Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 12

Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 12
42 Hafliði Helgason menn í tónlist og alla tíð hlaðnir störfum til öflunar dag- legu brauði sínu og sinna. Tilviljun ein réði oftast hverjir völdust til starfsins. En eitt var öllum sameiginlegt: lif- andi áhugi fyrir að verða þátttakendur i tónlistariðkuhum og glæstar vonir um mikinn og góðan árangur. —En lífið og veruleikinn færir mönnum sjaldnast uppfyllingu vonanna og það j>arf styrkan vilja og staðfasta lund, til að verða oft fyrir vonbrigðum. Starf og árangur stensl aldrei á i liuga samtíðarinnar, jx> seinni tíminn leggi oft annan dóm þar á. Því er ])að, að jieir menn, sem bálfa æfi sína bafa unnið að þessum málum, vona jiað, að í starfinu leynist einliversstaðar sá frjóangi, sem síð- ar blómgist, j)vi af feysknum viðum spretta oft fagrir meiðir — og svo mætti einnig fara um j)etta starf. Ó. J. KARLAKÓ R K. F. U. M. 1 9 1 (5—1 9 3 6. EFTIR HAFLIÐA H E L tí A S O N. Það var um hauslið 1916 að nokkurir menn komu saman í j)ví augnamiði að stofna söngfélag. Sumir j)eirra höfðu áður sungið í karlakór, sem starfað hafði i sam- bandi við K.F.U.M. Var á fundi þessum ákveðið að gera tilraun til j)ess að halda karlakór slarfaixii. Leilað var til Jóns Halldórssonar, ])á ríkisféhirðis, og hann beðinn að taka að sér sörígstjórniná, og gaf Jón kost á því. Þegar kórinn hóf starf silt var hann eiginlega sá eini, sem starfaði i höfuðstaðnum og var svo um tíu ára skeið. „17. júní“ var þá að mestu hætlur störfum og við j)að að leysast upp. í marsmánuði 1917 hélt kórinn sinn fyrsta samsöng í Báruhúsinu. Þó ekki upp á eigin spýtur, j)ví að einn j)átt- ur skemtunarinnar var, að j)eir Loftur Guðmundsson og Emil Thoroddsen léku saman þrjú tónverk á flygil og harmonium. Viðtökur bæjarbúa voru innilegar og örf- andi. Ýtlu j)ær eigi all-lítið undir söngstjóra og söngmenn i

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.