Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 6

Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 6
3(i Jónas Tómasson ánnar kór á heima. Þannig mætast tveir eða fleiri kórar og dvelja saman kvöldstund eða lieilan sólskinsdag, eins og átti sér stað í Vaglaskógi í fyrrasumar, þar sem karlakór K. F. U. M. og Geysir dvöldu og sungu daglangt nokkur- um hundruðum manna til mikillar ánægju. Við slík mót er æskilegt að kórarnir kunni sameiginlega ekki aðeins 2—3 lög, heldur 20—30 lög. Og þau lög verða að vera með sömu raddsetningu. Ekki er heldur gott, að kórarn- ir syngi sína vísuna Iiver. En þegar hver söngstjóri hokrar í sínu liorni með val söngva og vísna, verður útkoman þessi: Geysir á Akureyri syngur Glad sásom fuglen. Isfirð- ingar taka undir og syngja sama lag með þýðingu eftir G. Geirdal. Bragi á Seyðisfirði syngur Lofgjörð ef'tir Beethoven með þýðingu eftir Þorstein Gislason. ísfirð- ingar raula með texta eftir Guðm. Guðmundsson. Beyk- víkingar syngja Ett hondbröllop eftir Aug. Söderman með sænskum lexla og sænskri raddsetriingu. Isfirðingar slást í hópinn og syngja sama lag með þýskri raddsetningu og íslenzkum texta eftir Guðm. Guðmundsson o. s. frv. Að lokum þetta: Allt fram að þessu lieí'ir fjöldi manna i nágrannalönd- um okkar litið á okkur sem menntunarlausa og listum sneidda þjóð. Nú á síðustu árum hafa íslenzkar söng- sveitir lieimsótt þessa nágranna og sungið þann sannleika í eyru þeirra, er heyra vildu, að hér eru ágætir raddmenn, sem virðast skilja vel hlutverlc sitt. Og hér eru söngstjór- ar, sem hafa hæði sönggáfur, lærdóm og leikni í besta lagi. En hvernig er með tónskáldin islenzku og tónsmíðar þeirra ? Á undanförnum öldum, þegar mestutónlistarsnillingar lieimsins sungu inn í þjóðirnar ódauðleg listaverk, sat íslezka þjóðin í myrkri vanþekkingu og vansælu í þess- um efnum. Á síðasta mannsaldri liefir rofað til. Nokkr- ir nýgræðingar, lagleg og vinsæl lög, hafa vaxið upp úr þessum vanþekkingaröræfum. Hefir þeim verið tekið með

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.