Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 26

Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 26
5(5 Fréttir söngmenntun. Hinn blandaði kór Sigfúsar Einarssonar að- stoðaði með söng, en frú Val- borg Einarsson lék á flygilinn. * ÍSLENZKIR LISTAMENN ERLENDIS. Jón Leifx. Verk eftir Jón Leifs liafa verið flutt víðsvegar í Þýzkalandi síðaslliðinn vetur bæði á tónleikum og í útvarp. „Philharmoniska hljómsveitin“ í Rerlín hélt tónleika, sem voru eingöngu helgaðir Wagner og Jóni Leifs. Voru þar leikin hljómsveitarverk eftir Jón og „Islands-kantata" hans sungin og leikin. Ilafa verk Jóns Leifs vakið athygli og þykja mjög sérkennleg og norræn í anda. * Ilaraldur Sigarfisson píanó- leikari, liélt píanó-tónleika í Kaupmannahöfn i vetur og fékk ágæta dóma fyrir snilld- arlegan leik sinn. * Stefdn Guffmundsson (Ste- fano Islandi) er nú aftur kom- inn lil Ítalíu og farinn að syngja í óperum þar i landi við góðan orðstýr. * Einar Kristjúnsson, óperu- söngvari, sem starfað hefir við hina frægu óperu í Dresden, er nii ráðinn óperusöngvari við óperuna í Stuttgart. * Þórarinn Jónsson, tónskáld, sem mörg undanfarin ár hefir dvalið í Berlín, efndi til tón- leika þar i horg með eigin verkum í vetur. Heimir, 1. hefti, 2. árg.: Bls. 2, ofan við miðja siðu: allherj- armóti, les allsherjarmóti. Bls. 4, 2. línu eftir aðalgreinaskil: efla, les efna. Bl. 5, 6. línu a. o.: nýum, les nýjum. Neðarlega á sömu síðu og veitt o. s. frv., les og leitt þá i tvo tugi ára o. s. frv. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.