Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 4

Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 4
34 Jónas Tómasson og tvinna band.“ Og stjórn sambandsins liefir teygt lög þess og spunnið band, spunnið tvo merka þætti. Annar þátturinn er útgáfa laga eftir Sv. Sveinbjörns- son, sem út kemur 1932. Eru það 12 lög, x-addsett fyiár karlakór, prentuð á vandaðan pappír —- með mynd af höfundinum. Stjórn S. 1. K. hefir að vísu ekki lánast að spinna þennan þátt Ixláþráðalausan, því nokkrar prent- villur eru í heftinu. En þrátt fyrir það er útgáfa þessi sambandinu til sóma og ætti að verða til þess, að lög Sv. Sv. yrðu sungin meira en ella af kórum sambands- ins víðsvegar um land. Væri slíkt vel farið. Hinn þátturinn er ráðning Sig. Birkis sem söngkenn- ara sambandsins. Veit eg, að hver einstaklingur innan S. í. K., sem notið befir kennslu Birkis, eða kynnst henni, hefir fundið, hversu nauðsynlegt það er sambandinu, að bafa slíkan kennara í framtíðinni. Þegar um er að ræða að bæta, fegra sönginn, er elcki vafi á, að þarna er spunn- inn merkasti þátturinn. En um þetta skal ekki fjölyrt nú, því annað var mér sérstaklega í huga. Eg vildi benda á eitt af mörgu, sem gera þarf. Samband ísl. kai'Iakóra þarf að gefa út „Program-hefli“. Nafnið gæti verið íslenzkara, enda ætti slíkt liefti að vera svo íslenzkt sem föng eru á, ekki aðeins að nafn- inu til, heldur einnig að efni. I heftinu ættu að vera 10— 12 lög, valin þannig, að þau væru yfirleitt ekki of þung fyrir minni kórana. Það ætti að koma út á hverju hausti. Vonandi mætti gera ráð fyrir, að hægt væri að fá nokkur ísl. lög í hvert hefti. Að öðru leyti mestmegnis útlend úr- valslög með íslenzkum textum, þýddum eða frumortum. Hver kór innan sambandsins yrði svo að kaupa 1 ein- tak l’yrir hvern félaga. Þelta liefti yrði svo aðalverkefnið fyrir þann vetur. Stærri kórarnir mundu auðvitað fara sinna ferða með stærri lög og þyngri verkefni eins fyi'- ir þessu. • /'

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.