Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 11

Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 11
Þáttur úr brautryðjendastarfi 41 innar og öll aðslaða frá því sem verið liafði. Enda var ])á snúið að öðrum framkvæmdum, því mikið var ógert og margar hugsjónir enn i óveruleikanum. Ein hugsjónin var sú að stofna skóla þar sem veitt yrði staðgóð þekking á tónlist og sem síðarmeir gæti orðið til þess að hér mætti stofna fullkomna, listræna, hljómsveit. Og fvrir forgöngu nokkurra áhugamanna sveitarinnar, var síðan Tónlistarskólinn stofnaður, eitt hið þarfasta verk, sem liér hefir verið unnið á siðari ár- um til eflingar tónlistinni. —- Árið 1925 fór sveitin i ferða- lag til Norðurlands og hélt hljómleika i öllum hinum stærri kaupstöðum ])ar. Hehningur sveitarinnar fór land- veg aftur suður og lék á nokkrum stöðum á þeirri leið. Viðtökurnar voru allsstaðar ágætar og förin til sóma. Árlega hafa verið farnar almennar skemtiferðir, sem ætíð hafa verið vel þegnar og til ánægju fyrir þátttak- endur. Lúðrasveitin hefir leikið fyrir bæjarbúa svo oft sem tök hafa verið á og óteljandi eru þau hátíðahöld og iþróttasýningar, sem Iiún hefir aðstoðað við. Má þar nefna síðustu konungsheimsókb og Alþingishátiðina 1930, svo að stiklað sé á nokkrum hinna merkari atriða. Þá hefir sveitin, eftir ]>ví sem geta og ástæður hafa leyft unnið að og aðstoðað við f jársöfnun og hátíðahöld ýmsra mannúðar- og liknarfélaga, og undatekningarlitið ókeyp- is. Yfirleitt má segja að félagið liafi reynt að styðja alla menningar- og framfaraviðleitni, ekki að eins í tón- list heldur á hvaða sviði sem slík viðleitni hefir haft not fvrir starf hennar. IV. Lúðrahlástur er að sjálfsögðu ekki fullkomin tónlist, þó að langt megi komast með stöðugri þjálfun og sí- vakandi áhuga. En timinn er seigur að vinna á starfs- þrekinu og áhuganum, sérstaklega þegar aðstæðurnar leggjast á sömu sveif. f full 20 ár hafa sumir af félög- um sveitarinnar starfað. Upphaflega allsómenntaðir

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.