Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 15

Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 15
Karlakór K. F. U. M. 1916—1936 45 fclögum kórsins og söng hans. Hvorttveggja hafði mikla þýðingu fyrir Karlakór K.F.U.M. Meðan Norðmenn höfðu hér viðdvöl gafst tækifæri til þess að kórarnir kæmi sam- an eina kveldstund. Lclu margir Norðmannanna þá þegar þá ósk eindregið í Ijósi, að1 kórinn tækist söngför á liend- ur um Noreg, og það hið allra fyrsta. Þessi uppörfun Norðmannanna festi djúpar rætur, og áður en nokkur ákvörðun var gerð, var hyrjað að æfa ýms lög með tilliti til utanferðar, og laust upp úr nýári lí)25 var kosin „utanfararnefnd“, sem átti að vinna að undirhúningi söngfararinnar ásamt stjórn kórsins og söngstjóra. Leitað var um styrk til ferðarinnar og veitti Alþingi mjög sómasamlega uppliæð. — Lagt var af stað i þennan söngleiðangur þann 22. apríl 1926 og komið lieim aflur þann 28. maí. — Þeim, sem áhuga liefðu á að fvlgjast með kórnum í t'erð þessari, skal hent á l'erðasögu og söngdóma, sem hirtust í dagblaðinu Vísi nokkuru eftir heimkomu kórsins. Annar merkis-atburður í sögu kórsins var það, að karla- kórinn Bel canto í Kaupmannahöfn hauð kórnum á nor- rænt söngmót, i Kaupmannahöfn, sem haldið var dag- ana 2í).—31. maí 1931, og efndi Bel canto lil móts þessa í tilefni tuttugu og fimm ára afmælis síns. Þetta söng- mót fór fram með mikilli prýði og var mjög til alls vand- að. Þátttakendur voru, auk Islendinga og Dana, Orphei Drenge frá Svíþjóð, Muntra Musikanterna frá Finnlandi og Guldbergs Academiska Kor frá Noregi. Ekki dugir að vera fjölorðari um farin tuttugu ár að þessu sinni. Margl er er ótalið, svo sem allir þeir sam- söngvar, sem kórinn hefir undanfarin fimmtán ár haldið fyrir erlenda ferðamenn, er hingað hafa komið á skemti- skipum. Þá mætti og rita langt mál um ánægjulega söng- för kórsins til Vestur- og Norðurlands í fyrra sumar og hinar ágætu viðtökur kóranna á Isafiði, Siglufirði og Ak- ureyri, en tími og rúm leyfir ekki slíkt. Þvi mun treyst, að kórinn eigi framtíð fvrir sér, og

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.