Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 18

Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 18
46 H E I M I R streyma söngelskir menn til fæðingarborgar Mozarts til að skoða þær minjar, sem hún lieí'ir að gevma nm hann: húsið, sem hann fæclclist í og ól harnsaldnr sinn; safnið, sem geymir handritin hans; minnismerki af lion- um o. fl., sem tengt er við nafn hans og sögu. „Fegurstu lijónin í Salzhurg“ voru foreldar Mozarts kallaðir. Faðirinn liét Leopold og var hann maður vel menntaður; hafði lagt stund á lögfræði, en lagt hana á hilluna, því hugur hans lmeigðist að lónlistinni, og lifði hann á henni eingöngu. Hann lék á fiðlu og var tónskáld. Hann samdi kennsluhók í fiðluspili, sem mik- ið var notuð þar í landi. Móðirin var blíðlynd og létt i lund, fyndin og hnittin í tilsvörum, en faðirinn var strangur og alvörugefinn. Hjönabandið var ástúðlegt, þótl skapgerð hjónanna væri ólík, og voru þau hæði samhcnt í að vancla uppeldi barna sinna eins og kost- ur var á. Mozart erfði blíðlyndi móður sinnar og al- vörugefni föður síns. Þegar Mozarl var 4 ára gamall fór faðir lians að kenna honum að spila á pianó og kenndi liann dóttur sinni um leið. Hún hét Anna María, og var kölluð Nann- erl. Það var meira í g'amni en alvöru að liann hvrjaði á þessu, því börnin voru svo ung. En liann þurfti brált að hafa sig allau við, þvi börnin voru næm og gleyptu allt í sig. Áður en þau voru komin af barns- aldri voru þau orðin miklir snillingar á þetta hljóð- færi. Ahlrei fékk Mozart aðra tilsögn en þá, sem fað- irinn gat látið honuin í té. En í þeim skóla voru ekki vindhöggin slegin. Með þessi liæði undrabörn ferðaðist faðirinn borg úr borg og lét þau spila opinberlega. Vöktu þau livarvetna aðdáun. Á þessu ferðalagi komu þau til Vínarborgar og spiluðu þar við hirðina. Mozart heillaði alla með list sinni og yndislegu viðmóti. Mozart var þá aðeins 6 ára gamall. Mjög frægt er ferðalag Mozarts lil Italíu. Hann var

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.