Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 26

Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 26
54 H E I M I R og útvegaði sér lexla, sem var sniðinn eftir leikriti franska skáldsins Beaumarschais: Brúðkaup Figarós. Leikritið var alþekkt og varð mikill hvellur, þegar það kom fyrst fram. Efnið var pólitískt og var leikritið einn af mörgum fyrirboðum stjórnarbyltingarinnar miklu í Frakklandi. Iiöfundurinn tekur málstað „þriðju stéttar“. Þegar Figaró segir við aðalsmanninn á leiksviðinu: „Ætternið, auðæfi, stétl og metorð gera yður dramb- saman, berra greiíi. En livað liafið þér sjálfur unnið til þess? Þér liafið aðeins þurfl að iial'a fyrir jjvi að fæðast — j>að er eina afrekið yðar í lífinu.“ — Þegar Figaró segir j)essi orð, þá brást það ekki, að allur þorri áheyrenda tók í sama strenginn. Mozart eyddi binum pólitísku eldgneistum. A (5 vikum var bæði textinn og tónarnir samdir. En þá var eftir að fá söngleikhúsið í Vínarborg til þess að sýna leikinn. Höfundur textans var lægnari maður en Mozart, og tókst honum að koma ár sinni þannig fyrir borð, að Mozart var látinn s])ila nokkra kafla úr söngleiknum á píanó fyrir keisarann. Þetta breif, og leyfði keisarinn upppfærslu á verkinu. Salíeri og l'ylgifiskar bans reyndu þó að aftra j)vi, og loks varð keisarinn sjálfur að skerast i leikinn og fyrir- ski])a að söngleikurinn yrði sýndur. „Brúðkaup Figarós" var síðan sýnt opinberlega í fyrsta sinn 1. maí 178(5, fyrir fullu búsi, undir stjórn böfundarins. Fögnuður ábeyr- cnda var dæmalaus. Sum lögin í söngleiknum varð að endurtaka tvisvar og sum þrisvar sinnum. Söngleikur- inn var einnig sýndur i Prag allan næsla vetur, og var höfundinum boðið ])angað. Hann þáði boðið og skrif- aði síðan kunningja sinum: „Hér er ekki lalað um ann- að en Figaró; bér er ekki sungið, spilað eða flautað annað en Figaró. Enginn söngleikur fær aðsókn, nema Figaró. Minn er heiðurinn." Mozart átti góða daga i Prag. Þar undi bann sér vel. Hann bafði orð á því, að bann vildi semja söngleik fvrir Pragar-söngleikhúsið, þvi að bonum befði verið þar svo

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.