Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 35

Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 35
H E I M I R (J3 leik söng stór blandaður kór, með undirleik Hljómsveitar Reykjavikur undir stjórn dr. Urbantschitch kórverk eftir Brahms og Strauss og tiljómf sveitin lék hljómdrápu eftir Schubert og strengjasveit lék einnig verk eftir Mozart. Var gerður góður rómur að hljóm- leikunum. Emil Thoroddsen píanóleik- ari fékk verðlaun fyrir bezta lagið við sjómannaljóð Magnús- ar Stefánssonar: „íslands Hrafnistumenn". í dómnefnd voru þeir Árni Kristjánsson píanóleikari, Jón Halldórsson söngstjóri og Halldór Jónasson, sem safnaði og bjó undir prent- un „ísl. söngvasafn" ásamt Sig- fúsi Einarssyni. Lag Emils er fagurt og haglega gert, en reynslan mun skera úr því, hvort það er að alþýðuskapi. — í jjessu sambandi vil eg minn- ast á það, að árið 1930 fékk Emil 2. verðlaun fyrir Alþingis- hátíðarkantötu, en Páll ísólfs- son 1. verðlaun. Tónskáldið fræga Carl Nielsen, sem var í dómnefndinni, fann þá hvöt hjá sér til að taka það fram í sér- stakri greinargerð, að kantata Emils væri bæði frumleg og fög- ur, en með lilliti til þess að kantata Páls væri betur fallin til flutnings, þá greiddi hann henni atkvæði sitt. Norræn kirkjutónlistarráð- stefna var haldin í Kaupmanna- höfn í júnibyrjun. Páll ísólfs- son mætti þar sem fulltrúi ís- lands og talaði um liið nána samband milli danskrar og ís- lenzkrar kirkjutónlistar. Minnt- ist hann Sigfúsar heitins Ein- arssonar og hins merkilega starfs hans. Páll ísólfsson hélt Bachs- hljómleika í Emauskirkjunni í Kaupmannahöfn, og var dóm- ur blaðanna á þann veg, að orgelleikur hans befði verið meistaralegur. Margrét Eiríksdóttir píanó- leikari, dóttir Eiriks Hjartar- sonar rafmagnsfræðings, vann 1. verðlaun í allherjarsam- keppni í píanóleik í London í vor. Vann hún vandaðan silfur- bikar — svonefndan Beetho- vensbikar. I fyrravor vann hún einnig 1. verðlaun i pianóleik og fékk þá heiðurspening úr silfri. Margrét stundaði fyrst nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og skaraði fram úr, hélt síðan hljómleika í Reykjavík við góð- an orðstír. Síðan hefir hún stundað framhaldsnám i Lond- on. Það mun öllum vera gleði- efni, þegar landar vorir verða ])jóð sinni þannig til sóma. Björn Olafsson, Björnssonar heitins ritstjóra, hefir lokið prófi við hljómlistarskólann i Vínarborg með ágætiseinkunn. Hann er 22 ára, og hefir stund- að nám í Vínarborg síðan haust- ið 1934, en þar áður við Tón- listarskólann í Reykjavík.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.