Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 37

Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 37
LJÓÐ OG LÖG. Í00 sönsvar handa samkórum. Þórður Kristleifsson tók saman. Söngbók þessi er fyrst og fremst ætluð til notkunar í sam- skólum, tvíærum skólum eins og héraðsskóluin, og svo æðri skólum, sem stund leggja á sam- söng karla og kvenna, en jafn- framt er söngbókin miðuð við að efla aðstöðu alls almennings í landinu til söngiðkunar. Bók- in er tilorðin að tilhlutun Fé- lags héraðsskólakennara, en liugmyndina mun Þórður lvrist- leifsson hafa átt sjálfur, enda mun hann hafa fundið til þess við söngkennsluna í Laugar- vatnsskólanum, að brýn j>örf var á slíkri bók. — Það segir sig sjálft, að vanda verður vel val laga og ljöða, seni ætlast er til að skólaæskan læri og syngi. Að sjálfsögðu ber að leggja á- her/.lu á það, að lögin og Ijóð- in séu holl og kjarngóð; lögin verða að vera sönn og eðlileg og við alþýðuskap, laus við prjál og tildur, og kvæðin eiga að glæða ást til lands og þjóð- ar eða vera uni annað, sem fag- urt er. Þórði hefir verið þetta vel Ijóst, því í bókinni eru ætt- jarðarkvæði, kvæði um náttúru- fegurð, sumar, vor og baust og margt annað, sem hjartað hrær- ir, og gætir mikillar fjölbreytni. — Tæpur helmingur laganna eru íslenzk, en því miður ekki nema eitt íslenzkt þjóðlag. Ég hefði kosið meira af íslenzkum þjóðlögum. Mörg islenzku lögin birtast í bókinni á prenti í fyrsta sinn, en sum þeirra eru þó kunn áður af söng karlakór- anna. Ég býst við því, að mörg- um finnist þetta hreinasta náma og taki lögunum fegins hendi, en reynslan mun skera úr þvi, hvaða lög hafa þann lífskraft, sem lengi mun duga. — Bókin er ekki aðeins heppileg söng- bók fyrir framhaldsskóla karla og kvenna, heldur er hún einn- ig Iikleg til að efla og glæða söng i heimahúsum og annars- staðar. Þykir mér líklegt, að bókin verði almenningi kær- komin og muni fljúga út, þeg- ar menn hafa fundið þefinn af henni. Sigvaldi Kaldalóns: (Úr Dansinum í Hruna) Fæst hjá bóksölum og í hljóðfæraverslunum.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.