Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 32

Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 32
GO H EI MIR Fróun er að semja lög — ábyrgð að láta prenta þau. — Rubinstein. Hver bannar þennan liljóm? — Fux, Albrechtsberger og tuttugu aðrir tónfræðingar. — Gott og vel, ég læt bann standa. — Beeihoven. Ég er enginn Bach, en ég lofa guð fyrir að ég er held- ur enginn Offenbach. — Rossini. Ég vil gefa fjögur ár al’ lífi mínu til að hafa samið þessar fjórar blaðsíður. — Fr. Liszt um e-dúr eliide eft- ir Ghopin. Kæri herforingi!—■ Þér eruð duglegur hermaður, en livað snertir tónlist, þá vænti ég að þér afsakið það, þótt ég sníði ekki tónsmíðar mínar eftir j'ðar skilningi. —- Cherubini við Napoleon Bonaparte. Hvað? Haldið þér, að það sé eins auðvelt að semja óperu og að spila á píanó? —- Cherubini við Liszt. Það er mikill munur á þvi, hvernig Beethoven skrif- ar smástíga tónröð eða Iierz gerir það. — Schumann. Lát þú sálmalög Bachs vera þínar morgun- og kvöld- bænir, því í þeim er allur fagnaðarboðskapur tónlist- arinnar. — Robert Franz. Tónsmíðar Bachs á maður ávalll að nálgast með auð- mýkt. — Robert Franz. GLETTUR. Einhverju sinni lék Brahms undir í cellósónötu eftir sjálfan sig, en cellóleikinn annaðist læknir, Billroth að nafni, sem þóttist vera mikill snillingur. Þegar þeir voru búnir að leika sónötuna, sagði Billroth: „Þú leikur af svo miklum eldmóði, kæri vinur, og af svo mikilli til- finningu, að ég hlustaði ekki einu sinni á minn eigin leik.“ „Það var lán fyrir þig, kæri Billroth,“ var eina svarið, sen» hann fékk frá Brahms. *

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.