Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 32

Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 32
286 BÚNAÐARRIT koti í Mýrasýslu, Ingunnarstöðum í Kjós, Skógarkoti í Þingvailasveit o. s. frv. Sýningar á stórgripum voru ekki aðrar þetta ár en héraðssýning fyrir alla Húnavatnssýslu á hrossum. Yar hún á Sveinsstöðum 19. júní. Var hún allvel sótt? og hrossin flest sæmilega útlítandi. í dómnefnd, auk min, voru þeir Ásgeir Jónsson i Gottorp og Magnús Jónsson á Sveinsstöðum. Hrútasýningar voru haldnar í Húnavatnssýslu, Bæjarhreppi í Strandasýslu, og svo innan búnaðarsam- bands Dala og Snæfellsness, og sambands Borgarfjarðar, og ennfremur í Kjósarsýslu. Hefir þessara sýninga verið þegar minst í Búnaðarritinu (2. hefti þ. á.). Kynðótaí'élögin. Þeim fjölgar heldur. Nautgripa- félögin, sem nutu styrks fyrir starfsárið frá 1. nóv. 1913. til 31. okt. 1914, voru 22, með 2594 kúm. Auk þess stofnuð á árinu 1914, 3 ný félög með 326 kúm, og verða þá féiögin 25 alls með 2920 kúm samtals. Styrk- urinn til félaganna nam alls kr. 4442,50. Á þessu ári, 1915, hafa verið stofnuð fjögur ný félög, þar af tvö í Húnavatnssýslu, í Langadal og Svína- vatnshreppi. Hrossarœktarfélögin eru 8 alls. SauðfjárJcynbótábúin eru sjö, þau sömu og árið 1914. — Sauðfjárræktarfélag er nýstofnað í Mela- og Leirásveit í Borgarfirði. Er það þriðja fjárræktarfélagið á landinu. Eftirlitskenslan fór íram eins og að undanförnu, 1. nóv. til 15. des. Kenslunnar nutu að þessu sinni 12 menn. Þeir voru: 1. Agúst Sveinsson frá Ásum í Árnessýslu, 2. Eiður Guðmundsson frá Óslandi í Skagafirði, 3. Guðiaugur Einarsson frá Moldartungu í Rangárv.s., 4. Guðlaugur Jóhannesson frá Klettstíu í Mýrasýslu,

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.