Sunna - 01.01.1933, Page 10

Sunna - 01.01.1933, Page 10
106 S U N N A Listamenn. IV. Guðmundur Einarsson, frá Miðdal, er meðal þeirra lista- manna íslenzkra, sem nú eru oftast nefndir. Hann er bónda- Sýning hjá Guðm. F.inarssyni. sonur frá Miðdal í Mosfellssveit og óx upp í föðurgarði. Lagði hann ungur mikla stund á íþróttir og lét mjög til sín taka í ungmennafélagi sveitar sinnar. Þegar Guðmundur var rúmlega tvítugur, réði hann af að gerast listamaður. Iðkaði hann fyrst myndhöggvaralist á eigin spýfur f Reykjavík, en fór síðan utan og stundaði fjölþætt listnám í sex ár, lengst af í Miinchen á Þýzkalandi. Nam hann bæði málaralist og myndhöggvaralist, og auk þess leir- kerasmíð og leirbrennslu. Hann kom heim frá námi árið 1925 og hefir átt heima í Reykjavík síðan. Guðmundur frá Miðdal er atorku- og afkastamaður mikill og liggur eftir hann fjöldi listaverka. Af myndhöggvaraverkum hans hefir mynd, er hann hjó úr íslenzkum grásteini, vakið

x

Sunna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.