Sunna - 01.01.1933, Page 11

Sunna - 01.01.1933, Page 11
SUNNfl 107 Baulusteinstindur i Hotsjökii. einna mesta athygli. Er hann eini myndhöggvarinn, sem gert hefir myndir úr íslenzku grjóti. Sem málari leggur hann eink- um stund á að sýna tign og fegurð íslenzkra fjalla og öræfa. Hefir hann dvalið langdvölum upp til fjalla á sumrin og málað, enda boðar hann þá trú, að íslendingar eigi að sækja heilsu og þrótt til fjalla sinna, miklu meira en þeir gera. Mörg fjalla- málverk hans eru bæði fögur og stórfengleg. Nú síðustu árin hefir Guðmundur gerzt brautryðjandi nýs listiðnaðar hér á landi: leirsmíða. Komst hann snemma á þá skoðun, að Islendingar ættu dýrmæt auðæfi, þar sem er allur sá mikli leir, sem hér er í jörð. Nú hefir hann sýnt og sannað, að breyta má íslenzka leirnum í glæsilegustu hluti, bæði til gagnsemi og skrauts. Hann fékk leirbrennsluofn og önnur nauðsynleg tæki til leirsmíðinnar hátíðarárið 1930, og síðan hefir hann búið til margvíslega leirmuni svo hundruðum skiptir. Mörg skólabörn hafa fengið leir frá Guðmundi Einarssyni og skemmt sér dásamlega og æft hugi sína og hendur við að hnoða úr honum myndir og hluti. Skólabörn í Reykjavík

x

Sunna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.