Sunna - 01.01.1933, Qupperneq 17

Sunna - 01.01.1933, Qupperneq 17
S U N N A 113 3. þáttur: Á Varmalæk. Hallgerður: Sæl er ég, svo vel, sem þér hefir farið til mín, Glúmur. Glúmur: Makleg ert þú þess. Er mér sæmd að vera kvong- aður þér. Um allt hefir þér farið vel í samförum okkar. Þér fer bústjórn vel, þú ert vinsæl og virt af heimamönnum. Vissi ég að þú varst vargefin fyrr og grátt leikin. (Þjóstólfur kemur). Glúmur (til Þjóstólfs): Gakk þú á fjall með húskörlum mínum, og vitið hvort þér finnið nokkuð af sauðum. Þjóstólfur: Ekki eru mér fjárleitir hentar, enda er það ærið eitt til, að ég vil ekki ganga í spor þrælum þínum. (Qlúmur og Þjóstólfur bregða sverðum. — Hallgerður gengur á milli). liallgerður: Kæri Glúmur! Högg þú eigi Þjóstólf. (Glúmur stjakar við Hallgerði, en stanzar, slíðrar sverð sitt og fer). Þjóstólfur: Hart ert þú leikin, fóstra, er bóndi þinn slær þig, og skal eigi svo oft. Hallgerður: Ekki skalt þú þess hefna, og engan hlut í eiga hversu með okkur fer. Vel gerir Glúmur, að leyfa þér vist hér. Þjóstólfur: Aður sól rís að morgni skal Glúmur dauður. Hallgerður: Þú skalt fyrir týna lífinu, ef þú vegur hann. (Fer). 4. þátiur: Á Hlíðarenda. Gunnar: Hvaðan kemur matur þessi, ostur og smjör, sem ég hugði eigi hér til vera? Hallgerður: Þaðan, sem þú mátt vel una, enda er það ekki karla verk að annast matreiðslu. Gunnar: Illa er þá, ef ég er þjófsnautur. Hallgerðuv: Oft hafa forfeður vorir rænt, þótt minni nauðsyn hafi verið, og þótt þó ágætir menn. Þú hefir látið burt mat- væli búsins, þar til öll voru þrotin, en heimtar síðan, að ég skal ala fjölda gesta. Gunnar: Þjófur! Berðu út mat þenna. Hallgerður: Oft hefi ég kennt kulda austur hér, en sárast hefir mig níst kaldlyndi þitt. Hefi ég um ekkert notið þess, að vera gift þér, hinum glæsilegasta manni. Er Njáll spáði

x

Sunna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.