Sunna - 01.01.1933, Qupperneq 24

Sunna - 01.01.1933, Qupperneq 24
120 S U N N A Yfir Jökulsá (Höf. ieiknaði). veikir voru. Bræður mínir komu með þeim síðustu, og var ég kátur, þegar þeir voru komnir í land. Fórum við svo að hugsa til heimferðar, og létum við farangur bræðra minna á vagnana, á meðan þeir voru að heilsa kunningjunum. Lögðum við svo af stað, og reið ég fyrir aftan pabba yfir Jökulsá, og teymdum við einn vagnhestinn. Mundi bróðir minn sat á baki einum af vagnhestunum, og Hjörtur teymdi þann þriðja. Okkur gekk ágætlega yfir Við riðum nokkuð greitt yfir Sólheimasand, en áðum þegar við komum á gras- fleti, sem er fyrir vestan Pétursey. Var nú komið bezta veður, sólskin og smáskúrir. Nú var eins og allt lifnaði við, þegar veðrið batnaði. Fólk var komið á fætur á Eyjarbæjunum, og voru konurnar víst farnar að hita morgunkaffið, því að mikið rauk upp úr strompunum. Hafði ég nú tíma til að virða fyrir mér landslagið, sem mér þótti mjög fagurt. Fyrir vestan Eyna er hóll, sem mér var mjög starsýnt á. Hann stendur langt frá sjálfri Eynni, og er eins og strókur upp í loftið, og er allur grasi gróinn. Hann heitir Eyjarhóll. Mjög fannst mér tilkomumikið að sjá Mýrdalsjökul, sem blasti við í norðri, og teygði snjóhvítan skallann móti sólinni. Fyrir neðan jökulinn taka við heiðarlönd, háfjöll, dalir og djúp gil, með ótal ám og lækjum. Fannirnar voru ekki enn bráðnaðar úr fjöllunum. Stigum við nú á bak hestunum, og héldum austur með Péturseynni, og að Klifanda, sem er vatnsfall, er rennur fram af söndunum fyrir austan Pétursey. Kom þá bíll á eftir okkur, og voru vermenn í honum, sem voru af næstu bæjum í kringum okkur. Skammt fyrir austan Klifanda eru Hvolseyjar,

x

Sunna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.