Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Blaðsíða 38
36
úTVARPSÁRBóK
tvent verði rannsakað af þar til færum mönnum
og kipt í lag, eftir því sem unt er, sje um ólag að
ræða.
Þetta er aðeins eitt af þeim málum, sem lands-
fundur útvarpsnotenda gæti tekið fyrir, en margt
annað, svo sem dagskrá úvarpsins, mannahald o. fl.
mætti þar ræða, og trúi jeg ekki öðru, en að lag-
færing fengist á mörgu ólaginu, ef þess væri kraf-
ist með festu.
Er vonandi, að stjórn fjelagsins taki þetta til at-
hugunar og undirbúi það undir næsta aðalfund og
leggi þá fram ákveðnar tillögur um landsfundinn og
fyrirkomulag hans.
0. B. A.
Aths. Eftir að þessi grein var rituo, barst ritstj.
grein hr. M. J. M. um »Landssamband íítvarpsnot-
endafjelaga«, þar sem gert er ráð fyrir landsfundi
útvarpsnotenda. Er því vonandi, að stjórn »Fjelags
útvarpsnotenda« takist að koma þessu máli í höfn.
0. B. A.