Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Blaðsíða 56
54
ú T V A R P S A 11 B ó K
Uppsetning og viðgerðir
á útvarpstækjum.
Hingað til hefir öllum verið frjálst að fást við
uppsetningu og viðgerðir á útvarpstækjum, en með
»Reglugerð um raforkuvirki og gjaldskrá« af 14.
júní 1933 er tekið fyrir það, og mega hjer eftir eigi
aðrir en löggiltir menn fást við slík störf. Löggilding
er veitt samkvæmt eftirfarandi reglum:
lt£G L U K
um löggildingu útvarpsvirkja, og um heimild til að setja
upp og viðhalda loftnetum f. útvarpstæki.
Samkv. 140. gr. reglugerðar nr. 61, 14. júní 1933 um raf-
orkuvirki setur rafmagnseftirlitið hjermeð cftirfarandi regl-
ur um löggildingu útvarpsvirkja og um heimild til að
setja upp og viðhalda loftnetum fyrir útvarpstæki.
I.
LiiggHdlngarslíilyrði.
1. gr.
títvarpsvirki nefnist í reglum þessum sá, er stundar raf-
virkjun við þá tegund sjerstæðra raforkjuvirkja, er nefnd
eru útvarpstæki, sbr. reglugerð um raforkuvirki 14. júní 1933.
2. gr.
Sá er öðlast vill löggildingu sem útvarpsvirki verður að:
1. hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild verkfræða-
háskóla, eða
2. hafa lokið fullnaðarprófi frá tveggja ára dagskóla í út-
varpsvirkjafræði, er rafmagnseftirlitið tekur gildan,
enda hafi hann að auki unnið í tvö ár a. in. k. við út-
varpsvirkjun hjá hæfum útvarpsvirkjameistara við góð-
an orðstír, eða