Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Blaðsíða 12
10
ú T V A R P S A R B ó K
varpsráðsins. Eins og því er nú háttað, hefir út-
varpsráðið aðeins umsjón með svonefndri menning-
arhlið útvarpsins, en það er ekki heppilegt. Útvarps-
ráðið á að hafa yfirumsjón með útvarpinu í heild
sinni; þá fyrst má vænta, að bót fáist á því, sem nú
er áfátt. Þá yrði líklega einnig- komist hjá vandræð-
um eins og þeim, sem nú er altalað að sæki að út-
varpinu, sem sje, að útvarpsstjóri og formaður út-
varpsráðsins sjeu að kæra hvor annan fyrir ríkis-
stjórninni. Má nærri geta, að slíkt er ekki gott fyrir
unga stofnun, eins ög ríkisútvarpið, og er vonandi
að ríkisstjórninni takist að koma sættum þar á, ella
er hætt við að starfsemi stofnunarinnar bíði stór-
skaða af, bæði inn á við og út á við.
Þegar fundið er að dagskránni, er því vanalega
borið við, að fje sje eigi fyrir hendi, til þess að auka
hana eða gera hana fjölskrúðugri. Bent hefir verið
á hjer að framan, hvernig gera mætti hana fjöl-
skrúðugri, án verulegs tilkostnaðar, en svo er víst
enginn vafi á, að færa megi reksturskostnað útvarps-
ins töluvert niður. Mælt er t. d., að halli sje á við-
gerðarstofu útvarpsins; sje svo, ber taíarlaust að
leggja hana niður. Eins mætti sennilega leggja
frjettastofu útvarpsins niður, og hefja í þess stað
samvinnu við frjettastofu blaðanna. Þá er víst eng-
inn vafi á, að fækka mætti að mun starfsfólki á
skrifstofu útvarpsins. Ætti stjórn fjelags útvarps-
notenda að láta athuga, hversu mikið mætti lækka
reksturskostnað útvarpsins, reyna að fá því frain-
gengt, að hann yrði lækkaður, eftir því sem kleift
þykir, en að það, sem við það sparaðist, gengi til
þess að auka dagskrána. Mjer dettur í hug: hvernig