Dvöl - 24.12.1933, Qupperneq 13

Dvöl - 24.12.1933, Qupperneq 13
íslenzkar sagnir og kvéðlingar, Þáttur af séra Magnúsi Einarssyni á Tjörn. [Magnús Einarsson var fæddnr 1734 og ólsl upp í Möðrufclli í Eyja- firði hjá foreldrum sinum unz hann var 15 ára. Þó fór hann iil Þórarins Jónssonar sýslumanns að Grund og gerðisl skrifari hans. Nokkrum árum siðar fór hann í Hólaskóla að tilhlut- un Þórarins sýslumanns, lauk þar námi og var síðan enn um hríð hjá sýslumanni. Árið 1769 féklc Magnús preslur Tjörn í Svarfaðardal og þjón- aði þar til dauðadags, og er hann jafnan kenndur við þann stað. Hann lézt 1794. Magnús var jafnan fremur fátæk- ur, en vinsæll í embætti sinu. Er mælt, að sóknarbörn hans hafi unn- að lionum hugástitm og leitað ráða hans jafnan. Ilafi hann og leyst hvers manns vandræði eftir föngum. Magn- úsi presti er svo lýst, að hann hafi verið „meðalmaður á hæð og svarað sér vel, fötur i andliti, með dökkjarpt hár, hægur og stillilegur í framgöngu, .glaður og' þægilegur í viðmóti, en þó alvarlegur á svip, einarður vel og höfðingjadjarfur, lieldur seinn til máls, en orðheppinn mjög. Hann var álitinn gáfumaður míkill og vel að sér, ágætur ræðumaður og andríkúr, einkum í kveðskap sínum. Ræður sínar flutti hann allar blaðalaust, en skrifaði þær þó flestar fyrst. Hann var iðjumaður og ritaði ýmislegt, enda var hann ágætur skrifari. Reið- maður var hann og átli jafnan góða liesta, en lieldur var hann hneigður fyrir vín, einkum á ferðalögum sin- um. Manna var hann trúlyndastur og brá aldrei tryggð við vini sína. Það var eitt, sein einkenndi gáfur séra Magnúsar, að hann var forspár og lmeigður til dulspeki, og má vera það hafi ollað því, að sumir héldu, að hann færi með forneskju. En þeir sem betur vissu og voru honum hand- gengnastir, báru fastlega móti því og sögðu það hefði ómögulega getað sam- rýmzt við hina miklu trú hans og inni- legu guðrækni. En hitt kváðu þeir síitl vera, að hann hefði vitað margt með undarlegum hætti, bæði fram- komið og óframkomið, sem enginn maður hefði getað sagt honum, og þeir sögðusl ekki þora að neita þvi, að haiin hefði verið kraftaskáld“. (Lbs. 758, 8vo). Margt er enn til af skáldskap Magnúsar prests, svo sem kunnugt er, og hafa sumir sálmar hans verið prentaðir. Kveðskapur lians er á víð og dreif i handritasöfnum Lands- bókasafnsins, en stærsl safn af því læi er í Lbs. 758, 8vo með hendi Þor- steins Þorkelssonar frá Syðra-Hvarfi i Svarfaðardal, en Sigríður dóttir síra Magnúsar var amma Þorsteins. — Sagnir þær af Magnúsi presti og tæki- færisvísur lians, seni hér fara á eftir, eru flestar teknar eftir liandriti Jóna- lans Þorlákssonar fræðimanns frá Þórðarstöðum i Fnjóskadal, Lbs. 1432, 4to]. a. Magnús prestur og Jón læknir Pétursson. Magnús prestur Einarsson var fyrst prestur að Stærra-Árskógi (1763), síðan að Tjörn í Svarfað- ardal. Hann var gáfumaður mik- ill, andríkur mjög og skáld, og Jialdinn ákvæðinn.

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.