Dvöl - 01.04.1939, Page 36

Dvöl - 01.04.1939, Page 36
114 £>VÖL og þau voru hamingjusöm. Sólar- fagra vordaga fóru þau í skemmti- ferð til Versailles eða Fontaine- bleau, nutu skógarilms og fugla- söngs og böðuðu sig í litskærum blómabreiðum við silfurtæra gos- brunna. Þar dreymdi þau von- glæsta framtíðardrauma og þau gleymdu áhyggjunum. Það jók á hamingjuna. Þannig lifðu þau á meðan þau langaði til, þau lifðu eins og villtir fuglar, frjálsir og fagnandi. Þau böðuðu sig í sól og sumri — en gleymdu vetrinum. Svo kom skilnaðarstundin. Nám- ið varaði því miður ekki eilíflega og alvara lífsins barði að dyrum. Oft í ímynd einhvers útkjálka- embættis og oft líka í framandi löndum — þar sem stúdentinn átti heima. Þá kvöddust þau — hann og hún — í löngum, innilegum faðmlögum, með heitum kossum og brennandi tárum. Hvílík sorg! Það liðu sorglegir dagar og svefnlausar nætur í heila viku — máske tvær. En þá komu nýir stúd- endar og nýjar ástir, og allt það gamla var gleymt. Auðlind koss- anna og faðmlaganna var óþrjót- andi — allt fram á fertugs aldur. En fertugar kærustur vildi enginn. Nú er kærastan orðin önnur en hún var. Hún er hætt að elska stúdentinn, sem tilbiður hana, en hún elskar skartgripina, skemmt- anirnar og þægindin, sem hann V orvísur Lifnar fjólan litarsklr lands um bólin fögur, þegar sólin sumarhýr signir hól og ögur. Ég vil róma Drottins dáð, af dál er blómið vakið. Söngvar óma um lög og láð, ljóss við gómatakið. Arnljótur frá Múla. býður henni. Þetta eru dýrar kon- ur og hættulegar konur. Þær eru eitraðar eins og kokain eða ópíum, og einmitt þessvegna geta menn ekki verið án þeirra. Annarhver stúdent er glötuð vera — efna- hagslega og andlega — vegna þess- arra kvenna, sem allt annað elska en mennina, sem elska þær. Svo miskunnarlaus er Parísar- konan orðin — en hún er falleg í grimmd sinni. Það má hún eiga. Það versta við hana er samt það, að hún hefir gert Parísarstúdent- inn að annarri veru en hann var áður. Sérstæðið og persónuleikinn hefir horfið, en yfirborðsmennska komið í staðinn. Hann þorir ekki lengur að vera brjótandinn — hinn einmana og storkandi, heldur eyð- ir hann helmingi æfi sinnar í það að apa allt eftir öðrum, í það — að vera smár.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.