Dvöl - 01.04.1939, Qupperneq 54

Dvöl - 01.04.1939, Qupperneq 54
132 DVÖL dvaldi innan xnúra uppeldisstofn- unarinnar og þjáðist af flogaveiki. Hún dó úr hitasótt, en það merki- lega við líf hennar var, að henni hafði tekizt að ljúka hlutverki sínu í lifinu, hlutverki sínu sem móðir. Bræðurnir þekktust ekki. Það var heldur ekki fyrri en eftir nokk- ur ár, að Nikolai, sem dvaldi á barnaheimilinu, fékk bréf frá bróð- ur sínum Ivani, sem átti heima uppi í sveit. Ivan skrifaði til þess að kynnast bróður sínum, og til þess að neyta bróðurréttindanna. Nikolai svaraði. Ivan skrifaði um ána, sem rynni skammt frá heim- ili hans, um heyhlöðuna í húsa- garðinum, um félagana í lýðhá- skólanum, um fuglana og engin. Nikolai skrifaði um anddyrin og gangana í barnaheimilinu, um verzlunarskólann, sem hann var látinn ganga á og um svefnskál- ana. Er mörg bréf höfðu farið á milli þeirra, skrifaði Nikolai bróður sínum um sjúkleika sinn. Þeir skrifuðu báðir mikið um móður sína. Þeir sögðu hvor öðrum allar minningar um móður sína, sem þeim voru báðum heilagar. Ivan var orðinn 14 ára og frænka hans, sem hann ólst upp hjá, hafði sagt honum frá föður hans. Ivan skrifaði Nikolai að þeir ættu föður á lífi. Þessar fréttir höfðu undar- leg áhrif á Nikolai, en máske þau áhrif, sem búast mátti við. Nikolai fór að dreyma um föður sinn. Niko- lai hafði lært það á barnaheimilinu að dylja drauma sína, og nú duldi hann draumana um föður sinn, hina ímynduðu minningu og blíðu. Ivan skrifaði föður sínum og faðir hans svaraði með innileik. Ivan sendi Nikolai bróður sínum bréf föðurins. Nikolai skrifaði líka Ivan Ivanovitch Ivanov, en hinn síðar- nefndi svaraði ekki. III. Tíu mannlífsár eru ekki langur tími. En tíu mannlífsdagar eru ægi- legt tímabil! Ivan Ivanovitch Iva- nov, faðirinn, safnaði fleiri og fleiri vindlastúfum á bak við leðurfóðr- aða legubekkinn — og eins og áður lá borgin umhverfis með sínar timburgangstéttir, sín timburgerði meðfram götunum, sín tréhlið að görðunum, sinni sterku mannlífs- lykt í göngunum og sitt háa gras á bak við gluggana. Það kemur ekki þessu máli við, í raun og veru, þó að hér sé sagt hvað Ivan Ivanovitch hefði getað verið, — lýðskólastjóri eða hagfræðilegur héraðsráðunaut- ur — þvi að um líf hans lék vind- urinn, sem hefir í sér fólginn and- ardrátt mannlífsins. Þarna, við tugskiptin, minntist Ivan Ivanovitch bréfsins frá syni sinum Ivani. Honum var fært bréf- ið árla morguns. Fyrsta línan hljóðaði svo: „Ég heilsa þér, kæri pabbi!“ Þennan dag varð Ivan Ivanovitch tíu árum yngri, minntist sólarinn- ar, blómgunar grassins, vorflauma áranna, minntist jafnvel smátt og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.