Dvöl - 01.04.1939, Side 79

Dvöl - 01.04.1939, Side 79
DVÖL 157 viö búreksturinn, og dregið það út úr hon. um, hvar myndi búskapur islenzkra bænda þá staddur? Ég skoða laun hæstlaunuðu embættis- manna ríkis og einkafyrirtækja sem lög- verndað rán. Embættismenn ríkisins skammta sér launin sjálfir — beint og óbeint — og þó að einkafyrirtækin séu rekin með stórhalla og á kostnað alþjóð- ar, þá eru þau samt látin fóðra einn eða fleiri forstjóra með tug eða tugum þús- unda að launum. Þessir hátekjumenn og kaupmannastéttin setja sinn svip á eyðslu og lífsvenjumar I bæjunum, og i fótspor þeirra reynir almenningur að feta, eftir því sem efnin leyfa og stundum meira. Öll þessi eyðsla og yfirborðsvelmegun lokkar og seiðir æskuna úr fámenni og tilbreytingaleysi sveitanna, frá skorti flestra þæginda, þrotlausu starfi og oft vonlausri baráttu fyrir efnalegu sjálfstæði. Æska sveitanna hefir fleira að flýja. Hún er lítilsvirt fyrir starf sitt og stöðu í þjóðfélaginu. Á leiksviði bæjanna er sveitafólkið jafnan sýnt sem ræflar eða skrípi, og í íslenzkum bókmenntum síðustu ára er það sízt betur leikið. Allt þetta verður til þess að reka flótt- ann. Reynt hefir verið að hamla gegn fólks- straumnum úr sveitunum með einlægum styrkjum. Sumir hafa vissulega gert mikið gagn, svo sem jarðræktarstyrkurinn og fleiri. En um ýmsa byggingastyrkina er það að segja, að gagnsemi þeirra er mjög vafasöm, þegar á allt er litið. Hús eru reist upp við önnur stæðileg. Nýbýli eru byggð í nágrenni jarða, sem fara í eyði með ræktuðum túnum og stæðilegum húsum. Af þessu er séð, að margoft er byggt styrkjanna vegna, og fé þannig fest l arð- lausum eignum um þörf fram. Ef búskap- urinn bæri sig, myndu bændur hafa efni á að byggja yfir sig — og gerðu það, þegar þörfin krefði. Þess er líka að gæta, að bóndinn, sem reisir nýbýli, er sömu hættunni seldur og aðrir búendur; hann getur líka þreytzt ú Stökur Visur þessar munu hafa dottið ein- hvemveginn til Dvalar, svipað og Danne- brog til Dana, og er sagt, að gáfumað- urinn Brynjólfur Kúld hafi kveðið þær á mestu þrengingarárum sínum í Kaup- mannahöfn. í „blankheitanna" köldum klóm kvelst ég langan daginn. Vestislaus, á vondum skóm, „vandra" ég um bæinn. Tóm er buddan, tómt er allt, tómar báðar hendur. Þar á ofan er mér kalt; yfirhöfnin „stendur". Maginn eignast ekki hót, alveg tómur munnur. Ég er allur eins og „rót“ og ákaflega þunnur. einhver vill kaupa, og breytt þeim í stein- hús á mölinni. Styrkirnir hafa lika þá stóru ókosti, að þeim má misbeita til framdráttar vissum stjórnmálaflokkum og jafnvel einstökum mönnum, auk þess sem þeir lama sjálfs- bjargarviðleitni manna og vekja hóflausar kröfur til þings og stjórnar í öllum hugs- anlegum myndum. Nei, flóttinn úr sveitunum, flóttinh frá framleiðslunni, verður ekki stöðvaður fyrr en afkoma þeirra, sem framleiðsluna stunda, er gerð betri en hinna, sem taka laun sin í peningum.---------- Óska ég svo Dvöl langra lifdaga í þeirri mynd, sem hún hefir birzt til þessa dags. Virðingarfyllst. Jóhannes Björnsson,

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.